Barna- og fjölskylduguðsþjónusta og jólaball á eftir
Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður sunnudaginn 4. desember n.k. kl. 11:00 í Kópavogskirkju. Skólakór Kársnes syngur undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur. Uppskeruhátíð listasmiðju á sunnudögum en meðal annars verður flutt „Kærleikslagið“, sem samið var í smiðjunni. Að lokinni guðsþjónustu verður jólaball í safnaðarheimilinu Borgum. Jólasveinn mætir og gengið í kringum jólatré. Enginn aðgangseyrir og allir hjartanlega velkomnir.