Sýning Guðrúnar Benediktu Elíasdóttur í safnaðarheimilinu Borgum.

Jörð
Guðrún Benedikta Elíasdóttir
RBenedikta- Sýning í safnaðarheimilinu Borgum 22.mars – 30.maí

Guðrún Benedikta Elíasdóttir útskrifaðist frá Myndlista- oghandíðaskóla Íslands árið 1987 og hefur búið og starfað við myndlist og myndlistarkennslu á Íslandi, í Frakklandi og Lúxemborg. Í dag vinnur hún vinnur að list sinni auk þess að kenna myndlist í Menntaskólanum við Sund.
Guðrún hefur teki ðþátt í fjölmörgum einka-ogsamsýningum í sýningarsölum og söfnum bæði hérlendis og víðsvegar um Evrópu og í Bandaríkjunum. Má þar hels tnefna CAL, Cercle Artistique de Luxembourg, artmetz í Metz í Frakklandi, EVBK í Prüm í Þýskalandi og einkasýningar í KonchthausBeim Engel í Lúxemborg, Svavarssafni, Slunkaríki, Populus Tremula o gMenningarmiðstöð í Spönginni (Artótek).
Hún hefur dvalið á gestavinnustofum í Frakklandi og á Akureyri. Guðrún var ein af stofnendum Gallerí Skruggusteins og rak það þar til hún flutti til Suður-Frakklands og var í tengslum við það kjörin bæjarlistamaður Kópavogs 1996.
Patine au vin,verkin eru unnin með litablöndu eða temperu sem Guðrún býr til. „Patine au vin“sem inniheldur m.a.hvítvínog egg. Blönduna hefur hún þróað gegnum árin og bætt við ösku úr Eyjafjallajökli og steinmulningi sem hún hefur safnað frá ýmsum stöðum á landinu. Síðastliðið sumar var vel nýtt til söfnunar.
Meginviðfangsefnið er náttúran og náttúruöfli nm.a.biðin eftir yfirvofandi eldgosi. Verkin eru unnin með efnum úr náttúrunni sem fá þá nýtt hlutverk á striganum og má því segja að verkin séu umhverfisvæn endurvinnsla. Jöklarnir skipa stóran sess eftir aðl istakonan féll í jökulsprungu í Fláajökli á jóladag 1976. Í dag eins og þá er Guðrún alveg heilluð af litaspilinu og fegurðinni sem stafar af þessum magnþrungnu risum sem minnka þó allt of hratt. Einnig átökum elds og íss, öskufalli ðsem myndar fíngerða rlínuteikningar á fannhvítarbreiðurnar.
Frekari upplýsingar um nám ogsýningarferil má finna á heimasíðunni www.rbenedikta.com

Æskulýðsdagurinn 4. mars kl. 11:00

Guðsþjónusta verður á Æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar kl.11:00 í Kópavogskirkju. Sr. Sigurður Arnarson þjónar fyrir altari. Félagar úr Skólakór Kársnes syngja undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur og Þóru Marteinsdóttur. Sunnudagaskólinn tekur þátt í stundinni. Allir hjartanlega velkomnir.

Mál dagsins og rapp

Þriðjudaginn 26. febrúar verður Mál dagins að venju kl.14:30 til 16:00 í safnaðarheimilinu Borgum. Stundin hefst á samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar. Skólakór Kársnes undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur tekur þátt í söngnum. Klukkan 15:10 mun tónlistarmaðurinn Birnir fjalla um rapp. Fermingarbörnum vorsins 2016 er boðið sérstaklega að hlusta á þá umfjöllun. Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur með bæn og blessun kl.16:00.

Guðsþjónusta á nokkrum tungumálum 25. febrúar n.k. kl.11:00

Guðsþjónusta verður á nokkrum tungumálum sunnudaginn 25. febrúar n.k. kl.11:00. Sr. Toshiki Toma, prédikar og sr. Sigurður Arnarson þjónar fyrir altari. Kór Kópavgoskirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács. Sunnudagaskólinn í safnaðarheimilinu Borgum á sama tíma. Allir hjartanlega velkomnir.

