Mál dagsins 13. janúar
Mál dagsins hefst á ný eftir jólafrí þriðjudaginn 13. janúar kl. 14.30.
Mál dagsins hefst á ný eftir jólafrí þriðjudaginn 13. janúar kl. 14.30.
Kristín Heimisdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands flutti eftirfarandi hugleiðingu í hátíðarguðsþjónustu í Kópavogskirkju á Nýjársdegi 2015
“Ég var að koma að Fitjum með um þúsund fjár eftir viku smalamennsku með bændum á Rangárvallaafrétti. Síminn búinn að vera batteríislaus í viku og ég algjörlega utan þjónustusvæðis fyrir mína nánustu. Ég hafði ekki miklar áhyggjur af sjálfstæðum börnum mínum í góðri umsjón eiginmannsins, en ákvað þó að skella símanum í rafmagn, þegar það bauðst. Duttu þá inn skilaboð frá Kópavogsklerknum – æskuvini mínum af Nesinu og skólafélaga úr Menntaskólanum. Og þegar maður er að koma af fjalli, þar sem vaknað er klukkan sex á morgnana, sest í hnakkinn klukkan átta og gengið á fjöll fram í myrkur, þá telur maður sig geta allt. Þess vegna stend ég hér – því þegar beiðnin frá Sigurði kom um að halda þessa tölu, fannst mér það minnsta mál í heimi. Um leið og búið var að rétta og ég var komin til byggða, fóru að renna á mig tvær grímur yfir hvatvísinni…..
Ég ákvað því í ár að kaupa 200 jólakort í stað þess að föndra þau, eins og ég hef alla tíð gert, og nota heldur tímann til lesturs. Ég fann til bók nokkra frá árinu 1976, þar sem predikanir langafa míns, séra Sigurjóns Jónssonar á Kirkjubæ í Hróarstungu eru ritaðar. “Ég gæti sloppið billega… kannski finn ég bara eina góða predikun og flyt hana?” hugsaði ég. Þar sem langafi Sigurjón lést áður en ég fæddist – og er ég nú samkvæmt nýrri skilgreiningu orðin gott betur en roskin – átti ég nú ekki von á því að mikið gagn væri í þessum ræðum – skrifaðar á miðri síðustu öld. En annað átti eftir að koma í ljós. Þegar umræðan um kirkjuferðir skólabarna á aðventu náðu hámarki um miðjan desembermánuð, sökkti ég mér ofan í ræðurnar og fann þar djúpan samhljóm. Séra Sigurjón lagði áherslu á að það skipti ekki máli hvaða trú maðurinn játar. Hann segir í einni tölu sinni: “Þeim fer fjölgandi, sem eru að fráhverfast umbúðakristni og í hennar stað flytja ómengaða kristna kenningu. En kjarni þeirrar kenningar er sá, að Guð sé kærleikur og þar sem hann sé faðir allra manna, ætti mannkynið allt að skoðast sem ein fjölskylda, bundin sáttmála bræðralagsins. Þessi skoðun á fagnaðarerindinu er langlíklegust til að vinna hjörtu manna, hvort sem þeir búa í austri eða vestri.” Og hann bætti við:
Gamlársdagur, 31. desember, kl. 18:00. Guðsþjónusta, sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Tónlistarflutningur með óhefðbnu sniði, Kristín Stefánsdóttir og félagar sjá um tónlistarflutning.
Nýjársdagur, 1. janúar, kl. 14:00. Hátíðarguðsþjónusta. Kristín Heimisdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands flytur hugleiðingu. Sr. Sigurður Arnarson, þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Hátíðarsöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar.
11. janúar, 2015 kl. 11:00. Guðsþjónusta. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn hefst aftur eftir jólafrí.
Aðfangadagur, 24. desember, kl. 15:00. Beðið eftir jólunum, helgistund með sunnudagaskólaívafi. Sunnudagaskólakennarar og sóknarprestur annast stundina.
Aðfangadagur, 24. desember, kl. 18:00. Hátíðarguðsþjónusta. Ásta Ágústsdóttir, djákni prédikar. Sr. Sigurður Arnarson þjónar fyrir altari. Einsöngur: Þórunn Elín Pétursdóttir og einleikur á flautu: Hafdís Vigfúsdóttir. Hátíðarsöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar. Hátíðartónlist flutt frá kl. 17:30.
