Breyttir tímar vegna sumarfermingarfræðslu

Síðssumarsfræðsla – Breyttir tímar

Síðsumarnámskeið verður föstudaginn 20. og  mánudaginn 23. ágúst, 2021 frá kl. 9:00 – 15:00 í safnaðarheimilinu Borgum.  

Vetrarfermingarfræðsla (fyrir þau sem ekki eru á síðsumarsnámskeiðinu) verður vikulega næsta vetur frá og með 6. september, 2021 kl:16:15 – 17:00 í safnaðarheimilinu Borgum. 

Þau sem eiga eftir að skrá sig í fræðsluna eru beðin um að gera það við fyrsta tækifæri (kopavogskirkja@kirkjan.is).

     Tvær kynningarguðsþjónustur og upplýsingafundir verða 3. október, 2021 og 30. janúar 2022 og upplýsingafundir með foreldrum og fermingarbörnum strax á eftir.  Mikilvægt er að foreldrar og fermingarbörn komi í guðsþjónusturnar og á upplýsingafundina. 

Þann 29. september, 2021 verður farið í dags fermingarfræðsluferð í Vatnaskóg.