Guðsþjónusta 16/06/24

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 16. júní kl. 11.00. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar fyrir altari og Elísa Elíasdóttir er organisti.

Guðsþjónusta 09/06/24

Sunnudaginn 9. júní kl. 11.00 verður guðsþjónusta við Kópavogskirkju. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar fyrir altari.  Ólafía Linberg Jensdóttir leiðir söng og Elísa Elíasdóttir er organisti.

Messa á sjómannadag 02/06/24

Sjómannadagsmessa verður í Kópavogskirkju á sunnudaginn, 2. júní kl. 11.00.  Sr. Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Kópavogskirkju leiða söng og Elísa Elíasdóttir er organisti.

Andlát – Ingvar Hólmgeirsson, sjálfboðaliði í Máli dagsins í Kársnessókn

Ingvar Hólmgeirsson, skipstjóri og útgerðarmaður lést þann 9. maí s.l. og útför hans hefur farið fram í kyrrþey. Ingvar sótti um árabil Mál dagsins í Kársnessöfnuði og spilaði, þar sem sjálfboðaliði á harmonikku vikulega yfir vetrartímann.  Ingvar ólst upp frá þriggja ára aldri í Flatey á Skjálfanda en bjó lengst af á Húsvík og starfaði, sem skipstjóri og útgerðarmaður. Ingvar lék á harmonikku frá 10 ára aldri.  Þórunn Björnsdóttir, kórstjóri stjórnaði samsöng í Máli dagsins síðastliðinn vetur. Hún minnist Ingvars með eftirfarandi orðum:  „Ég var nú frekar treg að taka að mér söngstjórn í Mál dagsins, ekki viss hvort ég kynni nú öll „gömlu lögin“ en ótti minn hvarf þegar vígreifur harmonikkuleikari tók fallega á móti mér og lofaði að vera mér til halds og trausts. Eftir að við höfðum spilað saman fyrsta lagið, þá féll ég fyrir þessum stóra músíkalska manni og við náðum ótrúlega vel að stilla saman okkar strengi og sameinast um lagaval og tóntegundir. Ingvar kenndi mér ýmsar nýjar hljómabrellur og hafði gaman af að rugla mig stundum. Ég sagði oft að ég hefði viljað kynnast honum fyrr og þá hefði ég fengið hann stundum í heimsókn þegar ég var að kenna tónmennt í Kársnesskóla.  Harmonikan hefur alltaf verið mitt uppáhalds hljóðfæri.“

Hátíðarguðsþjónusta á Hvítasunnudag

„Skín á himni skír og fagur/hinn skæri hvítasunnudagur.“ Velkomin til Hátíðarguðsþjónustu við Kópavogskirkju sunnudaginn 19. maí kl.11.00.  Sr. Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur og Elísa Elíasdóttir er organisti.

Guðsþjónusta og messukaffi 09/05/24

Guðsþjónusta verður við Kópavogskirkju á uppstigningardag, þann 09. maí, kl. 14.00.  Sr. Grétar Halldór Gunnarsson predikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju leiðir söng og Elísa Elíasdóttir er organisti. Eftir guðsþjónustu er boðið upp á messukaffi í safnaðarheimili Kópavogskirkju í Borgum. Dagurinn er jafnframt dagur eldri borgara og fáum við sérstaka heimsókn kirkjugesta frá Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili.

 

Upplýsingar vegna fermingafræðslu og ferminga vorið 2025

Minninsatriði vegna fermingarfræðslu fyrir veturinn 2024-2025 í Kársnessöfnuði (Kópavogskirkju)

Valið er milli: Síðsumarsnámskeiðs eða Vetrarfræðslu
 
Síðsumarsnámskeið
Síðsumarsnámskeiðin eru mjög vinsæl hjá okkur. Þau sem klára síðsumarsfræðsluna þurfa ekki að mæta í vikulega vetrarfermingarfræðslu. Við minnum á að síðsumarnámskeiðið verður 20. 21. og 22. ágúst, 2024 frá kl. 9:15-13:00 í safnaðarheimilinu Borgum.

Vetrarfermingarfræðslan
Vetrarfermingarfræðslan verður auglýst síðar en hún hefst í byrjun september og tekur mið af stundaskrá Kárnesskóla.