Tónlistarguðsþjónusta

Tónlistarguðsþjónusta verður sunnudaginn 18. febrúar n.k. kl.11:00 í Kópavogskirkju. Ingimar Helgason, guðfræðinemi prédikar og sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum. Allir hjartanlega velkomnir.

Fjáröflunartónleikar 21. febrúar kl.20:00

Nokkrir listvinir Kópavogskirkju hafa ákveðið að stofna til tónleika 21.febrúar næstkomandi klukkan 20:00 í kirkjunni. Tónleikarnir eru hluti af söfnunarátaki sóknarnefndar Kársnes til viðgerða á steindum gluggum Gerðar Helgadóttur sem liggja undir skemmdum. Á Kársnesi og í nærumhverfi Kópavogskirkju býr m.a. fjöldinn allur af tónlistarfólki. Á efnisskrá tónleikanna er m.a. frumfluttningur á verki Martial Nardeau en verkið heitir “Gerður” og er samið til heiðurs listakonunni.
Kostnaður viðgerða liggur ekki fyrir en mun skipta tugum milljóna króna. Kársnessöfnuður getur ekki staðið straum af viðgerðunum nema með góðri hjálp. Á síðustu misserum var ytri byrði kirkjunnar tekið í gegn og kirkjan máluð að utan. Ungur aðdáandi sagði þá í hrifngu: „Hún er orðin falleg aftur.”
Þeir sem vilja tryggja sér miða fyrir tónleikana geta keypt miða milli kl. 10.00-13.00 virka daga í safnaðarheimili kirkjunnar (sími: 5541898, netfang:kopavogskirkja@kirkjan.is), Hábraut 1a. Miðaverð er 3.500 krónur og rennur allur ágóði óskertur til verkefnisins.
Þeir sem vilja leggja átakinu lið en komast ekki á tónleikana geta styrkt verkefnið með frjálsu framlagi á reikning: 0536-26-630000 Kennitala: 691272-0529

Listamennirnir sem koma að tónleikunum eru:
– Martial Nardeau
-Elísabet Waage, harpa
-Hafdís Vigfúsdóttir, flauta
-Kristján Matthíasson, fiðla
-Lenka Mátéová, orgel
-Peter Máté, piano
-Svava Bernharðsdóttir, lágfiðla
Gunnar Guðbjörnsson, tenór
Einar Clausen, tenór
María Jónsdóttir, sópran
Magnea Tómasdóttir, sópran
Jóhanna Ósk Valsdóttir, mezzo-sópran
Bjarni Jónatansson, pianó
Lilja Cardew, pianó
Oktetinn Einn tvöfaldur
Árni Harðason, stjórnandi
Flautukórinn
Kristín Stefánsdóttir, stjórnandi

Kynnir verður:
Theódór Júlíusson, leikari

Kópavogi, 13.febrúar, 2018
María Jónsdóttir, 894 4662
maria.jons.soprano@gmail.com
Lenka Mátéová, 864 6627
lenkam@internet.is

Fermingar 2018, gátlisti

Vetrarfermingarfræðsla (fyrir vetrarfermingarfræðsluhóp) á miðvikudögum kl.14:30-15:10  í safnaðarheimilinu Borgum.

Kyrtlamátun, miðvikudaginn 21. febrúar kl. 14:30-15:15, kyrtlagjald er 1000 kr og krafa kemur í heimabanka.

Sameiginlegur fermingarfræðslutími (fyrir bæði síðsumarfræðslu- og vetrarfræðsluhóp) 13. mars 2018 frá kl. 09:30-12:15 í safnaðarheimilinu Borgum.

Próf í safnaðarheimilinu 13. mars, 2018 frá kl. 12:45-13:30, gátlisti fyrir það afhenntur á fundi með foreldrum og fermingarbörnum 5. febrúar, einnig á heimsíðu safnaðarins fljótlega og sendur í tölvupósti nokkrum dögum fyrir próf.

Aukatímar gætu orðið á laugardögum kl. 11:00 ef einhverjir komast ekki á fyrirframskipulögðum fræðslutímum.Það yrði auglýst síðar.

Messur og guðsþjónustur

Fermingarbörnin eru hvött til að sækja helgihald eins vel og unnt er og að sjálfsögðu allir velkomnir með þeim. Í helgihaldið eru fermingarbörnin beðin um að taka með sér „Kirkjulykilinn“  og fylla út sérstök kirkjusóknarblöð í bókinni.

