Kópavogskirkja opnar aftur eftir endurbætur

Sunnudaginn 24. október n.k. kl.11:00 verður því fagnað í guðsþjónustu í Kópavogskirkju að endurbótum á steindum gluggum Gerðar Helagdóttur og umgjörð þeirra er lokið en þær hafa staðið með hléum frá júní 2018. Í guðsþjónustunni mun sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur prédika og fyrir altari þjóna sr. Sjöfn Jóhannesdóttir og Ásta Ágústsdóttir, djákni. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Peter Máté. Anna Maria Tabaczynska leikur á flautu. Kirkjan verður svo opin á eftir guðsþjónstunni til kl.15:00 og gefst þá gestum að virða endurbæturnar fyrir sér. Kl. 12:30-12:50 segir sr. Sigurður frá endurbótunum og verki Gerðar. Allir hjartanlega velkomnir.

Mál dagsins 19. október

Mál dagsins hefst þriðjudaginn 19. október kl.14:30 með samsöng undir stjórn Gríms Sigurðssonar og Lenku Mátéová.  Kl.15:05 heldur sr. Þorvaldur Karl Helgason, fyrrum biskupsritari erindi um „Halaveðrið“.  Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og með því og stundinni lýkur með bæn og blessun kl.16:00.  Allir hjartanlega velkomnir.

Sunnudagaskóli

Sunnudagaskólinn verður næst 24. október n.k. kl.11:00 í safnaðarheimilinu Borgum.  Gleði og kærleikur ráða þar ríkjum undir leiðsögn guðfræðinganna: Hjördísar Perlu Rafnsdóttur og Laufeyjar Brár Jónsdóttur.  Góðir gestir koma í heimsókn.  Allir hjartanlega velkomnir.

Sunnudagaskóli 17. október kl.11:00 í safnaðarheimilinu Borgum.

Sunnudagaskóli verður 17. október n.k. kl. 11:00 í safnaðarheimilinu Borgum.  Laufey Brá Jónsdóttir og Hjördís Perla Rafnasdóttir, leiða starfið.  Allir hjartanlega velkomnir.

Guðsþjónusta 17. október kl. 11:00 í safnaðarheimilinu Borgum

Guðsþjónusta verður sunnudaginn 17. október kl. 11:00 í safnaðarheimilinu Borgum.  Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir, prédikar og þjónar fyrir altari.  Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová.

Mál dagsins 12. október n.k.

Mál dagins þriðjudaginn 12. október n.k. hefst að venju með samsöng kl.14:30 í safnaðarheimilinu Borgum. Sönginn leiða Grímur Sigurðsson og Lenka Mátéová. Um kl. 15:05 flytur Egill Þórðarson, loftskeytamaður erindi um „Halaveðrið“. Um kl. 15:30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur með bæn og blessun. Allir hjartanlega velkomnir

Sunnudagaskóli 10. október kl. 11:00 í kapellu safnaðarheimilisins.

Sunnudagaskóli verður 10. október kl. 11:00 í kapellu safnaðarheimilisins.  Hjördís Perla Rafnsdóttir og Laufey Brá Jónsdóttir, guðfræðingar leiða skólann.

Guðsþjónusta 10. október í safnaðarheimiinu Borgum kl.11:00

Guðsþjónusta verður í safnaðarheimilinu Borgum, sunnudaginn 10. október kl. 11:00.  Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ástu Ágústsdóttur, djákna.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors.  Á eftir guðsþjónustu verður stuttur fundur um fermingarstarfið í vetur en fermingarbörnum vetrarins, foreldrum og forráðafólki er boðið sérstaklega til guðsþjónustunnar.

„Jón Múli á léttum nótum“ – Mál dagsins þriðjudaginn 5. október

„Jón Múli á léttum nótum“. Í Máli dagsins þriðjudaginn 5. október n.k. kl. 14:30 mun Lenka Mátéová og Grímur Sigurðsson leiða samsöng. Klukkan 15:10-15:30 mun Helgi Ágústsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri og sendiherra segja meðal annars: frá kynnum sínum af Jóni Múla Árnasyni. Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur með bæn og blessun kl.16:00.
 
Fyrir þau sem vilja er helgistund í kapellunni í safnaðarheimilinu sama dag kl. 13:45.

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður sunnudaginn 3. október kl.11:00 í safnaðarheimilinu Borgum. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir leiðir stundina ásamt sunnudagskólaleiðtogum. Börn úr Kársnesskóla syngja undir stjórn Þóru Marteinsdóttur.