Sunnudagaskóli 14. mars kl.11:00 í safnðarheimilinu Borgum

Sunnudagaskóli verður 14. mars kl.11:00 í safnaðarheimilinu Borgum.

Guðsþjónusta 14. mars kl.11:00

Guðsþjónusta sunnudaginn 14. mars n.k. kl. 11:00 í Kópavogskirkju. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum.

Barna- og æskulýðsguðsþjónusta sunnudaginn 7. mars kl.11:00

Barna- og æskulýðsguðsþjónusta verður sunnudaginn 7. mars kl.11:00 í Kópavogskirkju á Æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir leiðir stundina ásamt Hjördísi Perlu Rafnsdóttur, guðfræðingi sem flytur hugvekju. Félagar úr Skólakór Kársnes syngja undir stjórn Áflheiðar Björgvinsdóttur. Fermingarbörn vetrarins taka þátt í helgihaldinu ásamt sunnudagaskólanum.

Sunnudagaskóli 28. febrúar kl.11:00 í safnaðarheimilinu Borgum

Sunnudagaskóli verður í safnaðarheimilinu Borgum, sunnudaginn 28. febrúar n.k. kl.11:00.  Allir hjartanlega velkomnir.

Guðsþjónusta 28. febrúar kl. 11:00

Guðsþjónusta verður sunnudaginn 28. febrúar n.k. kl.11:00 í Kópavogskirkju.  Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Máteóva.

Vetrarhátíð Kópavogskirkja

Vetrarhátíð Kópavogskirkja + Gerður Helgadóttir

Í tilefni Vetrarhátíðar verður Kópavogskirkja og steindir gluggar Gerðar Helgadóttur baðaðir í ljósi og litum, föstudaginn 6. febrúar kl. 18-24.
Inni í Kópavogskirkju verður sýningin Alsjáandi þar sem má sjá tillögur Gerðar Helgadóttur að altaristöflu í Kópavogskirkju. Tillögurnar vann Gerður árið 1971 en samkomulag náðist ekki um innihald þeirra og urðu þær því ekki að veruleika. Á sýningunni gefst gestum færi á að skoða skissurnar í því samhengi sem þær voru hugsaðar, inni í kirkjunni ásamt steindum gluggum Gerðar Helgadóttur.

Sýningarstjóri: Anna Karen Skúladóttir

Kópavogskirkja verður opin gestum á föstudag, 5. febrúar kl. 17-21 og um helgina, 6.-7. febrúar, kl. 12-16. Laugardaginn 6. febrúar verður leiðsögn um sýninguna með Önnu Karen Skúladóttur, Hallgerði Hallgrímsdóttur og Sigurði Arnarsyni, sóknarpresti Kópavogskirkju.

Winter Lights Festival Kópavogur Church + Gerður Helgadóttir

Kopavogur Church and Gerður Helgadóttir’s stained glass windows will be bathed in light and colours on Friday, 6 – 12 p.m. Inside the church, Gerður Helgadóttir’s proposals for an altarpiece will be exhibited. Gerður worked on the proposals in 1971, but no agreement was reached on their content and they did not materialize. In the exhibition, visitors are given the opportunity to view the sketches in the context in which they were conceived, inside the church together with Gerður Helgadóttir’s stained glass windows.

Kópavogur Church will be open on Friday, 5. February, 5-9 p.m. and Saturday and Sunday, 6. – 7. February, 12 – 4 p.m. A guided tour of the exhibition will be given on Saturday at 12pm by curator Anna Karen Skúladóttir, Hallgerður Hallgrímsdóttir and Rev. Sigurður Arnarson, pastor of Kópavogskirkja.

Streymi frá útför Sigurliða Guðmundssonar.

Streymi frá útför Sigurliða Guðmundssonar verður mánudaginn 28. desember kl. 13:00 frá Kópavogskirkju, vefslóðin er:https://youtu.be/vWKd0fVp6no

Helgihald framundan í Kópavogskirkju

„Morgunstund á aðvetnu“ er streymt á virkum dögum á aðventunni á Facebókarsíðu Kópavogskirkju.
Vegna sóttvarnareglna er helgihaldi á aðventu og jólum streymt á Facebókarsíðu Kópavogskirkju.
13. desember – 2. sunnudagur í aðventu – kl. 11:00.  Streymt á Facebókarstíðu helgistund í umstjón dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar héraðstprests, sem annast einnig tónlistarflutning ásamt dr. Sigurði Júlíusi Grétarssyni.
20. desember – 3. sunnudagur í aðventu- kl.11:00-12:30 verður kirkjan opin og fólk getur (í samræmi við sóttvarnarreglur) komið  í kirkjuna og virt fyrir sér endurbætur, sem nú hafa staðið yfir síðustu mánuði á austur- og vesturhlið kirkjunnar og glerlistarverki Gerðar Helgadóttur.  Einnig er hægt að skoða nýjan bænaljósastjaka, sem kirkjunni var færður að gjöf nýverið.
24. desember – Aðfangadagur- „Beðið eftir jólunum“ kl.15:00 streymt á facebókarsíðu Kópavogskirkju. Helgistund í umsjón Ástu Ágústsdóttur, djákna og starfsfólks í sunnudagaskólanum.  Börn úr Kársnesskóla syngja undir stjórn Þóru Marteinsdóttur.
24. desember – Aðfangadagur- Aftansöng kl. 18:00 streymt á facebókarsíðu kirkjunnar.  Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar  Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur og sr. Sjöfn Jóhannesdóttir, þjóna fyrir altari og Ásta Ágústsdóttir, djákni prédikar.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors.
25. desember – Jóladagur- Helgistund  streymt á facebókarsíðu kirkjunnar kl. 14:00 í umsjón sr. Sjafnar Jóhannesdóttur.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.
31. desember – Áramótaávarp streymt á facebókarsíðu kirkjunnar kl.18:00 í umsjón sr. Sjafnar Jóhannesdóttur.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.
1.janúar , 2021- Hátiðarguðsþjónustu streymt á facebókar síðu kirkjunnar kl. 14:00.  Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar.  Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.

Helgistund 1. sunnudag í aðventu- Helgun bænaljósastjaka

Streymt er á hlekknum:https://youtu.be/4Nbhk0xoIGg eða

https://www.facebook.com/Kópavogskirkja-387710974680

frá helgistund á fyrsta sunnudegi í aðventu.  Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir leiðir stundina.  Þórey Lilja tendrar á fyrsta kerti aðventukransins.  Sr. Sigurður Arnarson helgar nýjan bænastjakastand sem Kópavogskirkju hefur borist að gjöf frá fjölskyldu í Kópavogi.  Verkið er eftir Sigurð Árna Sigurðsson, listamann.  Félagar í Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar.

Helgistund 1. nóvember kl. 11:00 á netinu

Vegna samkomutakmarkanna vegna Covid19 verður helgistund á netinu á Allra heilagra messu 1. nóvember kl.11:00 . Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir, sr. Sigurður Arnarson og Ásta Ágústsdóttir, djákni munu leiða stundina og Lenka Mátéová, kantor flytur tónlist.  Minnst verður þeirra, sem eru látin og beðið fyrir þeim með nafni, sem prestar Kópavogskirkju hafa jarðsungið frá 1. nóvember 2019 til 15. okóber á þessu ári.

https://www.facebook.com/K%C3%B3pavogskirkja-387710974680