Guðsþjónustur um hátíðarnar

Verið velkomin í Kópavogskirkju um hátíðarnar. ✨⛪️🧡🎄
Við hlökkum til að taka á móti þér:
– Á aðfangadag kl 15 (Stund fyrir börnin)
– Á aðfangadag kl 18 (Aftansöngur)
– Á aðfangadag kl 23.30 (Miðnæturguðsþjónusta)
– Á jóladag kl 14 (Hátíðarguðsþjónusta)
– Á jóladag kl 15.15 (Sunnuhlíð)

15 ár frá frá því safnaðarheimilið var tekið í notkun

Nú eru liðin 15 ár frá því safnaðarheimili Kársnessóknar (nefnt Borgir í daglegu tali) var tekið í notkun.  Árni Tómasson, formaður bygggingarnefndar hússins rakti söguna og afhennti sóknarnefnd á sóknarnefndarfundi nýverið skýrslu þar sem hann fjallar meðal annars um: aðdraganda að byggingunni, verkefni nefndarinnar, undirbúning, framkvæmdir, fjármögnun, samninga, uppgjör og stöðu og framtíðarhorfur.   Frá vinstri á myndinni eru:  Rafn Árnason, sóknarnefnd, Árni Tómasson, sr. Grétar Halldór Gunnarsson, Margrét Birna Skúladóttir, Ásta Ágústsdóttir, djákni, Guðmundur Jóhann Jóhannsson, formaður sóknarnefndar og sr. Sigurður Arnarson.

Guðsþjónusta & sunnudagaskóli 8/12/24

Annan sunnudag í aðventu, þann 8. desember verður aðventuguðsþjónusta við Kópavogskirkju kl. 11.00. Kór Kópavogskirkju syngur, Elísa Elíasdóttir er organisti og sr. Grétar Halldór Gunnarsson Prédikar og þjónar fyrir altari. Á sama tíma, kl. 11.00 í kapellunni okkar í Borgum safnaðarheimili verður sunnudagaskólinn á sínum stað, leiddur af æskulýðsleiðtogum Kópavogskirkju.

Messa & sunnudagaskóli 24/11/24

Sunnudaginn 24. nóvember kl. 11 verður messa í Kópavogskirkju kl. 11.00. Kór Kópavogskirkju leiðir söng, Elísa Elíasdóttir er organisti og Sr. Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar fyrir altari.  Á sama tíma verða æskulýðsleiðtogarnir okkar með sunnudagaskóla í kapellunni í Borgum safnaðarheimili.

Barna og fjölskylduguðsþjónusta 10/11/24

Fjölskylduguðsþjónusta á sunnudaginn kl. 11.00 í Kópavogskirkju. Sunnudagaskólinn & skólakórar kársness leiða saman hesta sína.  Sögur, söngur og gleði. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson leiðir stundina. Verið velkomin!