Fermingar vorið 2019 í Kópavogskirkju

Fermingar 2019 í Kópavogskirkju

Síðsumarnámskeið verður 20. til 22 ágúst, 2018 frá kl. 9:15-13:30 í safnaðarheimilinu Borgum.

Vetrarfermingarfræðsla verður vikulega næsta vetur frá og með september, 2018 í safnaðarheimilinu Borgum (nánar tilkynnt síðar).

Messur 19. ágúst 2018 og 20. janúar 2019 og fundur með foreldrum eftir messu. 

Mikilvægt er að foreldrar og fermingarbörn komi á þessa fundi.

Í haust förum við í Vatnaskóg og dveljum þar í einn dag. Farið verður í Vatnaskóg  og komið til baka að Kópavogskirkju eftir kvöldmat í Vatnaskógi.

Sameiginlegir fermingarfræðslutímar (fyrir bæði síðsumarfræðslu- og vetrarfræðsluhóp) verða kynntir í haust.

Aukatímar gætu orðið á laugardögum kl. 11:00 ef einhverjir komast ekki á fyrirframskipulögðum fræðslutímum.Það yrði auglýst síðar.

Bækurnar sem eru notaðar heita: Con Dios, A ha, og Kirkjulykill (verða til sölu hjá okkur ef fólk vill).  Hægt er að fá Nýja testamenntið gefins hjá okkur og Sálmabókin er lánuð.

Mikilvægt er að eignast bókina strax, svo við getum verið samferða í tímunum. Einnig skal hafa með sér í alla tíma A4 verkefnabók.

Messur í vetur!

Fermingarbörnin eru hvött til að sækja helgihald eins vel og unnt er og að sjálfsögðu allir velkomnir með þeim.

Í helgihaldið eru fermingarbörnin beðin um að  taka með sér „Kirkjulykilinn“  og fylla út sérstök kirkjusóknarblöð í bókinni.

Fermingarbörn skrá sig hjá kirkjuverði eftir hverja messu.

Foreldrar eru einnig hvött til að sækja helgihaldið með sínum unglingum.

Í messunum og guðsþjónustunum er beðið um að fermingarbörn taki tillit til annarra kirkjugesta og hafa í huga að þau eru á helgum stað.  Beðið eru um að farsímar (snjallsímar) séu  ekki í notkun á meðan helgihaldinu stendur, það sé slökkt á þeim.

Við, sem söfnuður, eigum saman kirkjuhúsið og safnaðarheimilið.

Íbúar sóknarinnar, sem eru skráðir í Þjóðkirkjuna, greiða til kirkjunnar sóknargjöld sem standa undir öllum rekstri hennar. Göngum þess vegna vel um kirkjuna okkar og hugum vel að stað og stund.

Fermingardagar 2019  verða sem hér segir:

Sunnudagurinn 7. apríl, 2019 kl.11:00

Pálmasunnudagur 14. apríl, 2019, kl.  11:00

Skírdagur 18. apríl 2019, kl. 11:00

Fermingarbörn geta valið fermingardaga eins og undanfarin ár. Hver ferming tekur mislangan tíma en það fer eftir fjölda fermingarbarna hverju sinni.  Allir eru að sjálfsögðu velkomnir í fermingarnar.

Æfingar fyrir fermingarmessur eru í Kópavogskirkju, vorið 2019:

Sunnudagurinn 7. apríl, 2019 kl.11:00: Æfingar eru: 4. og 5. apríl kl. 16:15-17:15

Pálmasunnudagur 14. apríl, 2019, kl.  11:00. Æfingar eru 11. og 12. apríl kl. 16:15-17:15

Skírdagur 18. apríl 2019, kl. 11:00. Æfingar eru 15 og 16. apríl kl. 10:00-11:00.

Kópavogskirkja á heimasíðu:

www.kopavogskirkja.is

Þar leitumst við að hafa allar upplýsingar um starfið og ýmsa aðra þætti.

Fermingarfræðslugjald er 19.146 krónur samkvæmt ákvörðun Innanríkisráðuneytisins (ef gjaldskrá breytist verður það kynnt sérstaklega).

