Aðventukvöld, guðsþjónusta og sunnudagaskóli

  1. nóvember. 1. sunnudagur í aðventu

Guðsþjónusta kl.11.00

Tökum frá tíma á aðventunni til að koma til kirkju. Guðsþjónusta kl. 11.00. Kór Kópavogskirkju syngur. Lenka Mátéóva leikur á orgelið og Sr. Sigurður Arnarson leiðir guðsjónustuna

Sunnudagaskóli kl. 11.00

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað í safnaðarheimilinu borgum. Kveikt á fyrsta aðventukertinu. Æskulýðsleiðtogar kirkjunnar leiða stundina, syngja, segja sögur og bregða á leik.

Aðventukvöld kl. 20.00

Klassískt aðventukvöld með jólalestrum, kertaljósi og fallegri aðventutónlist. Skólakórar Kársness og Kór Kópavogskirkju syngja aðventulög og jólasálma. Fulltrúar Tónlistarskóla Kópavogs leika á hljóðfæri. Lenka Matéóvá og Álfheiður Björgvinsdóttir stýra kórum. Prestar og djákni safnaðarins taka á móti fólki og leiða stundina.

Fjölskylduguðsþjónusta 13. nóvember

Fjölskylduguðsþjónusta verður í Kópavogskirkju næstkomandi sunnudag, þann 13. nóvember kl. 11.00. Skólakórar Kársness syngja, sunnudagaskólinn gleður með sögum og söngvum og sr. Sigurður Arnarson leiðir guðsþjónustuna.

 

Allra heilagra messa


Sunnudaginn 6. nóvember n.k. verður guðsþjónusta á “Allra heilagra messu” í Kópavogskirkju kl. 11:00. Þann dag er ávallt haldið upp á minningu þeirra sem eru látin.
Við munum minnast með nafni þeirra sem við höfum þurft að kveðja síðastliðið ár og kveikja á kerti til minningar um öll þau sem sem prestar Kópavogskirkju hafa jarðsungið á tímabilinu. Er aðstandendum þeirra boðið sérstaklega til guðsþjónustunnar.
Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Flutt verður tónlist í kirkjunni frá kl. 10:30 og þá gefst kostur að tendra á sínu eigin bænaljósi við altari.
Börn geta sótt sunnudagaskóla sem hefst kl. 11:00 í safnaðarheimilinu Borgum.
Eftir guðsþjónustu verður stuttur fyrirlestur í safnaðarheimilinu Borgum um “sorg og sorgarviðbrögð”.
Allir eru að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir.

Uppfærð gjaldskráð Prestafélags Íslands

Viðmiðunargjaldskrá Prestafélags Íslands

a. Skírn
Skírn – ekki innheimt fyrir skírn í guðsþjónustu.
Skírn á dagvinnutíma prests, 0,7 einingar – 7.640 kr.
Skírn utan dagvinnutíma prests, 1,4 einingar – 15.281 kr.
b. Fermingarfræðsla
Fermingarfræðsla, 2,0 einingar – 21.830 kr.
c. Hjónavígsla
Hjónavígsla á dagvinnutíma prests, 1,3 einingar – 14.189 kr.
Hjónavígsla utan dagvinnutíma, 2 einingar – 21.830 kr.
Æfing vegna hjónavígslu utan dagvinnutíma, 1 eining – 10.915 kr.
d. Kistulagning
Kistulagning á dagvinnutíma, 0,8 einingar – 8.732 kr.
Kistulagning utan dagvinnutíma, 1,5 eining – 16.372 kr.
e. Útför
Útför á dagvinnutíma prests, 3 einingar – 32.745 kr.
Útför utan dagvinnutíma, 3,6 einingar – 39.294 kr.
f. Jarðsetning
Jarðsetning duftkers eða kistu, sem ekki er í beinu framhaldi af útför, 1,4 eining – 15.281 kr.

Sunnudagaskóli 23. október kl. 11:00 í safnaðarheimilinu Borgum

Messa 23/10/22 kl. 11:00

Jól í skókassa

30/10/22 verður safnaðarheimilið opið fyrir þau sem vilja útbúa pakka (jólapappír á staðnum) og hægt að skila pökkum sem verður svo komið til KFUM og KFUK.