Sunnudagaskóli

Sunnudagaskóli verður venju samkvæmt í safnaðarheimilinu Borgum sunnudaginn 10. desember n.k. kl.11:00

Kirkjuhlaup í Kópavogi

ALLIR VELKOMNIR MEÐ OKKUR Í KIRKJUHLAUP KÓPAVOGS

Laugardaginn 2. desember kl.09:00 í Kópavogskirkju.

Þjóðkirkjusöfnuðurnir í Kópavogi efna nú í fjórða sinn til hlaups á milli kirkna og kapella í Kópavogi í samvinnu við hlaupahóp Breiðabliks.
Safnast er saman í Kópavogskirkju og sunginn jólasálmur..

Hlaupinn verður ca.11 km hringur
– ALLIR HLAUPA Á SÍNUM HRAÐA OG NJÓTA –
Komið verður við á eftirfarandi stöðum á leiðnini: Kópavogskirkja – Hjallakirkja – Lindakirkja – Digraneskirkja – Sunnuhlíðarkapella – Kapellan á Líknardeildinni – Kópavogskirkja
(Auðvelt að stytta í t.d. 7km hring með því að sleppa Lindakirkju)

AÐ LOKNU HLAUPI ER BOIÐIÐ UPPÁ HLAUPAVÆNAR VEITINGAR Í BORGUM – SAFNAÐARHEIMILI KÓPAVOGSKIRKJU.

 

Starfið í Kópavogskirkju á aðventu og jólum.

2. desember kl. 09:00 í Kópavogskirkju.  Kirkjuhlaupið í Kópavogi. Fyrst sunginn jólasálmur og hlaupið hefst með kirkjuklukknahringingu, hlaupið verður á milli nokkurra kirkna í Kópavogi. Eftir hlaupið er boðið upp á hlaupavænar veitingar í safnaðarheimilinu Borgum.
3. desember. Fyrsti sunnudagur í aðventu. Barna – og fjölskylduhelgistund með þátttöku Skólakórs Kársnes undir stjórn Þóru Marteinsdóttur.  Tendrað á friðarloga frá skátum.  Jólaball verður í safnaðarheimilinu Borgum að lokinni guðsþjónustu. Rauðklæddur gestur kemur í heimsókn. Engin aðgangseyrir.
10. desember. Annar sunnudagur í aðventu. “Rétt undir sólinni”.  Bókmenntaguðsþjónusta.  Halldór Friðrik Þorsteinsson, segir frá bók sinni um hálfsárs ferðalag um vestur- og stuður hlutla Afríku.  Lesið verður upp og flutt tónlist, sem tengist efni bókarinnar á einhvern hátt.
13. desember kl.20:00.  “Fagnið þeim boðskap” Jólatónleikar Kórs Kópavogskirkju í safnaðarheimilnu Borgum.  Meðleikari með kórnum verður Peter Máté. Einsöngvarar úr röðum kórfélaga. Aðgangur er ókeypis og boðið verður á heitt súkkulaði og piparkökur að tónleikum loknum.
17. desember.  Þriðji sunnudagur í aðventu  Guðsþjónusta.  Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, prédikar og þjónar fyrir altari.
24. desember, Aðfangadagur,
kl15:00.  Beðið eftir jólunum.  Fjölskylduhelgistund.  Stór hópur barna úr Skólakór Kársnes syngur undir stjórn Þóru Marteinsdóttur.
Kl. 17.30 Brasstríó og Lenka Mátéová, organisti flytja hátíðartónlist
KL 18  Aftansöngur á Aðfangadag. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar flutt. María Jónsdóttir  syngur einsöng  .
25. desember. Jóladagur.  Kl. 14:00.  Hátíðarguðsþjónusta.  Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar flutt.  Ásta Ágústsdóttir, djákni prédikar.
25. desember. Jóladagur. Kl 15:15.  Hátíðarguðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð.
31. desember. Gamlársdagur. Kl. 18:00.  Aftansöngur.  Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar flutt.   María Jónsdóttir syngur einsöng.
1. janúar.  Nýjársdagur. Kl. 14:00.  Helgi Ágústsson, fyrrverandi sendiherra flytur hátíðarræðu.  Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar.
Sóknarprestur, prédikar og þjónar í öllum guðsþjónustum nema annað sé tekið fram. Kór Kópavogskirkju syngur í öllum guðsþjónustum undir stjórn Lenku Mátéová nema annað sé tekið fram. Nánar á www.kopavogskirkja.is

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta 3. desember n.k.