Ef óskað er eftir að greiða gjaldið síðar vinsamlega sendið tölvupóst á netfagnið: sigurdur.arnarson@kirkjan.is

VIÐ NOTUM TÖLVUPÓST Í SAMSKIPTUM

MIKILVÆGT AÐ FÁ NETFÖNG FERMINGARBARNA OG FORELDRA TIL AÐ ALLAR UPPLÝSINGAR BERIST GREIÐLEGA.  Allar upplýsingar varðand safnaðarstarfið verða birtar á www.kopavogskirkja.is

Guðsþjónusta og aðalsafnaðarfundur

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 13. maí n.k. kl.11:00. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ástu Ágústsdóttur, djákna. Kór Kópavogskirkju syngur undur stjórn Lenku Mátéová. Á eftir guðsþjónustu verður aðalsafnaðarfundur Kársnessóknar í safnaðarheimilinu Borgum. Allir hjartanlega velkomnir.

Guðsþjónusta á Uppstigningardegi 10. maí n.k. kl.14:00

Guðsþjónusta verður á Uppstigningardegi, 10. maí kl. 14:00 í Kópavogskirkju. Sr. Sigurður Arnarson, og Ásta Ágústsdóttir, þjóna fyrir altari. Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja. Á eftir guðsþjónustu er kirkjugestum boðið að þiggja veitingar í boði sóknarnefndar í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Borgum. Skólakór Kársnes mun þar taka lagið undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttir. Allir hjartanlega velkomnir.

Fermingar 2019

Þau sem ætla að fermast vorið 2019 í Kópavogskirkju og forsjárfólk þeirra eru boðuð til guðsþjónustu sunnudaginn 6. maí næstkomandi klukkan 11:00 í kirkjunni.
Eftir guðsþjónustu verður stuttur kynningarfundur um fræðsluna og fermingarnar.
Skráning fer þá einnig fram í fermingarfræðsluna og kynntir verða fermingardagarnir næsta vor.
Þau sem ekki komast í guðsþjónustuna og á fundinn en vilja sækja fræðslu og fermast næsta vor eru hvött að senda fulltrúa sína.
Allir hjartanlega velkomnir.

„Lif og starf í Afganistan“- Mál dagsins

Þriðjudaginn 24. apríl n.k. kl.14:30-16:00 er Mál dagsins í safnaðarheimilinu Borgum. Stundin hefst með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová. Klukkan 15:10-15:30 mun Björn Þorvaldsson flytja erindi um Afganistan en Björn hefur starfað í Kabúl undanfarin ár. Klukkan 15:30 verður drukkið kaffi og stundinni lýkur kl.16:00 með bæn og blessun. Allir hjartanlega velkomnir.

Guðsþjónusta 22. apríl kl. 11:00

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 22. apríl n.k. kl.11:00 í Kópavogskirkju. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.

Guðsþjónusta 8. apríl

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 8. apríl n.k. Þorgil Hlynur Þorbergsson, guðfræðingur prédikar. Sr. Sigurður Arnarson, þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Sigríðar Jóhannesdóttur. Sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum.

Helgihald á páskum í Kópavogskirkju

Skírdagur, 29. mars, kl.11:00. Ferming.
Skírdagur, 29. mars, kl.13:00. Altarisganga á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð.

Föstudagurinn langi, 30. mars, kl.11:00. Guðsþjónusta

Föstudagurinn langi 30. mars, kl.13:00-16:00. Passíusálmar og föstutónlist. Þau: Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Margrét María Sigurðardóttir, Einar Clausen, Margrét Örnólfsdóttir og Nanna Kristín Magnúsdóttir lesa valda Passíusálma. Lenka Máteóva, orgel og Þórunn Elín Pétursdóttir, einsöngur.

Páskadagur, 1. aprí, kl.08:00. Hátíðarguðsþjónusta. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Hátíðarkaffi í umsjón Kórs Kópavogskirkju í boð sóknarnefndar á eftir í safnaðarheimilinu Borgum. Að því loknu er boðið upp á gönguferð um Kársnes í samvinnu við Sögufélag Kópavogs.

Mál dagsins

Næsta Mál dagsins verður 3. apríl n.k. kl.14:30-16:00

Helgardvöl fyrir börn og unglinga sem misst hafa ástvin vegna andláts.

