Heimsókn frá Hjálparstarfi kirkjunnar á æskulýðsfundi

Þau Ahmed og Million, sem starfa hjá Lútherska heimssambandinu í Eþjópíu komu í heimsókn á æskulýðsfund nýverið.  Sögðu þau frá vatnsbrunnaverkefnum Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþjópíu og fræddu okkur um land og þjóð.  Meðfylgjandi myndir voru teknar á fundinum og forsíðumyndin af æskulýðsleiðtogunum að læra eþjópískan dans.fermingarborn-og-heimsokn-fra-ethjopiu1-heimsokn-fra-ethjopiu

Bæn vegna stríðsátaka í Aleppo og beiðni um að kirkjuklukkum verði hringt

Nýverði barst bréf frá biskupi Íslands til presta og formanna sóknarnefnda.  Í bréfinu segir meðal annars: Eins og fréttir herma er saklaust fólk limlest eða lætur lífið í stríðsátökunum í Aleppo í Sýrlandi þessa dagana. Ráðamenn virðast ekki geta fundið lausn til friðar og uppbyggingar. Hugmynd finnska prestsins Teemu Laajasalo í Kallio sókn í lútersku finnsku kirkjunni hefur orðið að veruleika. Honum sveið ástandið eins og okkur öllum og ákvað að klukkum í hans kirkju skyldi hringt daglega kl. 17 frá 12. til 24. október, en 24. október er dagur Sameinuðu þjóðanna.Þessi hugmynd hefur breiðst út og á vefnum http://bellsforaleppo.org/ má sjá að kirkjurnar í Svíþjóð, Bretlandi og víða í Evrópu hafa gert slíkt hið sama. Tilgangurinn er að sýna fólkinu í Aleppo, lífs og liðnu virðingu og samkennd og vekja athygli á ástandinu.Lúterska heimssambandið, sem Þjóðkirkjan er aðili að, vekur athygli á framtakinu og hvetur fleiri kirkjur til að taka þátt. Það getur ekkert réttlætt þjáningar barna og óbreyttra borgara í Aleppo.  Biskup Íslands hvetur presta og sóknarnefndir til að hringja klukkum kirkna frá mánudeginum 24. október kl. 17 í þrjár mínútur og daglega eftir því sem við verður komið til og með 31.október, sem er siðbótardagurinn.Um leið er til þess mælst að beðið verði fyrir fólki og ástandi í Aleppo og endir verði bundinn á þann hrylling er þar á sér stað.

Það sem við tölum um þegar við tölum um Guð

Nýverið var bókin „Það sem við tölum um þegar við tölum um Guð“ gefin út af Skálholtsútgáfunni. Í bókmenntaguðsþjónustu sunnudaginn 30. október kl. 11:00 í Kóapvogskirkju mun þýðandi bókarinnar dr. Grétar Halldór Gunnarsson fjalla um bókina í stað prédikunar.  Lesnir verða textar úr bókinni.  Kór Kópavogskirkju mun syngja undir stjórn Lenku Mátéová.  Sr. Sigurður Arnarson þjónar fyrir altari.  Allir hjartanlega velkomnir.

Æskulýðsfundur og söfnun fermingarbarna 3. nóvember í Kársnessókn

Á æskulýðsfundi 27. október n.k. kl. 20:00-21:30 munu samstarfsaðilar Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku kynna vatnsverkefni í Afríku en fimmtudaginn viku seinna munu fermingarbörn úr Kársnessókn safna fyrir verkefnið með því að ganga í hús á Kársnesi frá kl. 18:00-20:00.

Sunnudagskólinn með listasmiðjuiívafi 23. október n.k. kl. 11:00

Sunnudagsskóli með listasmiðjuívafi verður n.k. sunnudag 23. október kl.11:00 í safnaðarheimilinu Borgum.  Starfið  er ætlað börnum á öllum aldri.  Allir hjartanlega velkomnir.

Guðsþjónusta 23. október kl. 11:00

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju 23. október n.k. kl. 11:00.  Afrískir fulltrúar á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar segja frá og kynna starfsemina í Afríku.  Hanna Ágústa Olgeirsdóttir, nemandi úr Söngsskólanum í Reykjavík syngur einsöng.  Sr. Sigurður Arnarson þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Allir hjartanlega velkomnir.

Æskulýðsfundir fyrir 8. bekk

Æskulýðsfundir fyrir 8. bekk hefjast fimmtudagskvöldið 6. október n.k. kl. 20:00 í safnaðarheimilinu Borgum.  Allir hjartanlega velkomnir.

Starf fyrir 1-4 bekk

Kirkjustarf fyrir 1-4 bekk hefst fimmtudaginn 6. október n.k.

Fyrir 1-2 bekk er á fimmtudögum kl. 14:00-15:00.

Fyrir 3-4 bekk er á fimmtudögum kl.15:30-16:30.

Starfið fer fram í safnaðarheimilinu borgum.  Með því að senda tölvupóst á netfangið: kopavogskirkja.is geta foreldrar eða forráðamenn óskað eftir því að náð sé í börn þeirra í Dægradvöl í Kársnesskóla og farið með þau þangað aftur að kirkjustarfinu loknu.  Allir hjartanlega velkomnir.

Krílasálmar

KRÍLASÁLMAR

Frábært tónlistarnámskeið fyrir ungbörn og foreldra

Námskeið haldið í Hjallakirkju

þriðjudaga kl. 13:15

og hefst þann

11. október 2016

Verð 4000 kr. fyrir átta skipti

Skráning: gudny@hjallakirkja.is

hjallakirkja.is

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta 2. október, kl.11:00

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 2.október n.k. kl.11:00.  Skólakór Kársnes syngur undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttir.  Allir hjartanlega velkomnir.