Gamlárs- og nýjársdagur
/in Fréttir, Frontpage Article, Images, News, Uncategorized/by Sigurður ArnarsonHátíðarguðsþjónusta kl.14:00 á Nýjársdag
/in Fréttir, Frontpage Article, Images, News, Uncategorized/by Sigurður ArnarsonHátíðarguðsþjónusta á nýjársdag kl. 14:00. Textar og bænir guðsþjónustunnar munu tengjast voninni. Ferdinand Jónsson mun flytja hátíðarræðu. Ferdinand er fermdur í Kópavogskirkju á sínum tíma og starfar nú sem geðlæknir í Lundúnum. Hann er einnig ljóðskáld og mun í ræðunni fjalla um vonina og hvernig hún tengist störfum lækna, heilbrigðisstarfsfólks, sjúklingum og fjölskyldum þeirra. Sr. Sigurður Arnarson þjónar fyrir altari og Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.
Helgihald um áramót
/in Fréttir/by Grétar Halldór Gunnarsson
Individuals or businesses who specialised in acquiring properties directly from their owners and offering cash for them do business as House buyers. They provide an alternative to the more traditional method of selling properties by facilitating the speedy and uncomplicated exchange of property. Visit https://www.home-investors.net/washington/investors-that-buy-houses-lacey-wa/.
Predikun biskups við hátíðarmessu í tilefni 60 ára vígsluafmælis Kópavogskirkju
/in Fréttir/by Grétar Halldór GunnarssonPrédikun flutt í 60 ára vígsluafmæli Kópavogskirkju, 4. sd. í aðventu 18. des. 2022. Ps. 100; 1. Jóh. 1:1-4; Jóh. 3:22-30.
Við skulum biðja:
Vek okkur Drottinn Guð, svo að við verðum reiðubúin til að taka á móti syni þínum með hreinum hjörtum þegar hann kemur. Honum sem frelsar okkur frá því sem þjáir og til þess sem gleður. Amen.
Náð sé með yður og friður, frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen.
Til hamingju með 60 ára vígsluafmæli kirkjunnar ykkar kæri söfnuður. Undanfarið hef ég vísiterað hér í Kársnessókn, hitt presta og djákna, setið sóknarnefndarfund, vígt kapellu og hitt fólk sem sækir Mál dagsins. Ég hef fundið tilhlökkunina eftir þessum degi og þessari messu hér í kirkjunni. Ég hef heyrt um sögusýninguna og að hökullinn sem sóknarpresturinn ber hér í dag sé sá elsti og fyrsti sem hér var þjónað í. Og auðvitað er ég hæstánægð með að vera í stíl við hann hér í dag því hökullinn og biskupskápan eru frá sama breska framleiðandanum og úr samskonar efni og í sömu litum.
Það er margs að minnast þegar haldið er upp á kirkjuafmæli. Í nýjasta Kópavogspóstinum má lesa þessi orð: “Góð samstaða náðist á meðal bæjarbúa um byggingu kirkjunnar og var þannig lagt aukagjald á skattgreiðendur í Kópavogi til að standa straum af kostnaði við kirkjubygginguna og var því hvergi andmælt. Mörg börn voru í Kópavogi og eiga margir sælar minningar af því að leika sér í stillönsunum við kirkjuna”.
Í dag er fagnaðarhátíð hér í Kópavogskirkju. Kirkjunni sem er í senn sóknarkirkja hér á Kársnesinu og fyrirmynd skjaldarmerkis Kópavogs. Margir hafa lagt gjörva hönd á plóg við byggingu kirkjunnar og í starfinu sem hér hefur verið unnið. Á boðskortinu sem sent var vegna vígsluafmælisins sést að sú þjónusta sem hér er veitt og það starf sem hér er unnið er ekki á einni hendi. Ég taldi 22 einstaklinga þar, presta, djákna, organista, sóknarnefnd og fleiri. Tel ég þó að kirkjukórinn hafi ekki verið á þeirri mynd. Það er nefnilega þannig að kirkjustarf þarf að vinna í teymi og ég er fullviss um það, eftir að hafa vísiterað söfnuðinn hér að teymið er traust og gott og starfið farsælt. Það er mesti auður kirkjunnar fyrir utan trúnna á Jesú Krist að búa yfir öllum þeim mannauði sem til kirkjunnar velst til hinna ýmsu verka.