Jóladagur, 25. desember, kl.14:00. Hátíðarguðsþjónusta, dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Hátíðarsöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar.
Annar jóladagur, 26. desember, kl. 11:00. Kópavogskirkjuganga. Stutt helgistund í kirkjunni og að henni lokinni verður boðið upp á í samvinnu við Sögufélag Kópavogs hálftíma göngu um Kársnes undir stjórn Frímanns Inga Helgasonar. Á eftir verður boðið upp á “gönguvænar” veitingar í safnaðarheimilinu Borgum.
Gamlársdagur, 31. desember, kl. 18:00. Guðsþjónusta með óhefbundnu sniði. Kristín Stefánsdóttir og félagar sjá um tónlistarflutning.
Nýjársdagur, 1. janúar, kl. 14:00. Hátíðarguðsþjónusta. Kristín Heimisdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands flytur hugleiðingu. Hátíðarsöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar.
Í öllum guðsþjónustum prédikar og þjónar sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur og Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, nema annað sé tekið fram.
Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 21. desember n.k. kl. 11:00. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn hefst að venju kl. 11:00 í kirkjunni.
“Mál dagsins” fellur niður í dag, þriðjudaginn 16. desember vegna veðurs. Starfið hefst aftur þriðjudagin 13. janúar, 2015 kl. 14:30 eftir jólafrí.
Birta – Landssamtök standa fyrir opnu húsi þriðjudaginn 16. desember kl 20:00 í Grafarvogskirkju.
Gestir kvöldsins verða tveir, en það eru þær:
Samveran er öllum opin og þeim að kostnaðarlausu.
Kópavogskirkju, laugardagskvöldið 20. desember kl. 21:
Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin. Hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart í tuttugu og tvö ár og þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu. Hópinn skipa að þessu sinni þau Ármann Helgason, klarinettuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir og Bryndís Pálsdóttir fiðluleikarar, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Sigurður Haldórsson, sellóleikari. Á dagskránni eru tvær af perlum Mozarts “Eine kleine Nachtmusik” Kv. 525 og Klarinettukvintettinn K. 581.
Að venju lýkur tónleikunum á því að Camerarctica leikur jólasálminn góða,”Í dag er glatt í döprum hjörtum.”
Tónleikarnir eru klukkustundarlangir og hefjast klukkan 21.00. Aðgangseyrir er kr.2500 og kr.1500 fyrir nemendur og eldri borgara og frítt inn fyrir börn. Miðasala við innganginn.
Grafarvogskirkju 18. desember kl. 20.
Oft er erfitt að horfa fram til jóla þegar ástvinur hefur fallið frá. Samveran er sérstaklega hugsuð til að styðja fólk í þessum aðstæðum. Jólasálmar. Hamrahlíðarkórinn. Hugvekja: sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Minningarstund.
Kirkjugestir geta tendrað ljós og minnst þannig látinna ástvina sinna. Samveran er túlkuð á táknmál. Léttar veitingar eftir samveruna.
Landspítalinn, Þjóðkirkjan og Ný Dögun
Næsta guðsþjónusta verður sunnudaginn 14. desember n.k. kl. 11:00 í Kópavogskirkju. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn hefst að venju í kirkjunni.
Skrifstofa safnaðarins er í Safnaðarheimilinu Borgum, Hábraut 1a og er opin virka daga á milli 09:00-13:00. Símanúmer kirkjunnar og safnaðarheimilis er: 554 1898. Póstfang safnaðarins er Hábraut 1a, 200 Kópavogur. Netfang: kopavogskirkja@kirkjan.is.
Sóknarprestur: Sr. Sigurður Arnarson: sigurdur.arnarson@kirkjan.is
Prestur: Sr. Grétar Halldór Gunnarsson: gretar.halldor.gunnarsson@kirkjan.is
Djákni Kópavogskirkju: Ásta Ágústsdóttir, netfang: asta.agustsdottir@kirkjan.is
Tónlistarstjóri: Elísa Elíasdóttir: elisaeliasdottir@gmail.com
Kirkjuvörður er Dóra Guðrún Þorvarðardóttir, netfang kirkjuvordur@kopavogskirkja.is
Kirkjan er opin eftir samkomulagi.