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 3. desember n.k. kl.11:00 með þátttöku sunnudagaskólans og Skólakórs Kársnes.  Eftir guðsþjónustuna verður jólaball í safnaðarheimilinu Borgum.  Rauðklæddur gestur kemur þar við.  Allir hjartanlega velkomnir.

Guðsþjónusta 19. nóvember

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 19. nóvember kl.11:00.  Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.

Sunnudagaskólinn 12. nóvember n.k.

Sunnudagaskólinn 12. nóvember n.k. tekur þá þátt í gospelguðsþjónustu í Kópavogskirkju kl.11:00.  Skólakór Kársnes syngur undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur.  Sigurður Pétursson flytur hugleiðingu.  Allir hjartanlega velkomnir.

Mál dagins 7. nóvember

Mál dagsins 7. nóvember n.k. hefst að venju kl.14:30 með samsöng undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová.  Klukkan 15:10 munu þeir dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson og Halldór Sighvatsson flytja jazztónlist.  Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og lýkur stundinni kl.16:00 með bæn og blessun.  Allir hjartanlega velkomnir.

„Jól í skókassa“

Nýverið heimsótti hópur frá KFUM og K í Úkraínu og á Íslandi „Mál dagsins“ í safnaðarheimilinu Borgum og einnig unglinga í æskulýðsstarfi Kópavogskirkju.  Kynnti hópurinn „Jól í skókassa“, sem er alþjóðlegt verkefni og felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja börn, sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir.  Með slíkum gjöfum er þeim sendur kærleikur Guðs í verki.  Gjafirnar eru settar í skókassa og til þess að tryggja að börnin fái svipaðar gjafir er mælst til þess að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa.  Skókassarnir verða sendir til Úkraínu þar sem búa um 46 milljónir.  Atvinnuleysi er mikið og ástandið víða bágborið.  Íslensku kössunum verður meðal annars: dreift á: munaðarleysingjarheimili, barnaspítala og til barna einstæðra mæðra, sem búa við sára fátækt.  Kirkjan í Úkraínu er rússnesk rétttrúnaðarkirkja en KFUM og K í Úkranínu starfar innan þeirrar kirkjudeildar.  Aðalskipuleggjandi dreifingarinnar í Úkraínu er faðir Evheniy Zhabokovskiy sem kom með hópnum að þessu sinni.Jól í skókassa hópur frá KFUM í Úkranínu og á Íslandi

Húnvetningaguðsþjónusta

Húnvetningaguðsþjónusta verður í Kópavogskirkju 5. nóvember n.k. kl.14:00.  Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Húnvetningakórinn syngur undir stjórn Eiríks Grímssonar.  Allir hjartanlega velkomnir.

Allra heilagra messa, sunnudaginn 5. nóvember kl.11:00

Í guðsþjónustu kl.11:00 í Kópavogskirkju sunnudaginn 5. nóvember n.k. verður beðið fyrir þeim með nafni sem sóknarprestur Kópavogskirkju hefur jarðsungið frá 20. október 2016 til 20. október 2017.  Ásta Ágústsdóttir, djákni mun prédika og þjóna fyrir altari ásamt sr. Sigurði Arnarsyni.  Flutt verður tónlist í kirkjunni frá kl. 10:30 og getur fólk tendrað á ljósi til minningar um látna ástvini.  Kór Kópavogskirkju mun syngja í guðsþjónustunni undir stjórn Lenku Mátéová.  Eftir guðsþjónustuna verður boðið upp á kaffisopa í safnaðarheimilinu Borgum og þar mun sr. Sigurður Arnarson flytja stutt erindi um „Sorg og sorgarviðbrögð“.  Allir hjartanlega velkomnir.