Mál dagsins 12. október n.k.

Mál dagins þriðjudaginn 12. október n.k. hefst að venju með samsöng kl.14:30 í safnaðarheimilinu Borgum. Sönginn leiða Grímur Sigurðsson og Lenka Mátéová. Um kl. 15:05 flytur Egill Þórðarson, loftskeytamaður erindi um „Halaveðrið“. Um kl. 15:30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur með bæn og blessun. Allir hjartanlega velkomnir

Sunnudagaskóli 10. október kl. 11:00 í kapellu safnaðarheimilisins.

Sunnudagaskóli verður 10. október kl. 11:00 í kapellu safnaðarheimilisins.  Hjördís Perla Rafnsdóttir og Laufey Brá Jónsdóttir, guðfræðingar leiða skólann.

Guðsþjónusta 10. október í safnaðarheimiinu Borgum kl.11:00

Guðsþjónusta verður í safnaðarheimilinu Borgum, sunnudaginn 10. október kl. 11:00.  Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ástu Ágústsdóttur, djákna.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors.  Á eftir guðsþjónustu verður stuttur fundur um fermingarstarfið í vetur en fermingarbörnum vetrarins, foreldrum og forráðafólki er boðið sérstaklega til guðsþjónustunnar.

„Jón Múli á léttum nótum“ – Mál dagsins þriðjudaginn 5. október

„Jón Múli á léttum nótum“. Í Máli dagsins þriðjudaginn 5. október n.k. kl. 14:30 mun Lenka Mátéová og Grímur Sigurðsson leiða samsöng. Klukkan 15:10-15:30 mun Helgi Ágústsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri og sendiherra segja meðal annars: frá kynnum sínum af Jóni Múla Árnasyni. Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur með bæn og blessun kl.16:00.
 
Fyrir þau sem vilja er helgistund í kapellunni í safnaðarheimilinu sama dag kl. 13:45.

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður sunnudaginn 3. október kl.11:00 í safnaðarheimilinu Borgum. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir leiðir stundina ásamt sunnudagskólaleiðtogum. Börn úr Kársnesskóla syngja undir stjórn Þóru Marteinsdóttur.

Mál dagsins 28. september

Mál dagsins verður 28. september kl.14:30-16:00, Stundin hefst á samsöng undir stjórn Lenku Máteóvá og Friðriks Kristinssonar. Klukkan 15:10 heldur Hildur Hákonardóttir erindi um „Biskupsfrúr í Skálholti“. Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og með því og lýkur stundinni klukkan 16:00 með stuttri bæn og blessun. Allir hjartanlega velkomnir.

Mál dagsins hefst aftur þriðudaginn 7. september n.k. kl.14:30

Mál dagsins hefur aftur göngu sína þriðjudaginn 7. septmeber n.k. kl.14:30-16:00 í safnaðarheimilinu Borgum.  Friðrik Kristinsson, kórstjóri og Lenka Mátéová, kantor leiða samsöng.  Flutt verður svo 20 mínútna erindi og kaffi drukkið kl.15:30.  Stundinni lýkur með bæn og blessun. Allir hjartanlega velkomnir.

Helgistund 5. september í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11:00

Helgistund verður í safnaðarheimilinu Borgum sunnudaginn 5. september n.k. kl.11:00.  Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir, prédikar og þjónar fyrir altari.  Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová.  Allir hjartanlega velkomnir.

Sunnudagaskólinn hefst 19. septmeber kl.11:00 í safnaðarheimilinu Borgum

Hjördís Perla Rafnasdóttir og Laufey Brá Jónsdóttir, guðfræðingar leiða sunnudagaskólann í vetur.  Stundirnar eru að öllu jöfnu í safnaðarheimilinu Borgum en einu sinni í mánuði tekur skólinn þátt í barna- og fjölskylduguðsþjónustu í safnaðarheimilinu.  Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt og allir hjartanlega velkomnir.

Ferming sunnudaginn 29. ágúst kl.11:00 í safnaðarheimilinu Borgum

Ferming verður sunnudaginn 29. ágúst n.k. kl.11:00 í safnaðarheimilinu Borgum. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Kristínar Jóhannesdóttur.