Start fyrir 6-9 ára hefst fimmtudaginn 10. september

Starf fyrir 6-9 ára hefst fimmtudaginn 10. september í safnaðarheimilinu Borgum frá kl. 15:30-16:30.

Dagskrá fyrir 6-9 ára starf í Kópavogskirkju
10. sept: Kynningarfundur
17. sept: Hópleikir
24. sept: Rútstún
1. okt: Gaga-ball
8. okt: Föndur
15. okt: Ærslabelgur
22. okt: Blöðruleikir
29. okt: Feluleikur
5. nov: Bókasafnsferð
12. nov: Bíó
19. nov: Bíó
26. nov: Spilafundur
3. des: Sleðar
10. des: Jólasamvera

Vegna ferminga síðar í mánuðinum og æskulýðsstarf fyrir 9. bekk

Fermingarfræðsla verður næstkomandi laugardag, 12. september frá kl. 10:30-12:00 í safnaðarheimilinu Borgum fyrir þau, sem fermast 20 og 27. september n.k. kl. 11:00 í Kópavogskirkju. Á sama tíma og stað munu fermingarbörnin máta aftur fermingarkyrtla.  Námsefni síðasta vetrar verður rifjað upp. Þeim, sem eiga eftir að skila ritningarorðum verður sendur tölvupóstur fljótlega.

Fermingaræfingar verða:

Fyrir þau, sem fermast 20. september kl. 11:00 verður æft í Kópavogskirkju fimmtudaginn 17. september kl. 16:15-17:00 og föstudaginn 18. september kl. 16:15-17:00.  

 Fyrir þau, sem fermast 27. september kl. 11:00 verður æft í Kópavogskirkju fimmtudaginn 24. september kl. 16:15:-17:00 og föstudaginn 25. September kl. 16:15-17:00.

Nauðsynlegt er að allir mæti æfingarnar.

Fermingarbörnin skulu mæta 30 mínútum fyrir fermingarathafnirnar. Vakin er athygli á því að steint gler Gerðar Helgadóttur í kirkjunni (norður og austurhlið) er nú í viðgerð í Þýskalandi og einnig er verið að gera við ytra byrði glugganna á þessum hliðum.  Þessum viðgerðum átti að vera lokið fyrir fermingarnar nú en þær töfðust vegna Covid 19.

Í vetur verða æskulýðsfundir fyrir unglinga í 9. bekk á fimmtudagskvöldum frá kl. 20:00-21:30 í safnaðarheimilinu Borgum.  Æskulýðsfundir fyrir unglinga í 8. bekk verða einnig á fimmtudagskvöldum en frá kl. 18:30-20:00 einnig í safnaðarheimilinu.

Unglingastarf – 9. bekkur – Dagskrá

10. sept:       Hópleikir

17. sept:       Orrusta

24. sept:       Útileikir

1. okt:                      Pac-man

8. okt:                       Gaga-ball

15. okt:         Brjóstsykursgerð

22. okt:         Kemur í ljós

29. okt:         Jól í skókassa

5. nov:          Hjálparstarf kirkjunnar og Pizza

12. nov:        Spikeball

19. nov:        Bíó

26. nov:        Kemur í ljós

3. des:           Sleðar

10. des:         Jólafundur

Biblíulestrar, haustið 2020 – Orð og list, haustið 2020

Biblíulestrar haust 2020

Orð og list haust 2020

Guðfræði og myndlist. Langar þig að fræðast um það inntak sem kristin trú ljær listinni.

Dr. dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur fjallar um Biblíulegan bakgrunn myndlistar, þá guðfræði sem myndlist getur birt og almennt um vægi hennar fyrir kristna trú.

Farið verður í nokkrar lykilspurningar: Hvaða vægi hefur myndabannið í boðorðunum tíu? Hvaða guðfræði er á bak við það? Hafnar það almennt myndum eða bara alræði ákveðinna hugmynda?
Fjallað verður sérstaklega um þá Biblíutexta sem helst hafa mótað mat kristninnar á vægi lista bæði í sögu og samtíma.

Hér er á ferðinni spennandi námskeið þar sem leitast er við að svara spurningum þeirra sem vilja vita meira.

Um kennarann: Dr. dr. Sigurjón Árni er einn fremsti fræðimaður Íslendinga í guðfræði. Hann starfar sem héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og leiðir þar predikunarsamfélag presta.
Hann hefur kennt guðfræði bæði við Háskóla Íslands og einnig við Háskólann í Kiel í Þýskalandi. Sigurjón hefur einnig gefið út fjölda bóka um guðfræði og er án vafa afkastamesti guðfræðihöfundur landsins.

