Æskulýðsfundir hefjast aftur fyrir 8. bekk

Æskulýðsstarf fyrir 8. bekk hefst fimmtudaginn 21. janúar kl. 20:00-21:30 í safnaðarheimilinu Borgum.  Skemmtilegt starf fyrir unglinga.  Allir hjartanlega velkomnir.

Sunnudagaskólinn og helgistund á facebókarsíðu kirkjunnar, 17. janúar 2021

Sunnudagaskólanum og helgistund verður streymt á facebókarsíðu kirkjunnar 17. janúar, 2021.

Fermingarstarfið

Í ljós nýrra sóttvarnarreglna, sem taka í gildi í vikunni þá hefst vetrarfermingarfræðslan (ekki fyrir þau sem voru í síðsumarsfræðslu í ágúst s.l.) mánudaginn 18. janúar n.k. kl. 15:40-16:20 í safnaðarheimilinu Borgum og verður vetrarfermingarfræðslan vikulega á þessum tímum.
Sameiginleg fermingarfræðsla (fyrir þau sem eru í vetrar- og voru í síðsumarsfermingarfræðslu) verður fimmtudaginn 18. febrúar frá kl. 09:30-13:00 en þá er vetrarfrí í Kársnesskóla.
Æskulýðsfundir fyrir 8. bekk hefjast aftur fimmtudaginn 21. janúar og eru kl.20:00-21:30 (athugið breyttan fundartíma) í safnaðarheimilinu Borgum.
Miðað er við að ferma sunnudaginn 21. mars, 28. mars og 1. apríl n.k. kl.11:00.
Í ljósi Covid 19 þá verður einnig boðið upp á fermingar 22. og 29. ágúst næstkomandi kl. 11:00 í Kópavogskirkju.

Streymi frá útför Sigurliða Guðmundssonar.

Streymi frá útför Sigurliða Guðmundssonar verður mánudaginn 28. desember kl. 13:00 frá Kópavogskirkju, vefslóðin er:https://youtu.be/vWKd0fVp6no

Helgihald í Kópavogskirkju á jólum og áramótum 2020

24. desember – Aðfangadagur- „Beðið eftir jólunum“ kl.15:00 streymt á facebókarsíðu Kópavogskirkju. Helgistund í umsjón Ástu Ágústsdóttur, djákna og starfsfólks í sunnudagaskólanum. Börn úr Kársnesskóla syngja undir stjórn Þóru Marteinsdóttur.
24. desember – Aðfangadagur- Aftansöng kl. 18:00 streymt á facebókarsíðu kirkjunnar. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur og sr. Sjöfn Jóhannesdóttir, þjóna fyrir altari og Ásta Ágústsdóttir, djákni prédikar. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors.
25. desember – Jóladagur- Helgistund streymt á facebókarsíðu kirkjunnar kl. 14:00 í umsjón sr. Sjafnar Jóhannesdóttur. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.
31. desember – Áramótaávarp streymt á facebókarsíðu kirkjunnar kl.18:00 í umsjón sr. Sjafnar Jóhannesdóttur. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.
1.janúar , 2021- Hátiðarguðsþjónustu streymt á facebókar síðu kirkjunnar kl. 14:00. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar. Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.

Útför Herdísar Hólmsteinsdóttur

Meðfylgjandi er slóð fyrir útför Herdísar Hólmsteinsdóttur, föstudaginn 18. desember kl. 15:00 frá Kópavogskirkju.

