Mál dagsins 22. september

Mál dagsins 22. september hefst að venju með samsöng undir stjórn Lenku Mátéová og Friðrik Kristinssonar. Kl. 15:10 heldur Arna Schram erindi um menningarmálefni. Um kl. 15:30 er drukkið kaffi og með því. Stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund.

Allir hjartanlega velkomnir.

Tónlistarmessa 20. september

Tónlistarmessa verður í Kópavogskirkju 20. september n.k. kl.11:00. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn hefst í kirkjunni en flyst eftir messu upphaf í safnaðarheimilið Borgir.

Helgihaldið framundan

Helgihald og listviðburðir framundan í Kópavogskirkju, fram að áramótum 2015

13. september, kl. 11:00 Guðsþjónusta.

20. september, kl. 11:00 Tónlistarmessa.

27. september, kl.11:00 Guðsþjónusta, dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, prédikar og þjónar fyrir altari.

4. október, kl. 11:00 Guðsþjónusta. Dr. Karl Sigurbjörnsson, prédikar og þjónar fyrir altari.

11. október, kl. 11:00 Barna- og fjölskylduguðsþjónusta. Skólakór Kársnes syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Sunnudagaskólinn tekur þátt í guðsþjónustunni.

18. október, kl. 11:00 Guðsþjónusta. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, prédikar og þjónar fyrir altari.

25. október, kl.11:00 Guðsþjónusta.

1. nóvember, kl.11:00 „Allra heilagra messa“. Ásta Ágústsdóttir, djákni prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Arnarsyni. Beðið verður fyrir þeim með nafni, sem sóknarprestur kirkjunnar hefur jarðsungið frá 15. október 2014 til og með 15. október 2015. Að lokinni guðsþjónustu verður haldin fyrirlestur í safnaðarheimilinu „Borgum“ um sorg og sorgarviðbrögð.

8. nóvember, kl.11:00 Barna- og fjölskylduguðsþjónusta. Skólakór Kársnes syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Sunnudagaskólinn tekur þátt í guðsþjónustunni.

15. nóvember, kl. 11:00 Guðsþjónusta, dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, prédikar og þjónar fyrir altari.

22. nóvember, kl. 11:00 Guðsþjónusta.

29. nóvember, kl. 11:00 Tónlistarmessa. Fyrsti sunnudagur í aðventu.

6. desember, kl. 11:00 Barna- og fjölskylduguðsþjónusta með þátttöku Skólakórs Kársnes undir stjórn Áflheiðar Björgvinsdóttur. Sunnudagaskólinn tekur þátt í guðsþjónustunni. Annar sunnudagur í aðventu. Jólaball verður í safnaðarheimilinu „Borgum“ að lokinni guðsþjónustu. Allir velkomnir.

13. desember, kl. 11:00 Barna- og fjölskylduguðsþjónusta með þátttöku barna frá Leiksskólanum Kópasteini.

20. desember, kl. 11:00 Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, prédikar og þjónar fyrir altari.

Aðfangadagur, kl. 15:00 „Beðið eftir jólunum“. Sr. Sigurður og Þóra Marteinsdóttir annast stundina.

Aðfangadagur, kl. 18:00 Hátíðarguðsþjónusta, hátiðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar. Frá kl. 17:30 er flutt hátíðartónlist.

Jóladagur, kl. 14:00 Hátíðarguðsþjónusta. Ásta Ágústsdóttir, djákni prédikar.

Jóladagur, kl.15:15 Hátíðarguðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð.

Annar jóladagur, kl. 14:00 Skírnarstund

Gamlársdagur, kl. 18:00 Hátíðarguðsþjónusta. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, prédikar og þjónar fyrir altari.

Nýjársdagur, kl. 14:00 Hátíðarguðsþjónusta. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar.

10. janúar 2016, kl.11:00 Guðsþjónusta. Sunnudagaskólinn hefst aftur eftir jólafrí.

Sóknarprestur Kópavogskirkju, sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar í öllum guðsþjónustum og messum nema annað sé tekið fram. Kór Kópavogskirkju syngur undir í öllum messum og guðsþjónustum undir stjórn Lenku Mátéová nema annað sé tekið fram. Sunnudagaskóli hefst kl.11:00 í kirkjunni en flyst svo eftir upphaf í safnaðarheimilið. Umsjón með skólanum hafa: Þóra Marteinsdóttir, Oddur Örn Ólafsson og Bjarmi Hreinsson.

Samskot í guðsþjónustum 13. og 20. september

Biskup Íslands hvetur söfnuði Þjóðkirkjunnar að efna til samskota í kirkjum landsins sunnudaganna 13. september og 20. september nk. til stuðnings Hjálparstarfi kirkjunnar í starfsemi sinni innan ACT – Alliance á Sýrlandi og Jórdaníu.

Samskot verða í guðsþjónustum í Kópavogskirkju báða daganna í guðsþjónustum kl. 11:00.

Haustferð Kársnessafnaðar

Þriðjudaginn 15. september verður farið í haustferð á vegum Kársnessafnaðar. Lagt verður af stað kl.09:30 frá safnaðarheimilinu Borgum.

Farið verður til Stokkseyrar og nágrennið skoðað undir leiðsögn staðarkunnugra. Komið verður til baka á milli 16:00-17:00.

Verð á mann er 5000 krónur. Innifalið er rúta, hádegisverður og kaffi.

Skráningu lýkur föstudaginn 11. september kl. 13:00. Hægt er að skrá sig með að senda tölvupóst á netfangið: kopavogskirkja@kirkjan.is eða hringja á skrifstofu safnaðarins á milli 09:00-13:00 á virkum dögum.

Mal dagsins 8. september, 2015

Mál dagsins 8. september n.k. hefst kl.14:30 að venju með samsöng undir stjórn Lenku Mátéová og Friðriks Kristinssonar. Um kl.15:10 heldur Agnar Sigurvinsson erindi um Lúxemborg en hann hefur verið búsettur þar síðan 1965. Um kl. 15:30 verður drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun.

Allir hjartanlega velkomnir.

Barna- og fjölskylduguðsþjónunsta

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður sunnudaginn 6. september n.k. kl.11:00 í Kópavogskirkju. Sunnudagaskólinn hefur aftur starf eftir sumarfrí. Umsjón hafa sr. Sigurður Arnarson, Bjarmi Hreinsson og Þóra Marteinsdóttir.

Allir velkomnir.

Mál dagsins

Mál dagsins hefst aftur eftir sumarfrí 1. september n.k. kl. 14:30 í safnaðarheimilinu Borgum. Að venju verður samsöngur undir stjórn Lenku Mátéova og Friðriks Kristinssonar. Um kl. 15:10 mun Hafdís Bennett segja frá ljósmyndasýningu sinni í safnaðarheimilinu Borgum en Hafdís hefur verið búsett erlendis í um 60 ár. Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur kl.16:00 með bæn.

Allir hjartanlega velkomnir.

Messa 30. ágúst n.k.

Messa verður 30. ágúst n.k. kl.11:00 í Kópavogskirkju með þátttöku fermingarbarna vorsins 2016.

Ásta Ágústsdóttir, djákni flytur hugleiðingu og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Arnarsyni, sóknarpresti. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Eftir messu verður fundur um fermingarstörfin í safnaðarheimilinu Borgum fyrir fermingarbörnin og foreldra og forráðafólk þeirra.

Guðsþjónusta 16. ágúst kl.11:00

Guðsþjónusta verður sunnudaginn 16. ágúst kl.11:00 í Kópavogskirkju. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari.