Entries by Sigurður Arnarson

Mál dagsins

Næsta „Mál dagsins“ verður þriðjudaginn 9. febrúar n.k. kl. 14:30 í safnaðarheimilinu og hefst að venju með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Máteóvá.  Klukkan 15:10 flytur Anna Klara Georgsdóttir frá Kópavogsbæ erindi um móttöku bæjarins á flóttamönnum frá Sýrlandi.  Klukkan 15:30 verður drukkið kaffi.  Stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund.  Allir velkomnir.

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta 7. febrúar

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 7. febrúar n.k. kl. 11:00.  Sr. Sigurður Arnarson og Þóra Marteinsdóttir leiða stundina.  Félagar úr 3. bekk í Skólakór Kársnes syngja undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur.  Barn borið til skírnar.  Sunudagskólinn tekur þátt í stundinni. Allir hjartanlega velkomnir.

Útskorin gestabók

Miðvikudaginn 27. janúar síðastliðinn fór fram frá Kópavogskirkju útför Guðmundínu Oddbjargar Magnúsdóttur eða Mundu eins og hún var kölluð.  Munda var búsett í sókninni í áratugi.  Hún skar ýmislegt út í tré meðal annars gestabók með Kópavogskirkju framan á.   Meðfylgjandi ljósmynd var tekin af þessu fallega handverki Mundu.

Messa 31. janúar n.k.

Messa verður 31. janúar n.k. kl. 11:00 í Kópavogskirkju.  Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ástu Ágústsdóttur, djákna.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Sunnudagaskólinn hefst í kirkjunni en flyst síðan í safnaðarheimilið Borgir.  Til messunnar eru boðin fermingarbörn vorsins og foreldrar þeirra.  Eftir messu verður fundur í kirkjunni með fermingarbörnum […]

Mál dagsins 26. janúar

Næsta Mál dagsins verður 26. janúar n.k. kl. 14:30-16:00 og hefst með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová.  Um kl. 15:10 verður flutt 20 mínútna erindi.  Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun.

Sorgarhópur

Mánudaginn 1. febrúar n.k. frá kl. 20:00-21:30 hefur göngu sína starf með syrgjendum alls 8 skipti (hisst er vikulega fyrstu 6 skiptin).  Hópurinn er ætlaður konum, sem hafa misst nána ættingja.  Handleiðslu annast Ásta Ágústsdóttir, djákni.  Nánari upplýsingar má fá á skrifstofu safnaðarins virka daga á milli 09:00-13:00 eða með því að senda tölvupóst á […]

Kirkjustarf fyrir 1-4 bekk

Kirkjustarf fyrir börn í 1-4 bekk hefst aftur miðvikudaginn 19. janúar eftir jólafrí.  Starfið er á miðvikudögum frá kl. 14:00-15:00.  Ef óskað er eftir því er hægt að ná í börnin í Dægradvöl Kársnesskóla og skila aftur að starfi loknu.   Allir hjartanlega velkomnor