Kyrrðarstund 10/9/24 kl. 20:00 í Kópavogskirkju á alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga
/in Fréttir, Frontpage Article, Images, News, Uncategorized/by Sigurður ArnarsonÍ tilefni af Gulum september og alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga verður haldin kyrrðarstund í Kópavogskirkju þann 10. september kl.20:00.
Tilgangur dagsins er að vinna saman að forvörnum sjálfsvíga, minnast þeirra sem dáið hafa í sjálfsvígi og sýna aðstandendum sem misst hafa í sjálfsvígi samkennd og stuðning.
Allir eru hvattir til að kveikja á kerti og setja út í glugga 10. september kl.20:00.
Sunnudagsskólinn hefst 8. september kl. 11:00 í Kópavogskirkju
/in Fréttir, Frontpage Article, Images, News, Uncategorized/by Sigurður ArnarsonSunnudagaskólinn hefst aftur eftir sumarfrí 8. september n.k. kl. 11:00 í Kópavogskirkju
/in Fréttir, Frontpage Article, Images, News, Uncategorized/by Sigurður ArnarsonBarna- og fjölskylduguðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 8. september n.k. kl.11:00 og tekur sunnudagaskólinn þátt í stundinni. Sr. Sigurður Arnarson leiðir stundina ásamt sunnudagaskólaleiðtogum. Allir hjartanlega velkomnir
Messa 11/8/24 kl.11:00
/in Fréttir, Frontpage Article, Images, News, Uncategorized/by Sigurður ArnarsonHelgistund 14/7/24 kl.11:00
/in Fréttir, Frontpage Article, Images, News, Uncategorized/by Sigurður ArnarsonMessa 26/5/24 kl.11:00
/in Fréttir, Frontpage Article, Images, News, Uncategorized/by Sigurður ArnarsonAndlát – Ingvar Hólmgeirsson, sjálfboðaliði í Máli dagsins í Kársnessókn
/in Fréttir, Frontpage Article, Images, News, Uncategorized/by Sigurður ArnarsonIngvar Hólmgeirsson, skipstjóri og útgerðarmaður lést þann 9. maí s.l. og útför hans hefur farið fram í kyrrþey. Ingvar sótti um árabil Mál dagsins í Kársnessöfnuði og spilaði, þar sem sjálfboðaliði á harmonikku vikulega yfir vetrartímann. Ingvar ólst upp frá þriggja ára aldri í Flatey á Skjálfanda en bjó lengst af á Húsvík og starfaði, sem skipstjóri og útgerðarmaður. Ingvar lék á harmonikku frá 10 ára aldri. Þórunn Björnsdóttir, kórstjóri stjórnaði samsöng í Máli dagsins síðastliðinn vetur. Hún minnist Ingvars með eftirfarandi orðum: „Ég var nú frekar treg að taka að mér söngstjórn í Mál dagsins, ekki viss hvort ég kynni nú öll „gömlu lögin“ en ótti minn hvarf þegar vígreifur harmonikkuleikari tók fallega á móti mér og lofaði að vera mér til halds og trausts. Eftir að við höfðum spilað saman fyrsta lagið, þá féll ég fyrir þessum stóra músíkalska manni og við náðum ótrúlega vel að stilla saman okkar strengi og sameinast um lagaval og tóntegundir. Ingvar kenndi mér ýmsar nýjar hljómabrellur og hafði gaman af að rugla mig stundum. Ég sagði oft að ég hefði viljað kynnast honum fyrr og þá hefði ég fengið hann stundum í heimsókn þegar ég var að kenna tónmennt í Kársnesskóla. Harmonikan hefur alltaf verið mitt uppáhalds hljóðfæri.“
Um Kópavogskirkju
Skrifstofa safnaðarins er í Safnaðarheimilinu Borgum, Hábraut 1a og er opin virka daga á milli 09:00-13:00. Símanúmer kirkjunnar og safnaðarheimilis er: 554 1898. Póstfang safnaðarins er Hábraut 1a, 200 Kópavogur. Netfang: kopavogskirkja@kirkjan.is.
Sóknarprestur: Sr. Sigurður Arnarson: sigurdur.arnarson@kirkjan.is
Prestur: Sr. Grétar Halldór Gunnarsson: gretar.halldor.gunnarsson@kirkjan.is
Djákni Kópavogskirkju: Ásta Ágústsdóttir, netfang: asta.agustsdottir@kirkjan.is
Tónlistarstjóri: Elísa Elíasdóttir: elisaeliasdottir@gmail.com
Kirkjuvörður er Dóra Guðrún Þorvarðardóttir, netfang kirkjuvordur@kopavogskirkja.is
Kirkjan er opin eftir samkomulagi.
Nýjustu Fréttir
- Upphaf aðventu í Kópavogskirkjunóvember 26, 2024 - 9:19 e.h.
- Messa & sunnudagaskóli 24/11/24nóvember 21, 2024 - 12:03 e.h.
- „Dag í senn“ – messa 17. nóvember 2024nóvember 12, 2024 - 3:33 e.h.
- Barna og fjölskylduguðsþjónusta 10/11/24nóvember 6, 2024 - 11:04 f.h.
- Guðsþjónusta 3. nóvember kl. 11:00 í Kópavogskirkjuoktóber 30, 2024 - 9:50 f.h.