Listi með hugmyndum um ritningarorð fyrir fermingu

Ritningartextar:

1. Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gerir. Fil. 4:13
2. Allt sem þér viljið að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera. Matt. 7:12
3. Ákalla mig á degi neyðarinnar, og ég mun frelsa þig, og þú skalt vegsama mig. Sálm.50:15
4. Biðjið, og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. Matt. 7:7
5. Drottinn er góður, miskunn hans varir að eilífu og trúfesti hans frá kyni til kyns. Sálm. 100:5
6. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Sálm. 23:1
7. Drottinn er réttlátur á öllum vegum sínum og miskunnsamur í öllum verkum sínum. Sálm. 145:13b
8. Drottinn er vörður þinn, Drottinn skýlir þér, hann er þér til hægri handar. Sálm.121:5
9. Drottinn er öllum góður og miskunn hans hvílir yfir allri sköpun hans. Sálm. 145:9
10. Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu, hann mun vernda sál þína. Sálm. 121:7
11. Ef Drottinn byggir ekki húsið erfiða smiðirnir til ónýtis. Sálm. 127:1
12. En Guði er enginn hlutur um megn. Lúk. 1:37
13. Engill Drottins setur vörð kringum þá er óttast hann og frelsar þá. Sálm. 34:8
14. Ég er góði hirðirinn. Góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina. Jóh. 10:11
15. Ég hef Drottin ætíð fyrir augum, þegar hann er mér til hægri handar hnýt ég ekki. Sálm. 16:8
16. Ég vil lofa Drottin á meðan ég lifi, lofsyngja Guði mínum meðan ég er til. Sálm. 146:2
17. Ég vil þakka þér, Drottinn, af öllu hjarta, kunngjöra öll máttarverk þín. Sálm. 9:2
18. Ég vil vegsama Drottin alla tíma, ætíð sé lof hans mér í munni. Sálm. 34:2
19. Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá. Sálm. 37:5
20. Gott mannorð er dýrmætara en mikill auður, vinsældir eru betri en silfur og gull. Orðskv. 22:1
21. Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum. Sálm. 46:2
22. Hann veitir kraft hinum þreytta og þróttlausum eykur hann mátt. Jesaja 40:29
23. Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið á mig. Jóh. 14:1
24. Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. Sálm. 121:2
25. Í friði leggst ég til hvíldar og sofna því að þú einn, Drottinn, lætur mig hvíla óhultan í náðum. Sálm. 4:9
26. Í upphafi var Orðið og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð. Jóh. 1:1
27. Í þínar hendur fel ég anda minn, þú frelsar mig, Drottinn, þú trúfasti Guð! Sálm 31:6
28. Jesús mælti: „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi.” Jóh. 11:25
29. Jesús sagði: „Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins.” Jóh 8:12
30. Jesús segir við hann: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig.” Jóh. 14:6
31. Kenn mér að gera vilja þinn því að þú ert Guð minn, þinn góði andi leiði mig um slétta braut. Sálm. 143:10
32. Kærleikurinn breiðir yfir allt, trúir öllu , vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. I. Kor 13:7
33. Komið til mín, öll þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðin, og ég mun veita yður hvíld. Matt. 11:28
34. Lát engan líta smáum augum á æsku þína en ver fyrirmynd trúaðra í orði og hegðun, í kærleika, trú og hreinlífi. I. Tim. 4:12
35. Leitið Drottins meðan hann er að finna, ákallið hann meðan hann er nálægur. Jesaja 55:6
36. Lítið ekki aðeins á eigin hag heldur einnig annarra. Verið með sama hugarfari sem Kristur Jesús var. Fil. 2:4-5
37. Lofa þú Drottin, sála mín, og gleym eigi neinum velgjörðum hans. Sálm 103:2
38. Náð mín nægir þér því að mátturinn fullkomnast í veikleika. II. Kor. 12:9
39. Náðugur og miskunnsamur er Drottinn, þolinmóður og mjög gæskuríkur. Sálm. 145:8
40. Sá sem ástundar réttlæti og kærleika öðlast líf, velgengni og heiður. Orðskv. 21:21
41. Skapa í mér hreint hjarta, ó Guð, og veit mér nýjan, stöðugan anda. Sálm. 51:12
42. Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki
heldur hafi eilíft líf. Jóh 3:16
43. Sælir eru friðflytjendur, því að þeir munu Guðs börn kallaðir verða. Matt. 5:9
44. Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá. Matt. 5:8
45. Sælir eru hógværir, því að þeir munu jörðina erfa. Matt. 5:5
46. Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða. Matt. 5:7
47. Sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, því að þeir munu saddir verða. Matt 5:6
48. Varðveit mig sem sjáaldur augans, fel mig í skugga vængja þinna. Sálm. 17:8
49. Varðveit mig, Guð, því að hjá þér leita ég hælis. Sálm. 16:1
50. Vegur Guðs er lýtalaus, orð Drottins er hreint, skjöldur er hann öllum sem leita hælis hjá honum. Sálm. 18:31
51. Vísa mér veg þinn, Drottinn, að ég gangi í sannleika þínum, gef mér heilt hjarta, að ég tigni nafn þitt. Sálm. 86:11
52. Þakkið Drottni því hann er góður, því miskunn hans varir að eilífu. Sálm. 107:1
53. Þér eruð vinir mínir ef þér gerið það sem ég býð yður. Jóh. 15:14
54. Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum. Sálm. 119:105
55. Þótt ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Sálm. 23:4
56. Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. I. Kor. 13:1
57. Þú ert von mín, Drottinn, þú, Drottinn, ert athvarf mitt frá æsku. Sálm. 71:15
58. Þú skalt elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum huga þínum og öllum mætti þínum. . . .
Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Mark. 12:30-31
59. Því að ég þekki sjálfur þær fyrirætlanir sem ég hef í hyggju með yður, segir Drottinn, fyrirætlanir til heilla
en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð. Jer. 29:11
60. Því að ég, Drottinn, er Guð þinn, ég held í hægri hönd þína og segi við þig: „Óttast eigi, ég bjarga þér.“ Jesaja 41:13
61. Því að þín vegna býður hann út englum sínum til þess að gæta þín á öllum vegum þínum. Sálm.91:11

