Helgistund og Mál dagsins

Íhugunarstundir

Mál dagsins

Starf fyrir börn í 1-2 bekk

Kirkjustarf fyrir börn í 1-2.bekk hefst aftur 12. september n.k.

Kópavogskirkja er með spennandi og skemmtilegt kirkjustarf fyrir börn í 1.-2. bekk og fer starfið fram í safnaðarheimilinu Borgum á mánudögum frá 15:30-16:30.

Börnin syngja til dæmis: saman og læra um kristileg gildi. Einnig er farið í leiki, spilað, föndrað og perlað svo fátt eitt sé nefnt.

Boðið er upp á að sækja börnin í Vinahól/Frístund Kársneskóla og svo geta foreldrar náð í þau í safnaðarheimilið kl. 16:30 þegar starfinu lýkur. Ef óskað er eftir að náð sé í börnin í Frístund/Vinarhól þarf að hafa samband við þau og einnig að senda tölvupóst á netfangið: kopavogskirkja@kirkjan.is

Prjónahópur

Prjónahópur Kópavogskirkju hittist tvisvar í mánuði. Fyrsta og þriðja hvert þriðjudagskvöld hvers mánaðar yfir vetrartímann frá kl.19.30-21:30 í safnaðarheimilinu Borgum. Fólk kemur með hannyrðir s.s. prjóna, hekl og útsaum, spjallar og ber etv. saman bækur sínar og fær nýjar hugmyndir. Boðið er uppá kaffi og te.
Allir eru hjartanlega velkomnir.

Fyrsta prjónakvöld haustsins 2022 hefst 6. september.

Vetrarfermingarfræðsla

Vetrarfermingarfræðsla hefst miðvikudaginn 7. september n.k. kl.15:45 og er fyrir þau, sem sóttu ekki sumarfermingarnámskeið.

Kyrrðarstundir í Kópavogskirkju á þriðjudögum kl.12:15

Kyrrðarstundir hefjast í Kópavogskirkju þriðjudaginn 6. september n.k. kl.12:15 og eru vikulega. Fyrirbænir, tónlist og íhugun. Léttur hádegisverður á eftir í safnaðarheimilinu Borgum.

Helgihald í Kópavogskirkju sept-des 2022

Dagskrá helgihalds í Kópavogskirkju

4. sept. Barna og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00. Skólakór Kársness syngur. Sr. Sigurður Arnarson.

11. september. Messa kl. 11.00. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson settur inn í embætti prests við Kópavogskirkju.

18. september Guðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson.

25. september Messa kl. 11.00. Sr. Sigurður Arnarson.

2. október Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00. Skólakór Kársness syngur. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson.

9. október Guðsþjónusta kl. 11.00. Bleikur október. Sr. Sigurður Arnarson.

16. október Guðsþjónusta kl. 11.00.Þýskur kór heimsækir kirkjuna. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson.

23. október Guðþjónusta kl. 11.00. Sr. Sigurður Arnarson.

30. október Guðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson.

6. nóvember Allra heilagra messa kl. 11.00. Þeirra minnst sem jarðsungnir hafa verið síðastliðið ár
Sr. Sigurður Arnarson og sr. Grétar Halldór Gunnarsson þjóna.

13. nóvember Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00. Skólakór Kársness. Sr. Sigurður Arnarson.

20. nóvember Guðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson.

27. nóvember Guðsþjónusta kl. 11.00. 1. sunnudagur í aðventu. Sr. Sigurður Arnarson.
27. nóvember Aðventukvöld kl.20:00.

4. desember Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00. Skólakór Kársness syngur. Báðir prestar. Jólaball á eftir í safnaðarheimilinu Borgum – „Hátíð barnanna“.

11. desember Guðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson. „Listin í Kópavogskirkju“.

18. desember Hátíðarguðsjónusta kl. 11.00 vegna 60 ára vígsluafmæli Kópavogskirkju. Agnes M. Sigurðardóttir biskupÍ Íslands vísiterar Kársenssöfnuð, prédikar og þjónar ásamt prestum og djákna safnaðarins.

24. desember Beðið eftir jólunum á aðfangadag kl.15:00. Skólakór Kársness syngur. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson

24. desember Aftansöngur á aðfangadag kl. 18.00 Sr. Sigurður Arnarson.

24. desember Aftansöngur kl. 23.30. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson.

25. desember Hátíðarguðsþjónusta kl.14:00. Sr.Sigurður Arnarson og Ásta Ágústdóttir, djákni.

25. desember Hátíðarguðsþjónusta á jóladag kl.15:15 á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Sr.Sigurður Arnarson og Ásta Ágústdóttir, djákni.

31. desember Aftansöngur á gamlársdag kl.18:00. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson

1.janúar 2023 Hátíðarguðsþjónusta á nýársdag kl14:00.Sr.Sigurður Arnarson

Lenka Mátéová organisti leikur í öllum athöfnum og Kór Kópavogskirkju syngur nema annars sé getið.