https://youtu.be/3fgC8K3AIXU

Helgihald framundan í Kópavogskirkju

„Morgunstund á aðvetnu“ er streymt á virkum dögum á aðventunni á Facebókarsíðu Kópavogskirkju.
Vegna sóttvarnareglna er helgihaldi á aðventu og jólum streymt á Facebókarsíðu Kópavogskirkju.
13. desember – 2. sunnudagur í aðventu – kl. 11:00.  Streymt á Facebókarstíðu helgistund í umstjón dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar héraðstprests, sem annast einnig tónlistarflutning ásamt dr. Sigurði Júlíusi Grétarssyni.
20. desember – 3. sunnudagur í aðventu- kl.11:00-12:30 verður kirkjan opin og fólk getur (í samræmi við sóttvarnarreglur) komið  í kirkjuna og virt fyrir sér endurbætur, sem nú hafa staðið yfir síðustu mánuði á austur- og vesturhlið kirkjunnar og glerlistarverki Gerðar Helgadóttur.  Einnig er hægt að skoða nýjan bænaljósastjaka, sem kirkjunni var færður að gjöf nýverið.
24. desember – Aðfangadagur- „Beðið eftir jólunum“ kl.15:00 streymt á facebókarsíðu Kópavogskirkju. Helgistund í umsjón Ástu Ágústsdóttur, djákna og starfsfólks í sunnudagaskólanum.  Börn úr Kársnesskóla syngja undir stjórn Þóru Marteinsdóttur.
24. desember – Aðfangadagur- Aftansöng kl. 18:00 streymt á facebókarsíðu kirkjunnar.  Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar  Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur og sr. Sjöfn Jóhannesdóttir, þjóna fyrir altari og Ásta Ágústsdóttir, djákni prédikar.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors.
25. desember – Jóladagur- Helgistund  streymt á facebókarsíðu kirkjunnar kl. 14:00 í umsjón sr. Sjafnar Jóhannesdóttur.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.
31. desember – Áramótaávarp streymt á facebókarsíðu kirkjunnar kl.18:00 í umsjón sr. Sjafnar Jóhannesdóttur.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.
1.janúar , 2021- Hátiðarguðsþjónustu streymt á facebókar síðu kirkjunnar kl. 14:00.  Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar.  Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.

Framkvæmdir við rúðugler og steint gler Gerðar Helgadóttur á norður- og austurhlið Kópavogskirkju

Fimmtudaginn 3. desember s.l. var lokið við uppsetningu á nýviðgerðu steindu gleri Gerðar Helgadóttur a norður og austurhlið Kópavogskirkju en verkið önnuðust sérfræðingar frá Oitmann glerverkstæðinu í Linnich í Þýskalandi og hefur sú vinna staðið síðan í júlí síðastliðnum. Nú eru Gunnar Örn og félagar hjá Fagsmíði að taka niður stillasa inn í kirkjunni og mun það verk taka nokkra daga. Áfram mun Fagsmíði vinna að við glugga kirkjunnar að utan. Áætlað er að taka kirkjuna aftur í notkun um næstu helgi. Meðfylgjandi myndir voru teknar föstudaginn 4. desember af nýviðgerðum gluggum. Ein myndin sýnir glugga á vesturhlið kirkjunnar (ekki búið að gera við) og sprungu á blýi í honum. Öllum sem komið hafa að verkinu er þakkað fyrir þeirra vinnu og framlag

Helgistund 1. sunnudag í aðventu- Helgun bænaljósastjaka

Streymt er á hlekknum:https://youtu.be/4Nbhk0xoIGg eða

https://www.facebook.com/Kópavogskirkja-387710974680

frá helgistund á fyrsta sunnudegi í aðventu.  Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir leiðir stundina.  Þórey Lilja tendrar á fyrsta kerti aðventukransins.  Sr. Sigurður Arnarson helgar nýjan bænastjakastand sem Kópavogskirkju hefur borist að gjöf frá fjölskyldu í Kópavogi.  Verkið er eftir Sigurð Árna Sigurðsson, listamann.  Félagar í Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar.

Kirkjuhlaup í Kópavogi 2020

Frétt vegna „Kirkjuhlaups í Kópavogi 2020“, sem fyrirhugað var laugardginn 28. nóvember n.k. kl.09:00.  Sjá nánar á:https://www.facebook.com/events/325504778527599/
ATHUGIÐ – UPPFÆRT:
Við erum búin að reyna að finna bestu lausnina hvernig hægt er að útfæra aðventuhlaupið með tillliti til gildandi sóttvarnarlaga.
Við ætlum að gera okkar besta úr erfiðri stöðu og bjóðum því uppá tvo valkosti.
Kostur 1:
Þið búið til aðventuhlaup í ykkar hverfi. Mælið ykkur mót við hlaupafélagana, finnið nokkrar kirkjur, útbúið skemmtilegar hlaupaleiðir og deilið gleðinni með okkur hérna á fésbókinni. Við viljum myndir af gleðinni og ekki verra ef það kemur fram hvar þið hlupuð og hvaða kirkjur þið heilsuðuð uppá.
Kostur 2:
Þið mætið uppí Kópavogskirkju kl.9.00.
Það er því miður ekki hægt að bjóða ykkur inn í kirkjuna, né inn í safnaðarheimilið og ekki verður boðið uppá veitingar eftir hlaup. Athugið að salerni eru líka lokuð.
Við ætlum að hlaupa þessa leið eins og vanalega, við ætlum að passa uppá fjarlægðarmörkin. Endilega verið dugleg að taka myndir og deila gleðinni hér inná fésbókinni.
Við Siggi hlökkum til að hitta ykkur á laugardaginn