Mál dagsins 16. mars n.k.

Mál dagsins hefst aftur þriðjudaginn 16. mars n.k. kl.14:30-16:00.  Stundin hefst að venju með samsöng og svo verður flutt stutt erindi.  Síðan er drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun.  Að sjálfsögðu er allra sóttvarna gætt.

Sunnudagaskóli 14. mars kl.11:00 í safnðarheimilinu Borgum

Sunnudagaskóli verður 14. mars kl.11:00 í safnaðarheimilinu Borgum.

Guðsþjónusta 14. mars kl.11:00

Guðsþjónusta sunnudaginn 14. mars n.k. kl. 11:00 í Kópavogskirkju. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum.

Barna- og æskulýðsguðsþjónusta sunnudaginn 7. mars kl.11:00

Barna- og æskulýðsguðsþjónusta verður sunnudaginn 7. mars kl.11:00 í Kópavogskirkju á Æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir leiðir stundina ásamt Hjördísi Perlu Rafnsdóttur, guðfræðingi sem flytur hugvekju. Félagar úr Skólakór Kársnes syngja undir stjórn Áflheiðar Björgvinsdóttur. Fermingarbörn vetrarins taka þátt í helgihaldinu ásamt sunnudagaskólanum.

Sunnudagaskóli 28. febrúar kl.11:00 í safnaðarheimilinu Borgum

Sunnudagaskóli verður í safnaðarheimilinu Borgum, sunnudaginn 28. febrúar n.k. kl.11:00.  Allir hjartanlega velkomnir.

Guðsþjónusta 28. febrúar kl. 11:00

Guðsþjónusta verður sunnudaginn 28. febrúar n.k. kl.11:00 í Kópavogskirkju.  Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Máteóva.

Vetrarhátíð Kópavogskirkja

Vetrarhátíð Kópavogskirkja + Gerður Helgadóttir

Í tilefni Vetrarhátíðar verður Kópavogskirkja og steindir gluggar Gerðar Helgadóttur baðaðir í ljósi og litum, föstudaginn 6. febrúar kl. 18-24.
Inni í Kópavogskirkju verður sýningin Alsjáandi þar sem má sjá tillögur Gerðar Helgadóttur að altaristöflu í Kópavogskirkju. Tillögurnar vann Gerður árið 1971 en samkomulag náðist ekki um innihald þeirra og urðu þær því ekki að veruleika. Á sýningunni gefst gestum færi á að skoða skissurnar í því samhengi sem þær voru hugsaðar, inni í kirkjunni ásamt steindum gluggum Gerðar Helgadóttur.