Starf og þjónusta kirkjunnar byggir á Orði Guðs. Byggir á honum sem sagði „Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér.“ Þessi orð lét hann falla í lok frásögunnar um miskunnarverkin. Það er ánægulegt að nú er kallað eftir því að samfélagið allt og kirkjan þar með talin sýni í verki að okkur sé ekki sama um þau sem eru heimilislaus. Það er eitt af miskunnarverkunum að hýsa þau sem eru á flótta eða eru heimilislaus. Önnur miskunnarverk eru að metta hungraða, að gefa þyrstum að drekka, að klæða klæðlausa, að vitja sjúkra og fanga. Áminnig um þetta á aldrei betur við en einmitt núna á þessum árstíma, í svartasta skammdeginu og kuldanum.
Aðventan fer á undan til að búa okkur undir komu frelsarans í heiminn. Við kveikjum fjórum kertum á. Brátt kemur gesturinn og allar þjóðir þurfa’ að sjá að það er frelsarinn segir í sálminum góða þegar við kveikjum á fjórða kertinu á aðventukransinum.
Á aðventunni draga guðspjallstextarnir fram fyrirrennara Jesú, Jóhannes skírara, þann er kom á undan honum til að búa okkur undir komu hans. Jóhannes skírði frænda sinn Jesú í ánni Jórdan og í guðspjallinu sem lesið var hér í dag eru menn ekki vissir um hver er hvað. Jóhannes tekur af allan vafa og segir: „Ég er ekki Kristur heldur er ég sendur á undan honum“. Hlutverk Jóhannesar var að vera brautryðjandi, hann boðaði komu Messíasar, en það er nafn sem notað er um Jesú.Home buyers can accurately estimate the price they would pay for your property if you are selling it. They understand the market and may provide sellers competitive prices. Visit https://www.housebuyers.app/north-carolina/house-buyers-near-me-wilkesboro-nc/. Það er Jóhannesi nóg að hafa rutt brautina fyrir komu Jesú og er hann því reiðubúinn að draga sig í hlé. Jóhannes skírari vitnar um trú sína og býður trúuðum allra tíma að gera slíkt hið sama. Köllun Jóhannesar var að beina sjónum fólks til Jesú.
Það er einnig köllun kirkjunnar, að beina sjónum fólks til Jesú. Greiða Orðinu veg þannig að Jesús og boðskapur hans nái eyrum okkar. Þannig fetar hún í fótspor Jóhannesar skírara. Trúin er boðuð í orði og í verki. Á það erum við minnt, að trú er ekki aðeins boðuð í orði heldur einnig í verki.
Þjóðkirkjan er ekki bara stofnun sem tryggir að fagnaðarerindið sé boðað um land allt heldur er kirkjan miklu fremur þau sem tilheyra henni og játa trú á Jesú Krist. Kirkjan stendur fyrir fjölbreyttu starfi undir kjörorðunum biðjandi, boðandi, þjónandi. Samnefnari þessa alls er Jesús sem Jóhannes skírari benti á og við eigum að líta til. Jóhannes skírari orðaði það þannig, samkvæmt guðspjallinu: „Hann á að vaxa en ég að minnka.“
Jólin nálgast, hátíð ljóss og friðar. Jólin er nefnd Christmas á ensku. Kristsmessa en þá minnumst við fæðingar Jesú. Fyrir hálfu ári var Jónsmessan en það er fæðingarhátíð Jóhannesar skírara.
