Jólin í Kópavogskirkju

Vegna hertra sóttvarnarreglna verður aftansöng í Kópavogskirkju þann 24. desember kl.18:00 í Kópavogskirkju streymt á Facebook síðu Kópavogskirkju (kirkjan ekki opin). Ásta Ágústsdóttir, djákni prédikar og sr. Sigurður Arnarson þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Kópavogskirkju leiða söng undir stjórn Lenku Mátéová, kantors.
 
Á jóladag 25. desember verður ekki hátíðarguðsþjónusta í kirkjunni en streymt jólakveðju frá kirkjunni á facebook.
Gleðileg jól.

 

Tónlistarguðsþjónusta 1. sunnudag í aðventu kl.11:00

Tónlistarguðsþjónusta verður fyrsta sunnudag í aðvetnu kl. 11:00 í Kópavogskirkju.  Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari.  Skátar afhenda „Friðarloga“ frá Betlehem.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors.  Litur aðvetnunnar í kirkjuárinu er fjólublár og táknar hann íhugun.  Allir hjartanlega velkomnir.

Sunnudagaskóli 28. nóvember kl. 11:00 í safnaðarheimilinu Borgum

🌟SUNNUDAGASKÓLI 28. NÓVEMBER🌟
Sunnudagaskólinn verður aftur á dagskrá næsta sunnudag kl 11:00 í safnaðarheimilinu Borgum🙂
Við ætlum að spjalla saman um aðventuna, syngja, skreyta pikparkökuhús og hver veit nema Rebbi og Mýsla láti sjá sig🦊🐭
Hlökkum til að sjá ykkur!

Mál dagsins 23. nóvember

Mál dagsins verður þriðjudaginn 23. nóvember frá kl. 14:30-16:00 í safnaðarheimilinu Borgum. Stundin hefst með samsöng undir stjórn Gríms Sigurðssonar og Lenku Mátéová. Um kl.15:05 flytur dr. Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor við Háskóla Íslands erindið „Jórsalir í sögu og samtíð.“ Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun. Allir hjartanlega velkomnir.

Sunnudagaskóli 21. nóvember kl.11:00 fellur niður, streymt í staðinn á „Facebókarsíðu“ kirkjunnar

Sunnudagaskólinn 21. nóvember n.k. fellur niður.  Streymt verður í staðinn sunnudagaskóla á „Facebókarsíðu“ kirkjunnar kl.11:00 sama dag.

Guðsþjónusta í Kópavogskirkju 21. nóvember kl.11:00

Guðsþjónusta verður sunnudaginn 21. nóvember kl. 11:00 í Kópavogskirkju. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová.

Helgistund 14. nóvember á netinu vegna samkomutakmarkanna kl.11:00 á „Facebókarsíðu“ Kópavogskirkju

Vegna samkomutakmarkanna vegna Covid19 verður helgistund á „Facebókarsíðu“ Kópavogskirkju 14. nóvember kl.11:00. Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur og Ásta Ágústsdóttir leiða stundina og félagar í Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová, kantors.
Minnst verður þeirra, sem eru látin eru og beðið með nafni fyrir þeim, sem prestar Kópavogskirkju hafa jarðsungið síðastliðið ár.

Mál dagsins 9. nóvember

Mál Dagsins hefst í safnaðarheimilinu Borgum kl. 14:30 þann 9. nóvember með samsöng. Klukkan 15:10 kemur Auður Jónsdóttir, rithöfundur í heimsókn. Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur kl.16:00 með stuttri bæn og blessun.

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta 7. nóvmber kl. 11:00 í Kópavogskirkju

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta sunnudaginn 7. nóvember (ásamt sunnudagaskólanum) í Kópavogskirkju kl.11:00. Skólakór Kársnes syngur undir stjórn Þóru Marteinsdóttur. Allir hjartanlega velkomnir.

Bleik messa 31. október kl.11:00 í Kópavogskirkju

Bleik messa í tilefni af bleikum október sunnudaginn 31.október kl. 11:00 í Kópavogskirkju. Hugleiðing: Ragnheiður Haraldsdóttir hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi forstjóri Krabbameinsfélagsins. Konur úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Peter Máté. Konur lesa ritningarlestra og bænir.