Helgardvöl fyrir börn og unglinga sem misst hafa ástvin
Dagana 20.-22. apríl verður boðið upp á helgardvöl í Vindáshlíð fyrir börn og unglinga sem misst hafa náin ástvin. Dagskráin miðast við annars vegar 10-12 ára og hins vegar 13-15 ára, en sameiginlegar stundir með hópunum eru á kvöldin og á sunnudeginum.
Þátttökugjöldum er stillt í hóf og aðeins 5.000.- kr. fyrir barn, en mælst að söfnuðir mæti fólki ef fjárhagur hamli þátttöku. Verkefnið er samstarfsverkefni Vídlínskirkju, Kjalarnessprófastsdæmis og samtakanna Ljónshjarta.
Samveran er að erlendri fyrirmynd og markmiðið er m.a. að gefa unga fólki tækifæri til þess að koma sama með öðrum sem þekkja aðstæður þess og búa að sömu reynslu og njóta samverustunda í umhverfi trausts og öryggis þar sem það fær tækifæri til að ræða reynslu sína. Hér er tekið mikilvægt skref að skapa vettvang til úrvinnslu til framtíðar fyrir börn og unglinga á Íslandi sem hafa orðið fyrir sorg og áföllum.
Börn og unglingar sem hafa áhuga á taka þátt er boðið til samverustundar í Vídalínskirkju fimmtudaginn 12. apríl.
Við hvetjum presta til að kynna dvölina fyrir fjölskyldum barna og unglinga sem gætuð notið góðs af þessu.
Skráning og nánari upplýsingar veitir Jóna Hrönn á jonahronn@gardasokn.is.
Dagskrá er meðfylgjandi.

Dagskrá helgardvalar fyrir börn og unglinga
Samvera fimmtudaginn 12.apríl í Vídalínskirkju fyrir þau börn og unglinga sem hafa áhuga á að fara í Vindáshlíð helgina 20-22 apríl. Samhristingur og borðað saman.
Dagskrá helgina 20-22 apríl í Vindáshlíð
Föstudagur 20.apríl
16:00 Lagt af stað í rútu frá Vídalínskirkju í Garðabæ 17:00 Samhristingur 18:30 Kvöldmatur 20:00 Kvöldvaka við arininn
21:30 Kirkja – Kvöldsaga 22:00 Ró
Laugadagur 21.apríl
9:00 Morgunverður 10:15-13:45 Hópavinna
Spjallstund Andri Bjarnason, klíniskur sálfræðingur, og Lilja Ósk Úlfarsdóttir, klíniskur sálfræðingur Streitulosandi hreyfing í íþróttahúsi – Unnur Bryndís Guðmundsdóttir, sjúkraþjálfari Opin listasmiðja – Ólöf Einarsdóttir, texstíllistakona og myndmenntakennari.
12:00 Hádegismatur 14:00 Ratleikur-Amacing race 15:30 Kaffi 16:00 Frjáls tími – íþróttahús opið, spjall, listasmiðja og spilahorn 17:15 Gönguferð í tveimur hópum 18:30 Kvöldmatur 19:00 Listasmiðja opin 20:00 Kvöldvaka við arininn 21:30 Kertastund í minningu látinna ástvina 22:00 Ró
Sunnudagur 22.apríl
9:00 Morgunverður 10:00 Eftirfylgd úr viðtölum/Listasmiðja 11:00 Samverustund 12:00 Matur 13:00 Lokastund með foreldrum og börnum 13:30 Brottför
Þau sem koma að undirbúningnum eru Jóna Hrönn Bolladóttir sóknarprestur í Garðabæ, Heiðrún Jensdóttir sjálfboðaliði og leiðtogi í Vídalínskirkju, Andri Bjarnason sálfræðingur hjá sálfræði- og sálgæslustofunni Haf, Lilja Ósk Úlfarsdóttir klíniskur sálfræðingur, Stefán Már Gunnlaugsson, héraðsprestur og stjórn Ljónshjarta.
Skráning og nánari upplýsingar veitir Jóna Hrönn Bolladóttir á netfanginu jonahronn@gardasokn.