Sýningarstjóri: Anna Karen Skúladóttir

Kópavogskirkja verður opin gestum á föstudag, 5. febrúar kl. 17-21 og um helgina, 6.-7. febrúar, kl. 12-16. Laugardaginn 6. febrúar verður leiðsögn um sýninguna með Önnu Karen Skúladóttur, Hallgerði Hallgrímsdóttur og Sigurði Arnarsyni, sóknarpresti Kópavogskirkju.

Winter Lights Festival Kópavogur Church + Gerður Helgadóttir

Kopavogur Church and Gerður Helgadóttir’s stained glass windows will be bathed in light and colours on Friday, 6 – 12 p.m. Inside the church, Gerður Helgadóttir’s proposals for an altarpiece will be exhibited. Gerður worked on the proposals in 1971, but no agreement was reached on their content and they did not materialize. In the exhibition, visitors are given the opportunity to view the sketches in the context in which they were conceived, inside the church together with Gerður Helgadóttir’s stained glass windows.

Kópavogur Church will be open on Friday, 5. February, 5-9 p.m. and Saturday and Sunday, 6. – 7. February, 12 – 4 p.m. A guided tour of the exhibition will be given on Saturday at 12pm by curator Anna Karen Skúladóttir, Hallgerður Hallgrímsdóttir and Rev. Sigurður Arnarson, pastor of Kópavogskirkja.

Streymi frá útför Sigurliða Guðmundssonar.

Streymi frá útför Sigurliða Guðmundssonar verður mánudaginn 28. desember kl. 13:00 frá Kópavogskirkju, vefslóðin er:https://youtu.be/vWKd0fVp6no

Helgihald framundan í Kópavogskirkju

„Morgunstund á aðvetnu“ er streymt á virkum dögum á aðventunni á Facebókarsíðu Kópavogskirkju.
Vegna sóttvarnareglna er helgihaldi á aðventu og jólum streymt á Facebókarsíðu Kópavogskirkju.
13. desember – 2. sunnudagur í aðventu – kl. 11:00.  Streymt á Facebókarstíðu helgistund í umstjón dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar héraðstprests, sem annast einnig tónlistarflutning ásamt dr. Sigurði Júlíusi Grétarssyni.
20. desember – 3. sunnudagur í aðventu- kl.11:00-12:30 verður kirkjan opin og fólk getur (í samræmi við sóttvarnarreglur) komið  í kirkjuna og virt fyrir sér endurbætur, sem nú hafa staðið yfir síðustu mánuði á austur- og vesturhlið kirkjunnar og glerlistarverki Gerðar Helgadóttur.  Einnig er hægt að skoða nýjan bænaljósastjaka, sem kirkjunni var færður að gjöf nýverið.
24. desember – Aðfangadagur- „Beðið eftir jólunum“ kl.15:00 streymt á facebókarsíðu Kópavogskirkju. Helgistund í umsjón Ástu Ágústsdóttur, djákna og starfsfólks í sunnudagaskólanum.  Börn úr Kársnesskóla syngja undir stjórn Þóru Marteinsdóttur.
24. desember – Aðfangadagur- Aftansöng kl. 18:00 streymt á facebókarsíðu kirkjunnar.  Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar  Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur og sr. Sjöfn Jóhannesdóttir, þjóna fyrir altari og Ásta Ágústsdóttir, djákni prédikar.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors.
25. desember – Jóladagur- Helgistund  streymt á facebókarsíðu kirkjunnar kl. 14:00 í umsjón sr. Sjafnar Jóhannesdóttur.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.
31. desember – Áramótaávarp streymt á facebókarsíðu kirkjunnar kl.18:00 í umsjón sr. Sjafnar Jóhannesdóttur.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.
1.janúar , 2021- Hátiðarguðsþjónustu streymt á facebókar síðu kirkjunnar kl. 14:00.  Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar.  Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.