Uppskeruhátíð barnastarfsins
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonSunnudaginn 17. apríl var barna- og æskulýðsguðsþjónusta í Kópavogskirkju. Skólakór Kársnes söng undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Hljómsveit sunnudagaskólakennurum lék. Að lokinni guðsþjónustu var uppskeruhátíð barnastarfsins, þar sem boðið var upp á pylsur og hoppukastala. Meðfylgjandi myndir voru teknar.
Kirkjuvörður – hlutastarf
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonKársnessöfnuður óskar eftir að ráða í starf kirkjuvarðar Kópavogskirkju frá og með 1. júní n.k.
Um hlutastarf er að ræða, 60 prósent starfshlutfall með sveigjanlegum vinnutíma. Möguleiki er á að tveir gegni starfinu.
Starfssvið:
• Dagleg umsjón með kirkju og safnaðarheimili • Umsjón með búnaði
• Þjónusta við helgihald
• Þrif
• Önnur tilfallandi verkefni í samstarfi við sóknarprest og sóknarnefnd
Hæfniskröfur:
• Þjónustulund, snyrtimennska og sveigjanleiki
• Færni í mannlegum samskiptum
• Þekking og áhugi á starfi og hlutverki kirkjunnar
Rík áhersla er lögð á trúmennslu í starfi og metnað til þess að takast á við mismunandi verkefni. Umsóknarfrestur er til og með 26. apríl 2016 nk. Umsóknir sendist rafrænt á netfangið: kopavogskirkja@ kirkjan.is
Umsækjendur sendi inn ferilsskrá þar sem fram koma: persónulegar upplýsingar, menntun, starfsferill, með- mælendur og annað sem umsækjendur vilja að komi fram. Athuga skal að liggja þarf fyrir samþykki umsækj- enda til að afla sakavottorðs.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu safnaðarins af sóknarpresti eða djákna, sími 5541898 virka daga á milli 11:00-13:00 eða með því að senda tölvupóst á netfangið kopavogskirkja@kirkjan.is
Barna- og fjölskylduguðsþjónusta og uppskeruhátíð barnastarfsins
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonBarna- og fjölskylduguðsþjónusta verður í Kópavogskirkju 17. apríl n.k. Sr. Sigurður Arnarson, Ásta Ágústsdóttir og starfsfólk sunnudagskólans leiða stundina. Skólakór Kársnes syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Hljómsveit tekur þátt. Eftir guðsþjónustuna verður uppskeruhátíð barnstarfsins við safnaðarheimilið Borgir. Boðið verður upp á grillaðar pylsur og hoppukastalar verða á svæðinu. Allir hjartanlega velkomnir.
Kirkjustarf fyrir 1-4 bekk
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonMiðvikudaginn 13. apríl verður kirkjustarf fyrir 1-4 bekk í síðasta skipti á þessu vori.
Mál dagsins
/in Fréttir/by Sigurður ArnarsonNæsta Mál dagsins verður þriðjudaginn 12. apríl n.k. og hefst að venju kl. 14:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju með samsöng undir stjórn Friðriks A. Kristinssonar og Lenku Mátéová. Um kl. 15:10 flytur Þór Sigfússon erindi um „Sjávarklasan“. Klukkan 15:30 ver
Guðsþjónusta og sunnudagaskóli 10. apríl
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonGuðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 10. apríl n.k. kl. 11:00. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn hefst að venju í kirkjunni og flyst síðan í safnaðarheimilið Borgir. Allir hjartanlega velkomnir.
Fræðslukvöld í Kópavogskirkju á þriðjudagskvöldum
/in Fréttir/by Sigurður ArnarsonFyrsta fræðslukvöldið var 5. apríl síðastliðinn, þar sem fjallað var um Guðfræði í nútímatónilst: Nick Cave og Bob Dylan. Áhugaverð og áheyrileg erindi fluttu þeir Kristján Ágúst Kjartansson og Henning Emil Magnússon. Næsta fræðslukvöld verður þriðjudaginn 12. apríl n.k. kl. 20:00 í safnaðarheimilinu Borgum. Þá mun dr. Sigurður Pálsson fjalla um „Milvægi trúaruppfræðslu barna- og unglinga“. Allir hjartanlega velkomnir.
Fermingar vorið 2017 í Kópavogskirkju
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonSunnudaginn 1. maí n.k. kl.11:00 eru fermingarbörn vorsins 2017 og foreldrar þeirra boðuð til messu og á fund á eftir í Kópavogskirkju um fyrirkomulag fermingarfræðslu og fermingarnar framundan.
Um Kópavogskirkju
Skrifstofa safnaðarins er í Safnaðarheimilinu Borgum, Hábraut 1a og er opin virka daga á milli 09:00-13:00. Símanúmer kirkjunnar og safnaðarheimilis er: 554 1898. Póstfang safnaðarins er Hábraut 1a, 200 Kópavogur. Netfang: kopavogskirkja@kirkjan.is.
Sóknarprestur: Sr. Sigurður Arnarson: sigurdur.arnarson@kirkjan.is
Prestur: Sr. Grétar Halldór Gunnarsson: gretar.halldor.gunnarsson@kirkjan.is
Djákni Kópavogskirkju: Ásta Ágústsdóttir, netfang: asta.agustsdottir@kirkjan.is
Tónlistarstjóri: Elísa Elíasdóttir: elisaeliasdottir@gmail.com
Kirkjuvörður er Dóra Guðrún Þorvarðardóttir, netfang kirkjuvordur@kopavogskirkja.is
Kirkjan er opin eftir samkomulagi.
Nýjustu Fréttir
- Líf í trú – 7 skipta námskeið í Kópavogskirkjufebrúar 26, 2025 - 8:55 e.h.
- Fjölskylduguðsþjónusta á Æskulýðsdaginn 02/03/25febrúar 26, 2025 - 8:52 e.h.
- Bænir og versfebrúar 25, 2025 - 2:17 e.h.
- 25/2/25-Mál dagsinsfebrúar 24, 2025 - 2:16 e.h.
- Líf í trú – 7 skipta námskeið í Kópavogskirkjufebrúar 19, 2025 - 9:15 f.h.