Guðsþjónusta 21. desember kl. 11:00

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 21. desember n.k. kl. 11:00.  Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn hefst að venju kl. 11:00 í kirkjunni.

“Mál dagsins” 16. desember fellur niður vegna veðurs

“Mál dagsins” fellur niður í dag, þriðjudaginn 16. desember vegna veðurs. Starfið hefst aftur þriðjudagin 13. janúar, 2015 kl. 14:30 eftir jólafrí.

Opið hús hjá Birtu – Landssamtökum

Birta – Landssamtök standa fyrir opnu húsi þriðjudaginn 16. desember kl 20:00 í Grafarvogskirkju.

Gestir kvöldsins verða tveir, en það eru þær:

  • Margrét Blöndal hjúkrunarfræðingur, sem mun fjalla um streitu aðstandenda í kjölfar skyndidauða. Margrét    starfar nú um stundir sem sjálfstæður meðferðaraðili  en hún hefur langa reynslu af störfum í nálægð dauðans, m.a. við áfallamiðstöð Landspítalans.
  • Guðrún Karls Helgudóttir prestur í Grafarvogskirkju, sem mun vera með jólahugleiðingu þar sem hún ræðir um sorg og jól.

Samveran er öllum opin og þeim að kostnaðarlausu.

Mozart við kertaljós

Kópavogskirkju, laugardagskvöldið 20. desember kl. 21: 

Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin.  Hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart í tuttugu og tvö ár og þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu. Hópinn skipa að þessu sinni þau Ármann Helgason, klarinettuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir og Bryndís Pálsdóttir fiðluleikarar, Svava  Bernharðsdóttir víóluleikari og Sigurður Haldórsson, sellóleikari. Á dagskránni eru tvær af perlum Mozarts “Eine kleine Nachtmusik” Kv. 525 og Klarinettukvintettinn K. 581.

IMG_9826-150x150

Að venju lýkur tónleikunum á því að Camerarctica leikur jólasálminn góða,”Í dag er glatt í döprum hjörtum.”

Tónleikarnir eru klukkustundarlangir og hefjast klukkan 21.00. Aðgangseyrir er kr.2500 og kr.1500 fyrir nemendur og eldri borgara og frítt inn fyrir börn. Miðasala við innganginn.

Samvera á aðventu fyrir syrgjendur

Grafarvogskirkju 18. desember kl. 20. 

Oft er erfitt að horfa fram til jóla þegar ástvinur hefur fallið frá. Samveran er sérstaklega hugsuð til að styðja fólk í  þessum aðstæðum.  Jólasálmar. Hamrahlíðarkórinn. Hugvekja: sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Minningarstund.

Kirkjugestir geta tendrað ljós og minnst þannig látinna ástvina sinna. Samveran er túlkuð á táknmál. Léttar veitingar eftir samveruna.

Landspítalinn, Þjóðkirkjan og Ný Dögun

Guðsþjónusta 3. sunnudag í aðventu

Næsta guðsþjónusta verður sunnudaginn 14. desember n.k. kl. 11:00 í Kópavogskirkju.  Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Sunnudagaskólinn hefst að venju í kirkjunni.

Starf fyrir 1.-4. bekk

Starf fyrir 1.-4. bekk verður miðvikudaginn 10. desember n.k. Eftir jólafrí hefst starfið aftur miðvikudaginn 14. janúar 2015.

Mál dagsins 16. desember n.k.

Mál dagsins 16. desember n.k. hefst kl 14:30 með samsöng.  Síðan mun börn af elstu deild leiksskólans Marbakka syngja.  Stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund.  Mál dagsins hefst aftur eftir jólafrí þriðjudaginn 13. janúar 2015.

Mál dagsins

Mál dagsins verður þriðjudaginn 9. desember n.k.  og hefst að venju kl. 14:30 með samsöng.  Stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund.

Næsti vetrarfermingarfræðslutími

Næsti vetrarfermingarfræðslutími verður mánudaginn 15. desember n.k. kl. 15:10 í safnaðarheimilinu Borgum.  Vetrarfermingarfræðslan hefst aftur eftir jólafrí mánudaginn 12. janúar 2015 kl. 15:10 í safnaðarheimilinu Borgum.