Passíusálmar
Af óviðráðanlegum orsökum fellur niður áður auglýstur Passíusálmalestur á Föstudeginum langa, 19. apríl n.k.
Af óviðráðanlegum orsökum fellur niður áður auglýstur Passíusálmalestur á Föstudeginum langa, 19. apríl n.k.
18. apríl, Skírdagur, kl.11:00 Fermingarmessa. Sr. Sigurður Arnarson og Ásta Ágústsdóttir, þjóna.
18. apríl, Skírdagur, kl.13:15 Helgistund á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar.
19. apríl, Föstudagurinn langi, kl. 11:00. Dr. Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar og þjónar fyrir altari.
21. apríl, Páskadagurin, kl.08:00. Hátíðarguðsþjónusta. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar sungið. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors. Á eftir guðsþjónustu býður sóknarnefnd í morgunnverð í safnaðarheimilinu Borgum og annast kórfélagar morgunnverðinn. Klukkan 09:45 verður lagt af stað í gönguferð um Hraunbraut og nágrenni undir forystu Frímanns Inga Helgasonar og félaga úr Sögufélagi Kópavogs. Allir hjartanlega velkomnir.
Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 31. mars n.k. kl. 11:00. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum.
Mál dagsins 26. mars n.k. hefst kl. 14:30 að venju með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar. Klukkan 15:10-15:30 heldur Þorleifur Hauksson, sagnfræðingur erindi um Norður Kóreu. Síðan verður drukkið kaffi og stundinni lýkur með bæn og blessun kl. 16:00. Allir hjartanlega velkomnir.
Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 24. mars n.k. kl. 11:00. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum.
Mál dagsins hefst að venju þriðjudaginn 19. mars n.k. með samsöng kl. 14:30 undir stjórn Friðriks Kristinssonar. Klukkan 15:10-15:30 flytur dr. Þorsteinn Aðalsteinsson, erindi um umhverfishagtölur. Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun. Allir hjartanlega velkomnir.
Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 17. mars n.k. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátóvá. Sunnudagaskólinn verður á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum. Allir hjartanlega velkomnir.
Fermingarbörn og foreldrar þeirra eru boðuð sérstakalega til messu og fundar á eftir sunnudaginn 12. maí, 2019 kl.11:00 í Kópavogskirkju. Þá hefst skráning í fermingarfræðsluna og farið verður yfir starfið framundan á fundinum. Fermt verður á Pálmasunnudag 5. apríl og Skírdag 9. apríl áirð 2020 kl. 11:00 í Kópavogskirkju.
Guðsþjónusta verður sunnudaginn 10. mars n.k. kl.11:00. Sr. Sigurður Arnarson prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskólinn í safnaðarheimilinu á sama tíma.
Skrifstofa safnaðarins er í Safnaðarheimilinu Borgum, Hábraut 1a og er opin virka daga á milli 09:00-13:00. Símanúmer kirkjunnar og safnaðarheimilis er: 554 1898. Póstfang safnaðarins er Hábraut 1a, 200 Kópavogur. Netfang: kopavogskirkja@kirkjan.is.
Sóknarprestur: Sr. Sigurður Arnarson: sigurdur.arnarson@kirkjan.is
Prestur: Sr. Grétar Halldór Gunnarsson: gretar.halldor.gunnarsson@kirkjan.is
Djákni Kópavogskirkju: Ásta Ágústsdóttir, netfang: asta.agustsdottir@kirkjan.is
Tónlistarstjóri: Elísa Elíasdóttir: elisaeliasdottir@gmail.com
Kirkjuvörður er Dóra Guðrún Þorvarðardóttir, netfang kirkjuvordur@kopavogskirkja.is
Kirkjan er opin eftir samkomulagi.