Fæðingardaga þeirra Jesú og Jóhannesar er minnst á fornum sólstöðuhátíðum samkvæmt ákvörðun Rómarkirkjunnar fyrir margt löngu. Daganna er minnst í kringum stysta og lengsta dag ársins á norðurhveli jarðar. Samkvæmt Nýja testamentinu fæddist Jóhannes um það bil sex mánuðum á undan Jesú og er Jónsmessan 24. júní og jólin 25. desember eins og kunnugt er. Fæðing Jesú er í svartasta skammdeginu, rétt þegar daginn tekur að lengja og táknar þá von sem Jesús færir okkur mannfólkinu. Fæðing Jóhannesar, fyrirrennara Jesú er hins vegar í kringum lengsta dag ársins þegar daginn tekur að stytta. „Hann á að vaxa en ég að minnka“ sagði Jóhannes. Við komum saman í Guðshúsi eins og kirkjur eru oft nefndar, til að lofa Guð, hlusta á Orðið hans, nærast af því og uppbyggjast af því. Við fáum hér blessun og förum með hana út í heiminn til að láta gott af okkur leiða. Ekki til að upphefjast af verkum okkar, heldur til að þau megi benda á þann sem Jóhannes vitnaði um þegar hann sagði: „Hann á að vaxa en ég að minnka.“
„Enginn getur tekið neitt nema Guð gefi honum það“ svaraði Jóhannes lærisveinum sínum þegar þeir spurðu hann um Jesú. Gjafir lífsins eru margar og ekki allar sjálfgefnar. Það getur enginn gefið nema eiga. Það sem við eigum hefur okkur verið gefið. Það eru meðal annars hæfileikar og möguleikar sem nýtast ekki aðeins okkur heldur einnig samferðafólki okkar. Kópavogskirkja nýtur þess að starfsfólkið og sjálfboðaliðarnir í sóknarnefndinni, kirkjukórnum og í fleiri verkefnum eru tilbúin til að láta gott af sér leiða í þágu kirkju og kristni í þessari sókn. Ein er sú gjöf sem minnst er á í guðspjalli dagsins og það er skírnin. Jóhannes skírði Jesú í ánni Jórdan og frá því segir í guðspjalli Matteusar. Í guðspjalli Jóhannesar er ýjað að því að Jesús skíri einnig þó nafn hans sé aldrei nefnt. En eitt er víst að hann sagði lærisveinum sínum að fara og skíra og kenna. Skírnin er gjöf og þegar við þiggjum þá gjöf barni okkar til handa erum við að þakka Guði fyrir barnið og biðja Guð um að vera nálægur því í öllu lífi þess. Í skírninni er beðið fyrir barninu og fjölskyldu þess.
Söfnuðinum er stundum líkt við fjölskyldu og kirkjunni við heimili. Í kirkjunni eigum við athvarf og skjól. Í guðsþjónustunni fáum við fyrirbæn og blessun og þar eigum við samfélag við Guð og trúsystkin okkar.
Allt okkar megum við fela góðum Guði og það er styrkur okkar í lífi og starfi að trúa því og treysta. Og fyrir okkur sem höfum við vígð til þjónustu í kirkjunni er okkur styrkur í því að trúa því og treysta og finna að við erum ekki ein og vinnum ekki í eigin mætti. Og raunar má segja þetta um allt skírt fólk. Skírnin er vígsla til þjónustu. „Ég er ekki Kristur heldur er ég sendur á undan honum“ sagði Jóhannes við lærisveina sína. Hið sama megum við hafa í huga. Við erum ekki Kristur þó við þjónum kirkjunni á einn eða annan hátt. Við erum boðberar kærleika hans. Við erum venjulegt fólk sem höfum verið kölluð til að flytja þetta einstaka erindi um að elska Guð og náungann eins og okkur sjálf. Hlutverkin eru mörg í kirkjunni eins og sést til dæmis í samsetningu sóknarnefndarinnar hér í Kársnessókn.
