Æskulýðsfundir hefjast fimmtudagskvöldið 20. september kl. 20:00

Æskulýðsfundir fyrir 8. bekk hefjast fimmtudagskvöldið 20. september kl.20:00-21:30. Dagskrá er sniðin af þörfum þessa aldurshóp og allir hjartanlega velkomnir.

Mál dagsins þriðjudaginn 18. september kl. 14:30-16:00

Mál dagsins verður þriðjudaginn 18. september n.k. kl. 14:30 -16:00. Stundin hefst með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová. Kl.15:10-15:30 flytur Elsa Haraldsdóttir, hárgreiðslumeistari erindi. Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og með því og stundinni lýkur kl.16:00 með bæn og blessun. Allir hjartanlega velkomnir.

Haustferð Kársnessafnaðar

Haustferð Kársnessafnaðar verður þriðjudaginn 25. september n.k. frá kl. 10:00-16:00. Bessastaðir verða heimssóttir og farið um Álftanes, Hafnarfjörð og nærsveitir. Skráningu í ferðina lykur föstudaginn 21. september. Hægt er að hringja á skrifstofu safnaðarins frá kl. 09:00-13:00 virka daga dag (s:5541898) til að skrá sig eða senda tölvupóst á netfangið: kopavogskirkja@kirkjan.is
Verð liggur ekki enn fyrir. Allir hjartanlega velkomnir.

„Tímabil sköpunarverksins“, guðsþjónusta 16. september kl.11:00 í Kópavogskirkju

Uppskeruguðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 16. september n.k. kl.11:00 á Degi íslenskrar náttúru. Gerður Magnúsdóttir, leikskólakennari talar um efnið frá sínu hjarta. Sr. Sigurður Arnarson, þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Fluttar verða bænir og ritingarlestrar og sungnir sálmar sem tengjast náttúrunni og sköpuninni. Allir hjartanlega velkomnir.

Sunnudagaskólinn 9. september n.k. kl.11:00 í safnaðarheimilinu Borgum

Sunnudagaskólinn verður sunnudaginn 9. september kl. 11:00 í safnaðarheimilinu Borgum. Góð stund til þess að koma saman með börnunum til að fræðast um Guð og syngja saman. Allir hjartanlega velkomnir.

Guðsþjónusta 9. september n.k. kl.11:00 í Kópavogskirkju

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 9. september kl. 11:00. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimlinu Borgum.

Fyrirbænir

Fyrirbænir eru á hverjum þriðjudegi kl. 13:45 í Kópavogskirkju. Allir hjartanlega velkomnir.

Mál dagsins

Mál dagsins hefur aftur göngu sína í haust, n.k. þriðjudag 4. september kl. 14:30 með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová. Klukkan 15:10 er flutt erindi. Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun. Allir hjartanlega velkomnir.

Vorvísur að hausti

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta 2. september, upphaf Sunnudagaskólans

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður 2. september n.k. kl.11:00 í Kópavogskirkju. Sunnudagaskólinn hefur göngu sína aftur eftir sumarfrí. Allir hjartanlega velkomnir.