Guðsþjónusta 22. desember

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 22. desember kl.11:00. Sr. Sighvatur Karlsson, settur héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová.

Mál dagsins 17. desember

Mál dagsins 17. desember hefst kl. 14:30 með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová. Klukkan 15:10-15:30 mun Páll Baldvin Baldvinsson segja frá nýútkominni bók sinni um Síldarárin. Klukkan 15:30 verður drukkið kaffi og kl. 16:00 lýkur stundinni með bæn og blessun. Allir hjartanlega velkomnir.

Mál dagsins 10. desember

Mál dagsins verður þriðjudaginn 10. desember og hefst kl. 14:30 í safnaðarheimilinu Borgum með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová. Klukkan 15:10 verður flutt mál dagsins. Klukkan 15:30 verður drukkið kaffi og stundinni lýkur með bæn og blessun kl. 16:00. Allir hjartanlega velkomnir.

Guðsþjónusta 15. desember 2019

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnnudaginn 15. desember næstkomandi kl. 11:00. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir, settur héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar í Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová. Allir hjartanlega velkomnir.

Kirkjuhlaup á aðventu í Kópavogi

Hlaupið var á milli kirkna í Kópavogi í morgunn og tóku yfir 100 manns þátt í hlaupinu. Hlaupið er samvinnuverkefni á milli Hlaupahóps Breiðabliks og Kópavogskirkju. Í upphafi var safnast saman í Kópavogskirkju og farið yfir hlaupa- og gönguleiðir en gönguhópur tók nú þátt í fyrsta sinn. Lenka Mátéová, kantor Kópavogskirkju lék á orgel kirkjunnar og viðstaddir sungu saman „Bjart er yfir Betlehem“. Að loknu hlaupi og göngu var safnast saman í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Borgum en þar var í boði heitt súkkulaði og piparkökur.

Guðsþjónusta 8. desember kl. 11:00

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 8. desember kl. 11:00. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová. Allir hjartanlega velkomnir. Sunnudagaskólinn verður á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum.

Aðventuhlaup og ganga 7. desember n.k. kl.09:00 frá Kópavogskirkju

ALLIR VELKOMNIR MEÐ AÐVENTUHLAUP OG GÖNGU KÓPAVOGS 2019
Kópavogskirkja efnir nú í sjötta sinn til hlaups á milli kirkna og kapella í Kópavogi í samvinnu við hlaupahóp Breiðabliks.Safnast er saman í Kópavogskirkju, Siggi prestur tekur vel á móti okkur og sunginn jólasálmur. Aðgangur er að salerni inni í kirkjunni. Einnig verður myndataka áður en lagt verður af stað.
Hlaupinn verður ca.11 km hringur- ATH: ÞETTA ER SAMSKOKK, ALLIR SAFNAST SAMAN VIÐ KIRKJURNAR/KAPELLURNAR ÁÐUR EN HALDIÐ ER AF STAÐ AÐ NÆSTA ÁFANGASTAÐ -Komið verður við á eftirfarandi stöðum á leiðnini: Kópavogskirkja – Hjallakirkja – Lindakirkja – Digraneskirkja – Sunnuhlíðarkapella – Kapellan líknardeildinni – Kópavogskirkja Auðvelt að stytta í t.d. 7km hring með því að sleppa Lindakirkju (sjá mynd)
Að þessu sinni verður boðið uppá nýjung, 7km göngu.
AÐ LOKNU HLAUPI/GÖNGU ER BOÐIÐ UPPÁ HEITT SÚKKULAÐI OG PIPARKÖKUR Í BORGUM – SAFNAÐARHEIMILI KÓPAVOGSKIRKJU.

Mál dagsins 3. desember

Mál dagsins hefst að venju þriðjudaginn 3. desember kl. 14:30 með samsöng sem Friðrik Kristinsson og Lenka Mátéová, leiða. Klukkan 15:10 segir dr. Dóra Bjarnason, frá nýútkominni bók eftir sig. Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun. Allir hjartanlega velkomnir.

Jólatónleikar Kórs Kópavogskirkju