Aðventuhlaup í Kópavogi
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonHið árlega aðventuhlaup í Kópavogi verður laugardaginn 1. desember og hefst kl.09:00 frá Kópavogskirkju. Hlaupið er í samvinnu við hlaupahóp Breiðabliks. Um er að ræða 7km eða 11 km. Á eftir er boðið upp á hlaupavænar veitingar í safnaðarheimili Kópavogskirkju. Allir hjartanlega velkomnir.
Barna- og fjölskylduguðsþjónusta 2. desember kl. 11:00 og jólaball á eftir.
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonBarna- og fjölskylduguðsþjónusta verður 2. desember n.k. kl. 11:00 í safnaðarheimilinu Borgum (ekki í kirkjunni vegna framkvæmda þar). Ásta Ágústsdóttir, djákni leiðir stundina ásamt sunnudagaskólakennurum. Börn úr Kársnesskóla syngja undir stjórn Þóru Marteinsdóttur. Á eftir verður jólaball í safnaðarheimilinu og mun rauðklæddur gestur meðal annars koma í heimsókn. Allir hjartanlega velkomnir.
Helgistund 25. nóvember n.k. kl.11:00 í safnaðarheimilinu Borgum
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonHelgistund verður sunnudaginn 25. nóvember klukkan 11:00 í safnaðarheimilinu Borgum (athugið breyttan stað). Ingimar Helgason, guðfræðingur leiðir stundina. Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn verður á sama tíma í stóra sal í safnaðarheimilinu. Allir hjartanlega velkomnir.
Guðsþjónusta 18. nóvember kl. 11.00 (athugið annan messustað)
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonGuðsþjónusta verður sunnudaginn 18. nóvember n.k. kl. 11:00 í safnaðarheimilinu Borgum. Nú standa yfir endurbætur og viðgerðir í Kópavogskirkju og þess vegna er messað í safnaðarheimilinu. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn verður á sama tíma í kapellu safnaðarheimilisins. Allir hjartanlega velkomnir.
Mál dagsins 20. nóvember
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonMál dagsins 20. nóvember hefst að venju með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová. Klukkan 15:10-15:30 flytur Helgi Ágústsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri og sendiherra erindi um Þorskastríðið. Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun. Allir hjartanlega velkomnir.
Framkvæmdir
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonÍ lok nóvembermánaðar er áformað að setja upp eftir nokkurra mánað viðgerð í Þýskalandi steint gler Gerðar Helagdóttur á suðurhlið kirkjunnar. Einnig er unnið að gerð útilýsingar á kirkjunni. Vegna framkvæmdanna verður kirkjan lokuð frá og með 16. nóvember í nokkrar vikur
Barna- og fjölskylduguðsþjónusta 11. nóvember
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonBarna- og fjölskylduguðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 1. nóvember n.k. klukkan 11:00. Sunnudagaskólinn tekur þátt í stundinni. Félagar úr 5-6 bekk í Kársnesskóla syngja undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur. Allir hjartanlega velkomnir.
Basar í safnaðarheimilinu Borgum. Sunnudaginn 4. nóvember n.k. frá kl. 13:00-16:00
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonBasar á vegum félaga úr „Máli dagsins“ verður til styrktar viðgerðum á steindu gleri Gerðar Helgadóttur í Kópavogskirkju verður sunnudaginn 4. nóvember kl. 13:00-16:00 í safnaðarheimilinu Borgum. Fjölbreyttir munir í boði og kaffi og vöfflur til sölu. Allir hjartanlega velkomnir.
Sunnudagaskóli 4. nóvember kl. 11:00
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonSunnudagaskóli verður 4. nóvember klukkan 11:00 í safnaðarheimilinu Borgum. Þá gefst gott tækifæri að syngja og læra um Guð. Allir hjartanlega velkomnir.
Um Kópavogskirkju
Skrifstofa safnaðarins er í Safnaðarheimilinu Borgum, Hábraut 1a og er opin virka daga á milli 09:00-13:00. Símanúmer kirkjunnar og safnaðarheimilis er: 554 1898. Póstfang safnaðarins er Hábraut 1a, 200 Kópavogur. Netfang: kopavogskirkja@kirkjan.is.
Sóknarprestur: Sr. Sigurður Arnarson: sigurdur.arnarson@kirkjan.is
Prestur: Sr. Grétar Halldór Gunnarsson: gretar.halldor.gunnarsson@kirkjan.is
Djákni Kópavogskirkju: Ásta Ágústsdóttir, netfang: asta.agustsdottir@kirkjan.is
Tónlistarstjóri: Elísa Elíasdóttir: elisaeliasdottir@gmail.com
Kirkjuvörður er Dóra Guðrún Þorvarðardóttir, netfang kirkjuvordur@kopavogskirkja.is
Kirkjan er opin eftir samkomulagi.
Nýjustu Fréttir
- Æskulýðsfundir fyrir 8. bekkjanúar 9, 2025 - 8:30 f.h.
- Starf fyrir 1-3 bekkjanúar 9, 2025 - 8:28 f.h.
- Mál dagsins 14/1/25janúar 8, 2025 - 10:46 e.h.
- Helgihald í Kópavogskirkju, janúar-maí 2025janúar 8, 2025 - 3:55 e.h.
- Útvarpsguðsþjónusta frá Kópavogskirkju 5/1/25 í minningu dr. Karls, biskupsjanúar 5, 2025 - 7:50 e.h.