Helgistund 14. nóvember á netinu vegna samkomutakmarkanna kl.11:00 á „Facebókarsíðu“ Kópavogskirkju

Vegna samkomutakmarkanna vegna Covid19 verður helgistund á „Facebókarsíðu“ Kópavogskirkju 14. nóvember kl.11:00. Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur og Ásta Ágústsdóttir leiða stundina og félagar í Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová, kantors.
Minnst verður þeirra, sem eru látin eru og beðið með nafni fyrir þeim, sem prestar Kópavogskirkju hafa jarðsungið síðastliðið ár.

Mál dagsins 9. nóvember

Mál Dagsins hefst í safnaðarheimilinu Borgum kl. 14:30 þann 9. nóvember með samsöng. Klukkan 15:10 kemur Auður Jónsdóttir, rithöfundur í heimsókn. Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur kl.16:00 með stuttri bæn og blessun.

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta 7. nóvmber kl. 11:00 í Kópavogskirkju

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta sunnudaginn 7. nóvember (ásamt sunnudagaskólanum) í Kópavogskirkju kl.11:00. Skólakór Kársnes syngur undir stjórn Þóru Marteinsdóttur. Allir hjartanlega velkomnir.

Söfnun fermingarbarna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar

Söfnun fermingarbarna í Kársnessókn fyrir Hjálparstarf kirkjunnar verður fimmtudaginn 4. nóvember kl.18:00-20:00. Börnin eru með bauka þar sem fólk getur látið rakna fé til verkefnisins (ekki eru rafrænar lausnir í boði).

Bleik messa 31. október kl.11:00 í Kópavogskirkju

Bleik messa í tilefni af bleikum október sunnudaginn 31.október kl. 11:00 í Kópavogskirkju. Hugleiðing: Ragnheiður Haraldsdóttir hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi forstjóri Krabbameinsfélagsins. Konur úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Peter Máté. Konur lesa ritningarlestra og bænir.

Sunnudagaskólinn 31. október n.k. kl.11:00

Sunnudagaskóli verður 31. október n.k. kl.11:00 í safnaðarheimilinu Borgum.  Gleði og fræðsla í bland fyrir fólk á öllum aldri.  Allir hjartanlega velkomnir.

Mál dagsins 26. október

Mál dagsins þriðjudaginn 26. október n.k. hefst kl. 14:30 með samsöng. Um kl. 15:10 flytur sr. Arna Ýr Sigurðardóttir erindi sem nefnist „Draumarö speill sálarinnar“. Kl. 15:30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur með bæn og blessun kl. 16:00. Allir hjartanlega velkomnir.

Mánudaginn 25. október falla niður vetrarfermingarfræðsla og starf fyrir börn í 1-3 bekk.

Mánudaginn 25. október falla niður vetrarfermingarfræðsla og starf fyrir börn í 1-3 bekk. Er þetta vegna þess að það er vetrarfrí í skólum 25-26 október.

Fögnum endurbótum í Kópavogskirkju

Kópavogskirkja opnar aftur eftir endurbætur

Sunnudaginn 24. október n.k. kl.11:00 verður því fagnað í guðsþjónustu í Kópavogskirkju að endurbótum á steindum gluggum Gerðar Helagdóttur og umgjörð þeirra er lokið en þær hafa staðið með hléum frá júní 2018. Í guðsþjónustunni mun sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur prédika og fyrir altari þjóna sr. Sjöfn Jóhannesdóttir og Ásta Ágústsdóttir, djákni. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Peter Máté. Anna Maria Tabaczynska leikur á flautu. Kirkjan verður svo opin á eftir guðsþjónstunni til kl.15:00 og gefst þá gestum að virða endurbæturnar fyrir sér. Kl. 12:30-12:50 segir sr. Sigurður frá endurbótunum og verki Gerðar. Allir hjartanlega velkomnir.