Kirkjur og kapellur eru frátekin hús eða rými þar sem helgihald fer fram. Lúther sem kirkja okkar er kennd við lagði áherslu á að Guð býr ekki sérstöku húsi heldur í Orði sínu. Íverustaður Guðs í þessum heimi er fólkið sem kemur saman í hans nafni og leitast við að lifa og starfa í samræmi við þann boðskap sem Jesús flutti með orðum sínum og verkum. Það er ærið verkefni að miðla þeim boðskap og fyrir því verkefni er þeim treyst sem þjóna kirkju hans. Það eru í raun forréttindi að fá að miðla þeim boðskap í orði og í verki og vera farvegur fyrir kærleika Guðs. Þjónustan við Guð er í senn þjónusta við samferðafólkið því hendur Guðs hér í heimi eru okkar hendur, til að hann geti vaxið en ekki við.
Til hamingju með þau góðu verk sem hér hafa verið unnin. Viðgerð á gluggum og viðhald á kirkjunni. Til hamingju með kirkjuna ykkar og megi Guðs heilaga Orð vera flutt hér um ókomin ár og þau sem hingað koma nærast af því og þiggja þjónustu þeirra sem benda á hann sem á að vaxa.
Dýrð sé Guði föður og syni og heilögum anda, svo sem var í upphafi er og verður um aldir alda. Amen.
Takið postullegri blessun:
Náðin Drottins vors Jesú Krists, kærleiki Guðs og samfélag heilags anda sé með yður öllum. Amen.
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands
60. ára vígsluafmæli Kópavogskirkju
/in Fréttir, Frontpage Article, Images, News/by Sigurður ArnarsonGjafir færðar
/in Fréttir, Frontpage Article, Images, News, Uncategorized/by Sigurður ArnarsonÞann 9. desember 2022 kom Auðólfur Gunnarsson, læknir og sonur fyrstu prestshjónanna í Kópavogssöfnuði þeirra: sr. Gunnars Árnasonar og Sigríðar Stefánsdóttir færandi hendi. Auðólfur afhennti fyrir hönd afkomenda sr. Gunnars og Sigríðar Kópavogskirkju fágætar bækur úr safni þeirra hjóna. Kópavogskirkja þakkar þennan einstaka hlýjug alla tíð við kirkjuna og hennar starf. Myndin var tekin við sama tækifæri.
Um Kópavogskirkju
Skrifstofa safnaðarins er í Safnaðarheimilinu Borgum, Hábraut 1a og er opin virka daga á milli 09:00-13:00. Símanúmer kirkjunnar og safnaðarheimilis er: 554 1898. Póstfang safnaðarins er Hábraut 1a, 200 Kópavogur. Netfang: kopavogskirkja@kirkjan.is.
Sóknarprestur: Sr. Sigurður Arnarson: sigurdur.arnarson@kirkjan.is
Prestur: Sr. Grétar Halldór Gunnarsson: gretar.halldor.gunnarsson@kirkjan.is
Djákni Kópavogskirkju: Ásta Ágústsdóttir, netfang: asta.agustsdottir@kirkjan.is
Tónlistarstjóri: Elísa Elíasdóttir: elisaeliasdottir@gmail.com
Kirkjuvörður er Dóra Guðrún Þorvarðardóttir, netfang kirkjuvordur@kopavogskirkja.is
Kirkjan er opin eftir samkomulagi.
Nýjustu Fréttir
- Messa & sunnudagaskóli 24/11/24nóvember 21, 2024 - 12:03 e.h.
- „Dag í senn“ – messa 17. nóvember 2024nóvember 12, 2024 - 3:33 e.h.
- Barna og fjölskylduguðsþjónusta 10/11/24nóvember 6, 2024 - 11:04 f.h.
- Guðsþjónusta 3. nóvember kl. 11:00 í Kópavogskirkjuoktóber 30, 2024 - 9:50 f.h.
- Messa & sunnudagaskóli 27/10/24október 24, 2024 - 12:42 e.h.