Á námskeiðinu verður boðið upp á fyrirlestur og síðan verða umræður um efnið yfir kaffibolla þar sem þátttakendur eru hvattir til að leggja til umræðunnar.

Staður og stund. Fyrirlestrarnir fara fram í Breiðholtskirkju og eru á fimmtudagskvöldum klukkan 20-22. Alls er um 10 skipti að ræða. 24. september til 26. nóvember.
Hægt er að sækja stök fræðslukvöld. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Skráning á námskeiðið er í gegnum netfangið ritari@eystra.is eða í síma 567-4810

Dagskrá fyrir sunnudagskólann, 6-9 ára starf og æskulýðsfélögin, haustið 2020

Sunnudagaskóli

  1. sept: Fjölskylduguðsþjónusta
  2. sept: Föndur

20 sept:        Blöðruþema

  1. sept: Bangsapartý/Ljónaveiðar
  2. okt: Fjölskylduguðsþjónusta
  3. okt: Feluleikur

18 okt:          Húba Húba dans

25 okt:          Leikfangaþema

  1. nov: Náttfatadagur
  2. nov: Fjölskylduguðsþjónusta
  3. nov: Boltaleikir
  4. nov: Öfugur dagur
  5. nov: Snjókornaföndur
  6. des: Jólaball
 
6-9 ára starf
10. sept: Kynningarfundur
17. sept: Hópleikir
24. sept: Rútstún
1. okt: Gaga-ball
8. okt: Föndur
15. okt: Ærslabelgur
22. okt: Blöðruleikir
29. okt: Feluleikur
5. nov: Bókasafnsferð
12. nov: Bíó
19. nov: Bíó
26. nov: Spilafundur
3. des: Sleðar
10. des: Jólasamvera
Unglingastarf – 8. bekkur
10. sept: Hópleikir
17. sept: Mission Impossible
24. sept: Útileikir
1. okt: Pac-man
8. okt: Gaga-ball
15. okt: Brjóstsykursgerð
22. okt: Spurningakeppni
29. okt: Jól í skókassa
5. nov: Hjálparstarf kirkjunnar og Pizza
12. nov: Spikeball
19. nov: Bíó
26. nov: Spilakvöld
3. des: Sleðar
10. des: Jólafundur
 
 
Unglingastarf – 9. bekkur
10. sept: Hópleikir
17. sept: Orrusta
24. sept: Útileikir
1. okt: Pac-man
8. okt: Gaga-ball
15. okt: Brjóstsykursgerð
22. okt: Kemur í ljós
29. okt: Jól í skókassa
5. nov: Hjálparstarf kirkjunnar og Pizza
12. nov: Spikeball
19. nov: Bíó
26. nov: Kemur í ljós
3. des: Sleðar
10. des: Jólafundur

Mál dagsins

Mál dagsins hefur aftur göngu sína þriðjudaginn 8. septtember n.k. frá kl. 14:30-16:00 í safnaðarheimilinu Borgum.  Fyrst er sungið í hálftíma og síðan flytur sr. Gunnlaugur Stefánsson fyrrum sóknarprestur í Heydölum efni að eigin vali.  Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og með því og stundinni lýkur með bæn og blessun kl. 16:00.

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta, sunnudagaskólinn hefst eftir frí

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 6. september n.k. kl. 11:00.  Þá hefst sunnudagaskólinn aftur eftir frí.  Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir leiðir stundina ásamt sunnudagaskólakennurum.  Börn úr Kársnesskóla syngja undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur.

Mál dagsins

Mál dagsins hefur göngu sína aftur þriðjudaginn 8. september n.k. kl.14:30-16:00

Helgistund 30. ágúst kl.11:00 í safnaðarheimilinu Borgum

Helgistund verður sunnudaginn 30. ágúst kl. 11:00 í safnaðarheimilinu Borgum. Hjördís Perla Rafnsdóttir, guðfræðinemi flytur hugleiðingu. Sr. Sigurður Arnarson leiðir stundina. Félagar úr Kór Kópavogskirkju leiða stundina undir stjórn Peter Maté.

Fundi 23. ágúst vegna ferminga 2021 frestað

Fundi sem átti að vera eftir helgistund 23. ágúst n.k. kl. 11:00 vegna ferminga 2021 er frestað vegna Covid.

Helgistund 23. ágúst kl. 11:00 í stóra sal safnaðarheimilisins.

Helgistund verður 23. ágúst n.k. kl. 11:00 í stóra sal í safnaðarheimilinu Borgum. Sr. Sigurður Arnarson prédikar og leiðir stundina. Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Peter Máté.