Helgistund á sjómannadaginn 7. júní

Sameiginleg helgistund Kópavogs-, Digranes- og Hjallakirkju á sjómannadag kl. 11.00, í safnaðarheimili Kópavogskirkju Borgum. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir, settur sóknarprestur flytur hugvekju og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar. Tónlistin ber merki sjómannadagsins og munu þeir Páll Elíasson og Hannes Sigurgeirsson leika á harmonikkur.

Hátíðarguðsþjónusta á hvítasunnudag kl. 11.00

Hátíðarguðsþjónusta í Kópavogskirkju á hvítasunnudag kl. 11.00. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir, settur sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar. Þetta verður síðasta guðsþjónustan í kirkjunni fyrir viðgerðir á gluggum Gerðar Helgadóttur sem fram fara síðar í sumar. Eftir hvítasunnu færist allt helgihald kirkjunnar í kapellu í safnaðarheimilinu Borgum

Guðsþjónusta í Kópavogskirkju sunnudaginn 24. maí kl. 11.00

Guðsþjónusta kl. 11.00 sunnudaginn 24. maí. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir, settur sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar.

Guðsþjónusta sunnudaginn 17. maí kl. 11.00

Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11.00 sunnudaginn 17. maí n.k. Sr. Sighvatur Karlsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar.

Bænastund í Kópavogskirkju 3. maí

Bænastund verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 3. maí kl. 12.00. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir settur sóknarprestur leiðir bænir, ásamt messuþjónum. Lenka Mátéová kantor leikur tónlist á orgel kirkjunnar.

Bænastund á hádegi sunnudaginn 26. apríl

Bænastund verður í sunnudaginn 26. apríl kl. 12.00. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir settur sóknarprestur leiðir bænir, ásamt messuþjónum. Lenka Mátéová kantor leikur tónlist á orgel kirkjunnar.

Páskadagur í Kópavogskirkju

Á páskadag var guðsþjónusta í Kópavogskirkju sem var tekin upp og má nálgast upptöku hér:   https://www.youtube.com/watch?v=oUePh6nJ7dQ   Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir, settur sóknarprestur prédikaði og þjónaði fyrir altari, félagar úr kór Kópavogskirkju sungu undir stjórn Lenku Mátéová sem lék á orgelið. Messuþjónarnir Anna María Hákonardóttir og Egill Reynisson lásu bænir.

Bænastund sunnudaginn 19. apríl

Bænastund verður í sunnudaginn 19. apríl kl. 12.00. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir settur sóknarprestur leiðir bænir, ásamt messuþjónum. Lenka Mátéová kantor leikur tónlist á orgel kirkjunnar.

Skert viðvera á skrifstofu Kópavogskirkju

Vegna aðstæðna í samfélaginu og heimavinnu starfsfólks er ekki hefðbundin viðvera á skrifstofu safnaðarins. Við fylgjumst vel með símsvara kirkjunnar sími 554 1898 og tölvupósti, við biðjum ykkur að nýta þá leið til samskipta. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir, settur sóknarprestur sjofnjo@simnet.is, gsm 892 7651 og Ásta Ágústsdóttir, djákni asta.agustsdottir@kirkjan.is.  Neyðarsími presta í Kópavogi sem ætlaður er brýnum málum og ekki þola bið er 843 0444.

Páskar í Kópavogskirkju

Á páskadag verður helgistund í kirkjunni kl. 12.00. Nokkrir félagar úr kirkjukórnum syngja páskasálma og guðspjallið verður lesið og flutt hugleiðing. Stundin verður sett inn á facebook síðu safnaðarins.

Guð gefi öllum gleðilega páskahátíð.