Fermingardagar 2018  verða sem hér segir: Fermingarnar hefjast kl.11:00 og fermingarbörn eiga að vera mætt í kirkju klukkan 10:30.

Sunnudagurinn 18. mars, 2018, kl.11:00

Pálmasunnudagur 25. mars , 2018, kl.  11:00

Skírdagur 29. mars, 2018, kl. 11:00

Æfingar fyrir fermingarmessur eru í Kópavogskirkju:

Sunnudaginn 18. mars, kl. 11:00, þá verður æft 15 og 16. mars kl. 16:00-17:00

Pálmasunnudag 25. mars, kl. 11:00, þá verður æft 22. og 23. mars kl. 16:00-17:00

Skírdag 29. mars, kl.11:00, þá verður æft  26. og 27. mars, kl. 10:00-11:00.

 

1.     Ég er Drottin Guð þinn, þú skalt ekki aðra Guði hafa.

2.     Þú skalt ekki leggja nafn Drottins, Guðs þíns við hégóma.

3.     Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan.

4.     Heiðra skaltu föður þinn og móður þína.

5.     Þú skalt ekki morð fremja.

6.     Þú skalt ekki drýgja hór.

7.     Þú skalt ekki stela.

8.     Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum.

9.     Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns.

10.  Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt,
ekki uxa hans eða asna, né nokkuð það, sem náungi þinn á.

Postullega trúarjátningin
Ég trúi á Guð, föður almáttugan, skapara himins og jarðar.
Ég trúi á Jesú Krist, hans einkason, Drottin vorn, sem getinn er af heilögum anda,
fæddur af Maríu mey, píndur á dögum Pontíusar Pílatusar,
krossfestur, dáinn og grafinn,
steig niður til heljar,
reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum,
steig upp til himna,
situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs
og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.
Ég trú á heilagan anda, heilaga almenna kirkju, samfélag heilagra,
fyrirgefningu syndanna, upprisu mannsins og eilíft líf.
Amen.

 

Faðir vor, þú, sem ert á himnum. 

Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, 

verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni. 

Gef oss í dag vort daglegt brauð. 

Og fyrirgef oss vorar skuldir 

svo sem vér og fyrirgefum 

vorum skuldunautum. 

Eigi leið þú oss í freistni, 

heldur frelsa oss frá illu. 

Því að þitt er ríkið, 

mátturinn og dýrðin 

að eilífu. Amen.

Tvöfalda kærleiksboðið

 “þú skalt elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum huga þínum og af öllum mætti þínum. Annað er þetta: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.”

 

Bænin má aldrei bresta þig,
búin er freisting ýmisleg.
Þá líf og sál er lúð og þjáð
lykill er hún að drottins náð.

Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér

Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér,
vaka láttu mig eins í þér.
Sálin vaki, þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf. Hallgrímur Pétursson

Vertu, Guð faðir, faðir minn

Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni. Hallgrímur Pétursson

 

Jóhannesarguðspjall 3:16-18

16 Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.

17 Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn, heldur að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann.

18 Sá sem trúir á hann, dæmist ekki. Sá sem trúir ekki, er þegar dæmdur, því að hann hefur ekki trúað á nafn Guðs sonarins eina.

Gullna reglan  Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjör

Sálmur 56

Son Guðs ertu með sanni,
sonur Guðs, Jesús minn,
son Guðs, syndugum manni
sonar arf skenktir þinn,
son Guðs einn eingetinn,
syni Guðs syngi glaður
sérhver lifandi maður
heiður í hvert eitt sinn.

Hallgrímur Pétursson (Ps. 25)

 

 

Signing:

Í nafni Guðs + Föður og Sonar og Heilags anda. Amen.

Guðsþjónusta 11. febrúar n.k.

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 11. febrúar n.k. kl.11:00.  Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimilinu kl. 11:00.

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta 4. febrúar kl.11:00

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 4. febrúar n.k. kl.11:00. Félagar úr Skólakór Kársnes taka þátt undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur.  Sunnudagaskólinn tekur þétt í stundinni.  Allir hjartanlega velkomnir.