Sameiginlegir fermingarfræðslutímar (fyrir bæði síðsumarfræðslu- og vetrarfræðsluhóp)
Sameiginlegir fermingarfræðslutímar (fyrir bæði síðsumarfræðslu- og vetrarfræðsluhóp) verða fyrir og eftir jól (nánar auglýst síðar) í safnaðarheimilinu Borgum. Aukatímar gætu orðið ef einhverjir komast ekki á fyrirframskipulögðum fræðslutímum. Það yrði auglýst síðar.

Námsgögn
Bækurnar sem eru notaðar heita: Con Dios (Kársnessöfnuður útvegar) og Kirkjulykill (Kársnessöfnuður útvegar og rukkar foreldra eða forráðamenn fyrir). Hægt er að fá Nýja testamentið gefins hjá Kársnessöfnuði og Sálmabókin er lánuð þegar þarf.

Messur
Áríðandi er að fermingarbörn sæki helgihald eins vel og unnt er og að sjálfsögðu allir velkomnir með þeim. Í helgihaldið eru fermingarbörnin beðin um að taka með sér „Kirkjulykilinn“og fylla út sérstök kirkjusóknarblöð í bókinni. Fermingarbörn skrá sig hjá kirkjuverði eftir hverja messu. Foreldrar eru einnig hvött til að sækja helgihaldið með sínum unglingum. Í messunum og guðsþjónustunum er beðið um að fermingarbörn taki tillit til annarra kirkjugesta og hafa í huga að þau eru á helgum stað. Beðið eru um að farsímar (snjallsímar) séu ekki í notkun á meðan helgihaldinu stendur, það sé slökkt á þeim.

Fermingarferð í Vatnaskóg
Dagsetning tilkynnt síðar.Í haust förum við í Vatnaskóg og dveljum þar í einn dag. Farið verður að morgni og komið til baka að Kópavogskirkju eftir kvöldmat í Vatnaskógi.
Foreldrum og fermingarbörnum boðið til messu 25. ágúst og 26. janúar 2025.
Messa og upplýsingafundur fyrir fermingarbörn og foreldra verður núna 25. ágúst 2024 í Kópavogskirkju kl. 11.00. Einnig verður boðið til messu og upplýsingafundar eftir áramót, 26. janúar 2025 kl.11:00 í Kópavogskirkju. Mikilvægt er að foreldrar og fermingarbörn komi á þessa fundi.

Fermingardagar vorið 2025 verða sem hér segir:
Sunnudaginn 6. april, 2025, kl. 11:00
Pálmasunnudag 13.april 2025 kl.11:00
Skírdagur 17. apríl 2025, kl. 11:00
Fermingarbörn geta valið fermingardaga eins og undanfarin ár. Hver ferming tekur mislangan tíma en það fer eftir fjölda fermingarbarna hverju sinni. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir í fermingarnar.
 
Tímar fermingaræfinga, vorið 2025
3. apríl kl. 16.15 (fyrir þau sem fermast 6. apríl)
10. apríl kl. 16.15 (Fyrir þau sem fermast 13. apríl)
14. apríl kl. 10.00 (fyrir þau sem fermast 17. apríl)

Kópavogskirkja á heimasíðu:
www.kopavogskirkja.is Þar leitumst við að hafa allar upplýsingar um starfið og ýmsa aðra þætti, sem á Facbook og Instragram.

Fermingarfræðslugjald er 23.388 kr, skv. Gjaldskrá Prestafélags Íslands. Gjald fyrir síðsumarfermingarfræslu greiðist fyrir 23. ágúst n.k. Greiðslukröfur koma í heimabanka annars forsjársaðila í ágúst og fyrir vetrarfermingarfræðsluna seinna í vetur. Ef óskað er eftir að greiða gjaldið síðar vinsamlega sendið tölvupóst á netfagnið: kopavogskirkja@kirkjan.is

VIÐ NOTUM TÖLVUPÓST Í SAMSKIPTUM
MIKILVÆGT er AÐ FÁ NETFÖNG FERMINGARBARNA OG FORELDRA TIL AÐ ALLAR UPPLÝSINGAR BERIST GREIÐLEGA. Allar upplýsingar varðandi safnaðarstarfið verða birtar á www.kopavogskirkja.is