Fermingaræfingar og fermingar vorið 2021

Fermingardagar 2021 verða sem hér segir:

Sunnudag 21. mars, 2021, kl. 11:00

Pálmasunnudag 28. mars, 2021 kl.11:00

Skírdagur 1. apríl 2021, kl. 11:00

Hver ferming tekur mislangan tíma en það fer eftir fjölda fermingarbarna hverju sinni.

Æfingar fyrir fermingarmessur eru í Kópavogskirkju, vorið 2021:

Sunnudag 21. mars, 2021, kl. 11:00
Æfingar eru 18 og 19. mars kl. 16:15-17:15

Pálmasunnudagur 28. apríl, 2021 kl. 11:00.
Æfingar eru 25 og 26. mars kl. 16:15-17:15

Skírdagur 1. apríl 2020, kl. 11:00.
Æfingar eru 29 og 30. mars kl. 10:00-11:00.

Barna- og æskulýðsguðsþjónusta sunnudaginn 7. mars kl.11:00

Barna- og æskulýðsguðsþjónusta verður sunnudaginn 7. mars kl.11:00 í Kópavogskirkju á Æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir leiðir stundina ásamt Hjördísi Perlu Rafnsdóttur, guðfræðingi sem flytur hugvekju. Félagar úr Skólakór Kársnes syngja undir stjórn Áflheiðar Björgvinsdóttur. Fermingarbörn vetrarins taka þátt í helgihaldinu ásamt sunnudagaskólanum.

Sunnudagaskóli 28. febrúar kl.11:00 í safnaðarheimilinu Borgum

Sunnudagaskóli verður í safnaðarheimilinu Borgum, sunnudaginn 28. febrúar n.k. kl.11:00.  Allir hjartanlega velkomnir.

Guðsþjónusta 28. febrúar kl. 11:00

Guðsþjónusta verður sunnudaginn 28. febrúar n.k. kl.11:00 í Kópavogskirkju.  Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Máteóva.

Helgistund 14. febrúar kl.11:00 í Kópavogskirkju

Helgistund verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 14. febrúar n.k. kl.11:00 í umsjón dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar, héraðstprests.

Vetrarhátíð Kópavogskirkja

Vetrarhátíð Kópavogskirkja + Gerður Helgadóttir

Í tilefni Vetrarhátíðar verður Kópavogskirkja og steindir gluggar Gerðar Helgadóttur baðaðir í ljósi og litum, föstudaginn 6. febrúar kl. 18-24.
Inni í Kópavogskirkju verður sýningin Alsjáandi þar sem má sjá tillögur Gerðar Helgadóttur að altaristöflu í Kópavogskirkju. Tillögurnar vann Gerður árið 1971 en samkomulag náðist ekki um innihald þeirra og urðu þær því ekki að veruleika. Á sýningunni gefst gestum færi á að skoða skissurnar í því samhengi sem þær voru hugsaðar, inni í kirkjunni ásamt steindum gluggum Gerðar Helgadóttur.

Sýningarstjóri: Anna Karen Skúladóttir

Kópavogskirkja verður opin gestum á föstudag, 5. febrúar kl. 17-21 og um helgina, 6.-7. febrúar, kl. 12-16. Laugardaginn 6. febrúar verður leiðsögn um sýninguna með Önnu Karen Skúladóttur, Hallgerði Hallgrímsdóttur og Sigurði Arnarsyni, sóknarpresti Kópavogskirkju.

Winter Lights Festival Kópavogur Church + Gerður Helgadóttir

Kopavogur Church and Gerður Helgadóttir’s stained glass windows will be bathed in light and colours on Friday, 6 – 12 p.m. Inside the church, Gerður Helgadóttir’s proposals for an altarpiece will be exhibited. Gerður worked on the proposals in 1971, but no agreement was reached on their content and they did not materialize. In the exhibition, visitors are given the opportunity to view the sketches in the context in which they were conceived, inside the church together with Gerður Helgadóttir’s stained glass windows.

Kópavogur Church will be open on Friday, 5. February, 5-9 p.m. and Saturday and Sunday, 6. – 7. February, 12 – 4 p.m. A guided tour of the exhibition will be given on Saturday at 12pm by curator Anna Karen Skúladóttir, Hallgerður Hallgrímsdóttir and Rev. Sigurður Arnarson, pastor of Kópavogskirkja.

Starfið í Kópavogskirkju 1. febrúar -8. febrúar, 2021

Mánudagar 15:40-16:20 – Vetrarfermingarfræðsla
Fimmtudagar 15:30-16:30 Starf fyrir 7-9 ára
Fimmtudagar 20:00-21:30 Æskulýðsfundir fyrir 8. bekk
Föstudagur, 5. febrúar kl.18:00 – Vetrarhátíð Menningarhúsanna – Sýning á hugmyndum Gerðar Helgadóttur um altaristöflu í Kópavogskirkju
Laugardagur 6. febrúar kl.12:00 Sagt frá verkum Gerðar Helgadóttur í kirkjunni
Laugardagur 6. febrúar kl. 12:00-16:00 Kirkjan opin í tilefni Vetrarhátíðar.
Sunnudagar kl. 11:00 í safnaðarheimilinu Borgum er sunnudagaskóli
Sunnudagar kl.11:00 í Kópavogskirkju eru helgistundir
Sunnudagur 7. febrúar, kl.12:00-16:00. Kirkjan opin í tilefni Vetrarhátíðar (sjá nánar á facebooksíðu Menningarhúsanna í Kópavogi

Starfið 25. janúar -31. janúar, 2021

Nú er hafið safnaðarstarf að hluta í samræmi við gildandi sóttvarnarreglur.

Mánudagar 15:40-16:20 – Vetrarfermingarfræðsla

Fimmtudagar 15:30-16:30 Starf fyrir 7-9 ára

Fimmtudagar 20:00-21:30 Æskulýðsfundir fyrir 8. bekk

Sunnudagar kl. 11:00 í safnaðarheimilinu Borgum er sunnudagaskóli

Sunnudagar kl.11:00 í Kópavogskirkju eru helgistundir.

Helgistundir hefjast aftur í Kópavogskirkju eftir hlé vegna Covid19

Sunnudaginn 24. janúar kl.11:00 verður helgistund í umsjón sr. Sigurðar Arnarson og Önnu Maríu Hákonardóttur, messuþjóns.  Lenka Mátéová, kantor annast tónlistarflutning. Að sjálfsögðu er sóttvarnarreglum fylgt.

Sunnudagaskólinn hefst aftur sunnudaginn 24. janúar n.k. kl.11:00

Sunnudagaskólinn hefst aftur sunnudaginn 24. janúar n.k. kl.11:00 í safnaðarheimilinu Borgum og að sjálfsögðu er farið eftir reglum varðandi sóttvarnir.  Allir hjartanlega velkomnir.