ALLIR VELKOMNIR MEÐ OKKUR Í KIRKJUHLAUP KÓPAVOGS
Við hittumst tímanlega í Kópavogskirkju og byrjum á notarlegri stund saman þar sem Sigríður Ósk Kristjánsdóttir syngur tvo jólasálma og Lenka Mátéová leikur á orgel. Klukkan 17:40 verður klukkum Kópavogskirkju hringt og við leggjum af stað í sjálft hlaupið.
Við prófuðum þetta í fyrsta skiptið í fyrra og það tókst með eindæmum vel, því ákváðum við að endurtaka leikinn.
Hlaupinn verður ca. 10 km hringur
– ALLIR HLAUPA Á SÍNUM HRAÐA OG NJÓTA –
Hlaupið verður á milli nokkurra kirkna í Kópavogi:
Kópavogskirkja – Hjallakirkja – Lindakirkja – Digraneskirkja – Sunnuhlíðarkapella – Kapellan líknardeildinni – Kópavogskirkja
(Auðvelt að stytta í t.d. 7 km hring með því að sleppa Lindakirkju)
AÐ LOKNU HLAUPI ER BOÐIÐ UPPÁ HLAUPAVÆNAR VEITINGAR Í BORGUM – SAFNAÐARHEIMILI KÓPAVOGSKIRKJU.
Hlaupið er skipulagt af Sigurði Arnarsyni presti í Kópavogskirkju, í samvinnu við Hlaupahóp Þríkó og Bíddu Aðeins.