Safnanótt í Kópavogi

Safnanótt föstudag 2. febrúar

Kópavogskirkja: Bæjarbúar eru hvattir til að safnast saman kl. 18:00 fyrir utan Kópavogskirkju þegar kveikt verður á tilkomumiklu verki Steinunnar Eldflaugar / dj. flugvél og geimskip, sem varpað verður á kirkjuna. Steinunn lætur ekki þar við sitja og býður gestum með sér í geimferð í kirkjunni sjálfri þar sem kannaðar verða óravíddir geimsins með tónlist og töfrandi upplifun sem enginn verður svikinn af.

Bókasafn Kópavogs: Í Bókasafninu verður boðið upp á spennandi þrautabraut í anda Stjörnustríðsmyndanna og hetjur myndanna etja kappi og keppa um hylli gesta. Stjörnu-Sævar mætir og ræðir um geimverur og leyndardóma þeirra. Gunni Helga býður upp á stjörnuritsmiðju en auk þess verða fleiri smiðjur í gangi  fyrir alla aldurshópa. Dagskrá Bókasafnsins lýkur með heimsókn Jóns Gnarr sem les upp úr og fjallar  um bókina Þúsund kossar.

Salurinn: Bæjarlistamaður Kópavogs, Sigtryggur Baldursson, lætur að sér kveða um á Vetrarhátíð. Á Safnanótt bjóða hann, Jón Ólafsson ásamt fleiri tónlistarmönnum bæjarbúum til tónleika í Salnum þar sem farið er yfir litríkan feril bæjarlistamannsins. Á Sundlauganótt, sem haldin er í Kópavogslaug laugardaginn 3. Febrúar, flytur Sigtryggur ásamt félögum í ManKan magnaðan tónlistargjörning sem ómar á sundlaugabakkanum og ofan í vatninu.

Gerðarsafn: Í Gerðarsafni verður boðið upp á leiðsagnir um ný opnaða ljósmyndasýningu, Líkamleiki og boðið upp á spennandi smiðjur tengdar henni; teiknismiðju og verkefni sem tengjast sjálfum (selfies).

Náttúrfræðistofa: Sýnir fjölbreytileg stjörnulega dýr í tilefni dagsins og býður til rannsóknarseturs og umfjöllunar um plast í sjó. Þar verður sjónum einnig beint að neyslu og sóun, sér í lagi fatasóun.

Héraðsskjalasafnið: Setur upp örsýningu um Kópavogsfundinn og fullveldið og býður auk þess upp á áhugaverðan fyrirlestur um sauðfjárbúskap í Kópavogi og nágrenni. Einnig verða sýnd þar og fjallað um forvitnileg myndskeið úr Kópavogi frá seinni hluta 20. aldar.

Garðskálinn í Gerðarsafni sér um að allir verði vel nærðir á meðan á hátíðinni stendur og býður upp á spennandi taco matseðil fyrir alla fjölskylduna á sanngjörnu verði. Undir lok Safnanætur verður hægt að setjast niður í huggulegheitum í Garðskálnum undir góðri DJ tónlist við allra hæfi.

Molinn: Í Molanum verða sýndar fjórar áhugaverðar stuttmyndir í Molanum. Myndirnar eiga það sameiginlegt að allar hafa þær verið gerðar í starfsemi Molans ungmennahúss í Kópavogi undanfarin ár. Sýningin hefst klukkan 19:30 og verða myndirnar sýndar á klukkutíma fresti til lokunar.

Sundlauganótt laugardaginn 3. febrúar

Á laugardeginum hefst sundlauganótt og mun ljósadýrðin vera við völd í Kópavogslaug frá kl. 19-22. Tanya frá Heilsuskólanum í Kópavogi leiðir aqua zumba undir dúndrandi tónlist og diskóljósum, hinn glæsilegi tónlistarhópur, Between Mountains, sem bar sigur úr býtum í Músíktilraunum 2017, treður upp og botninn í hátíðna slær bæjarlistamaðurinn Sigtryggur Baldursson í slagtogi með ManKan í gjörningnum Undir með vitund í innilauginni. Risa ásláttarhljóðfæri leikur þar aðalhlutverkið en það er tengt hljóðgervlum og myndvörpum og tónlistinni streymt úr hátölurum sem staðsettir eru upp á bakka og ofan í lauginni.