Barna- og fjölskylduguðsþjónusta og jólaball 2. sunnudag í aðventu
Annan sunnudag í aðventu þann 7. desember næstkomandi verður barna- og fjölskylduguðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11:00.
Börn frá leikskólanum Kópasteini flytja helgileik. Skólakór Kársnes syngur undir stjórn Elínar Halldórsdóttur. Jólaball að guðsþjónustu lokinni í safnaðarheimili Kópavogskirkju, “Borgum”. Þar verður gengið í kringum jólatré, boðið upp á hádegishressingu og von er að rauðklæddum gesti.
Allir að sjálfsögðu velkomnir.