Guðsþjónusta 3. september kl.11:00

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 3. september n.k. kl.11:00.  Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.

Guðsþjónusta 27. ágúst kl.11:00

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 27. ágúst n.k. kl. 11:00.  Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari.  Félagar úr kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová.

Messa 20. ágúst kl.20:00

Messa verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 20. ágúst n.k. kl. 20:00.  Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur og Ásta Ágústsdóttir, djákni þjóna.  Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová.  Þór Arnarson og félagar leika á orgel og fleiri hljóðfær.  Til messunar eru fermingarbörn vestursins boðuð ásamt foreldrum og forráðafólki.

Guðsþjónusta 6. ágúst kl.11:00

Guðsþjónusta verður sunnudaginn 6. ágúst kl. 11:00 í Kópavogskirkju.  Sr. Sigfús Kristjánsson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Guðný Einarsdóttir leikur á orgel.

Helgihald í sumar

Helgihald sumarið 2017 í Kópavogi

Þjóðkirkjusöfnuðurnir í Kópavogi verða eins og undanfarin ár í samstarfi um helgihald frá og með 11. júní til og með 13. ágúst í sumar. Í júní verða guðsþjónustur í Hjallakirkju, í júlí í Digraneskirkju og í ágúst í Kópavogskirkju og hefjast þær kl. 11:00.

Sunnudagaskóli verður á hverjum sunnudegi kl.11:00 í Lindakirkju ef frá er skilin verslunarmannahelgin.

Hjallakirkja 11. júní kl. 11:00.  Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson og sr. Sigurður Arnarson

Hjallakirkja 18. júní kl.11:00 Sr. Guðni Már Harðarson

Hjallakirkja 25. júní kl. sr. Gunnar Sigurjónsson.

Digraneskirkja 2. júlí kl.11:00.  Sr. Karen Lind Ólafsdóttir.

Digraneskirkja 9. júlí kl. 11:00. Sr. Gunnar Sigurjónsson

Digraneskirkja 16. júlí kl. 11:00. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson

Digraneskirkja 23. júlí kl. 11:00. Sr. Magnús B. Björnsson

Digraneskirkja 30. júlí kl. 11:00.  Sr. Sigurður Arnarson

Kópavogskirkja 6. ágúst kl. 11:00. Sr. Sigfjús Kristjánsson

Kópavogskirkja 13. ágúst kl. 11:00. Sr. Karen Lind Ólafsdóttir.

„Þar sem ég má næðis njóta“

Annan í hvítasunnu, mánudaginn 5. júní kl. 18:00 verður opnuð listsýning Guðbjargar Lindar Jónsdóttur í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Borgum (skáhalt gengt Gerðarsafni).  Sýningin samanstendur af úrvali verka úr eigu listamannsins.  Kór unglinga frá Lúxemborg mun syngja nokkur lög í tilefni opnunarinnar.  Viðfangsefni Guðbjargar Lindar hafa löngum tengst vatni, fyrst fossum og síðar sjávarfletinu þar sem eyjar og bátar fljóta á yfirborðinu eða fjallshlíðar og eyrar teyja sig út á hafflötinn.  Í verkum Guðbjargar Lindar segir af ferðalagi á vit veraldar þar sem skyna má hið upphafna í sjálfum einfaldleikanum.  Sýningin er opin virka daga á milli 09:00-13:00 (lokað í júlí) og eftir samkomulagi (kopavogskirkja@kirkjan.is) www. gudbjorglind.is

Allir hjartanlega velkomnir.

 

Guðsþjónusta á Hvítasunnudag 4. júní kl.11:00

 

Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors.  Barnakór frá Luxemborg syngur.  Lesnir verða ritningarlestrar og bæna beðið á nokkrum tungumálum.  Allir hjartanlega velkomnir.

Engin guðsþjónusta verður 28. maí

Engin guðsþjónusta verður 28. maí í Kópavogskirkju.  Næsta guðsþjónusta verður á hvítasunnudag 4. júní kl. 11.00.

Guðsþjónusta á Uppstigningardegi 25. maí. Dr. Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar

Guðsþjónusta verður kl. 14:00 á Uppsigingardegi, degi aldraðra í Þjóðkirkjunni 25. maí í Kópavogskirkju.  Dr. Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar.  Sr. Sigurður Arnarson og Ásta Ágústsdóttir, djákni þjóna fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Eftir guðsþjónustuna býður sóknarnefnd Kópavogskirkju viðstöddum að þiggja veitingar í safnaðarheimili Kópavogskirkju.  Í kaffinu mun Kór Kópavogskirkju syngja nokkur lög.  Rútuferð verður fyrir guðsþjónustu frá hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð.  Allir hjartnalega velkomnir.