Guðsþjónusta 22. maí kl.11:00

Liðsauki

Dr. Grétar Halldór Gunnarsson, prestur í Grafarvogsprestakalli, tekur til starfa í Kársnesprestakalli í Kópavogi við hliðina á sóknarprestinum sr. Sigurði Arnarsyni frá og með 1. ágúst n.k. Dr. Grétar Halldór er um þessar mundir prestur á Ísafirði en hann og sr. Magnús Erlingsson, sóknarprestur þar og prófastur, höfðu skipti á störfum í einn vetur.
Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir hefur þjónað í prestakallinu frá 1. mars 2020 og lætur af störfum 1. júlí n.k. og þökkum við henni innlega fyrir hennar dýrmætu og góðu störf. Dr. Grétar Halldór bjóðum við hjartanlega velkomnin og hlökkum til að fá hann til liðs við Kársnessókn.

Sjá einnig á:
https://kirkjan.is/frettir/frett/2022/05/17/Lidsauki-i-Karsnesprestakall/

Guðsþjónusta 8. maí kl.11:00

Fermingar vorið 2023 – Skráning í fræðslu

Skráning fyrir fermingar vorið 2023 er hafin. Vinsamlega sendið tölvupóst á netfangið: kopavogskirkja@kirkjan.is til að fá sendar upplýsingar og skráningarblöð.

Fermingar vorið 2023 í Kópavogskirkju

Síðsumarnámskeið verður 18,19 og 22. ágúst, 2022 frá kl. 9:15-13:00 í safnaðarheimilinu Borgum.

Vetrarfermingarfræðsla (fyrir þau sem ekki eru á síðsumarsnámskeiðinu) verður vikulega næsta vetur frá og með 5. september, 2022 í safnaðarheimilinu Borgum (nánar tilkynnt síðar).

Messur 21. ágúst 2022 og 29. janúar 2023 kl.11:00 í Kópavogskirkju og fundur með foreldrum eftir messu.

Mikilvægt er að foreldrar og fermingarbörn komi á þessa fundi.

Í haust verður fermingarferðalag í Vatnaskóg  (dagsetning nánar tilkynnt síðar)

Sameiginlegir fermingarfræðslutímar (fyrir bæði síðsumarfræðslu- og vetrarfræðsluhóp) verða 17. nóvember 2022 og 3. janúar 2023 kl.9:30-13:00 í safnaðarheimilinu Borgum.

Aukatímar gætu orðið á laugardögum kl. 11:00 ef einhverjir komast ekki á fyrirframskipulögðum fræðslutímum.Það yrði auglýst síðar.

Bækurnar sem eru notaðar heita: Con Dios, A ha, og Kirkjulykill (verða til sölu hjá okkur ef fólk vill).  Hægt er að fá Nýja testamenntið gefins hjá okkur og Sálmabókin er lánuð.

Mikilvægt er að eignast bækurnar strax og kennsla hefst í ágúst, svo við getum verið samferða í tímunum.

Messur!

Áríðandi er að fermingarbörn sæki helgihald eins vel og unnt er og að sjálfsögðu allir velkomnir með þeim. Í helgihaldið eru fermingarbörnin beðin um að taka með sér „Kirkjulykilinn“ og fylla út sérstök kirkjusóknarblöð í bókinni. Fermingarbörn skrá sig hjá kirkjuverði eftir hverja messu. Foreldrar eru einnig hvött til að sækja helgihaldið með sínum unglingum.

Í messunum og guðsþjónustunum er beðið um að fermingarbörn taki tillit til annarra kirkjugesta og hafa í huga að þau eru á helgum stað.  Beðið eru um að farsímar (snjallsímar) séu ekki í notkun á meðan helgihaldinu stendur, það sé slökkt á þeim.

Fermingardagar 2023  verða sem hér segir:

 Sunnudaginn 26. mars, 2023, kl. 11:00

Pálmasunnudag 2. apríl, 2023 kl.11:00

Skírdagur 6. apríl 2023, kl. 11:00

Fermingarbörn geta valið fermingardaga eins og undanfarin ár. Hver ferming tekur mislangan tíma en það fer eftir fjölda fermingarbarna hverju sinni.  Allir eru að sjálfsögðu velkomnir í fermingarnar.

Æfingar fyrir fermingarmessur eru í Kópavogskirkju, vorið 2023:

 Sunnudagurinn 26. mars, 2023, kl. 11:00

Æfingar eru 18 og 19. mars kl. 16:15-17:00

 

Pálmasunnudagur 2. apríl, 2023  kl.  11:00.

Æfingar eru 30. og 31. mars kl. 16:15-17:00

 

Skírdagur 6. apríl 2023, kl. 11:00.

Æfingar eru 3. og 4. apríl kl. 10:00-10:45.

 

VIÐ NOTUM TÖLVUPÓST Í SAMSKIPTUM

MIKILVÆGT AÐ FÁ NETFÖNG FERMINGARBARNA OG FORELDRA TIL AÐ ALLAR UPPLÝSINGAR BERIST GREIÐLEGA.  Allar upplýsingar varðand safnaðarstarfið verða birtar á www.kopavogskirkja.is

 

 

Mál dagsins

Fyrirbænastundir

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta, kynningarfundur og uppskeruhátíð Barnastarfs Kópavogskirkju

Barna- og fjölskylduðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 1. maí n.k. klukkan 11:00.

Stundina leiða, sóknarprestur, djákni og starfsmenn sunnudagaskólans.

Félagar úr Skólakór Kársnes syngja undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur.

Fermingarbörn vorsins 2023 og foreldrar þeirra eru sérstaklega boðin.

Uppskeruhátíð barnastarfsins verður svo við kirkjuna, hoppukastalar og boðið upp á grillaður pylsur og með því.

Eftir guðsþjónustuna verður stuttur kynningarfundur í kirkjunni fyrir fermingarbörn vorsins 2023 og foreldra þeirra, sem og skráning í fermingarfræðsluna framundan.

Mál dagsins

Páskadagur