Entries by Sigurður Arnarson

Starf fyrir 1-4 bekk

Kirkjustarf fyrir 1-4 bekk hefst fimmtudaginn 6. október n.k. Fyrir 1-2 bekk er á fimmtudögum kl. 14:00-15:00. Fyrir 3-4 bekk er á fimmtudögum kl.15:30-16:30. Starfið fer fram í safnaðarheimilinu borgum.  Með því að senda tölvupóst á netfangið: kopavogskirkja.is geta foreldrar eða forráðamenn óskað eftir því að náð sé í börn þeirra í Dægradvöl í Kársnesskóla […]

Krílasálmar

KRÍLASÁLMAR Frábært tónlistarnámskeið fyrir ungbörn og foreldra Námskeið haldið í Hjallakirkju þriðjudaga kl. 13:15 og hefst þann 11. október 2016 Verð 4000 kr. fyrir átta skipti Skráning: gudny@hjallakirkja.is hjallakirkja.is

Mál dagsins 26. september

Mál dagsins verður að venju þriðjudaginn 26. september og hefst kl. 14:30 með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar.  Kl. 15:10 heldur Sigríður Snæbjörnsdóttir erindi.  Kl. 15:30 er drukkið kaffi og lýkur stundinni kl. 16:00 með bæn og blessun.  Allir hjartanlega velkomnir.

Fermingarfræðsla veturinn 2016-2017, minnispunktar

Fermingarnámskeið í Vatnaskógi verður fimmtudaginn 20. október 2016. Lagt af stað kl. 8:30 frá Kópavogskirkju (tilkynnt nánar þegar nær dregur). Vetrarfermingarfræðsla fer fram eftir nánari samkomulagi.  Æskulýðsfundir hefjast 6. október n.k. kl. 20:00 í safnaðarheimilinu Borgum.  Sameiginleigir fermingarfræðlsutímar (fyrir síðsumars- og vetrarfermingarfræðslu) eru (áðir auglýstir timar falla niður): 27. október, kl. 20:00-21:30 (æskulýðsfundartími), 10. nóvember kl. […]

Guðsþjónusta 25. september kl. 11:00

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 25. september n.k. kl. 11:00.  Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Peter Máté.  Kl. 11:00 hefst í safnaðarheimilinu smiðja fyrir börn með áherslu á dæmisögur Biblíunnar.  Allir velkomnir.

Andlát séra Árna Pálssonar, fyrrverandi sóknarprests Kársnessóknar

Séra Árni Pálsson lést 16. september síðastliðinn, 89 ára að aldri. Hann var fæddur á Stóra-Hrauni í Kolbeinsstaðahreppi 9. júní 1927, sonur Önnu Árnadóttur frá Stóra-Hrauni og Páls Geirs Þorbergssonar verkstjóra frá Syðri-Hraundal. Árni lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1948 og guðfræðiprófi árið 1954. Hann sinnti ýmsum störfum, meðal annars kennslu við Gagnfræðaskólann við […]

Smiðja fyrir börn með sunnudagaskólaívafi

Hvern sunnudag frá og með 25. september n.k. verður kl. 11:00 í safnaðarheimilinu Borgum smiðja með börnum.  Unnið verður með dæmisögur úr Biblíunni og þær settar svo upp til dæmis: með aðstoð tónlistar og leiklistar.  Ætlað börnum á öllum aldri.  Allir hjartanlega velkomnir.

Safnaðarferð á Njáluslóðir

Farið verður þriðjudaginn 20. september n.k. kl. 10:00 frá safnaðarheimilinu Borgum.  Áætluð koma í safnaðarheimlið er um kl.17:00.  Ferðin kostar 6000 á mann (ferðir og matur innifalinn) og allir eru velkomnir.  Takmarkað framboð er á sætum. Skráningu lýkur 16. september n.k.