Guðsþjónusta 17. september

Guðsþjónusta verður sunnudaginn 17. september n.k. kl.11:00.  Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Sunnudagaskólinn hefst kl.11:00 í safnaðarheimilinu Borgum.  Allir að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir.

Mál dagsins

Mál dagsins verður 12. september.  Stundin hefst á samsöng kl.14:30 undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová.  Klukkan 15:10 heldur Svava Jóhannsdóttir erindi um tangó og tekur lagið.  Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og með því.  Stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun.  Allir hjartanlega velkomnir.

Fyrirbænastundir

Fyrirbænastundir eru í Kópavogskirkju á þriðjudögum kl. 13:45.  Hægt er að koma fyrirbænaefnum með því að senda tölvupóst: kopavogskirkja.is eða hringja á skrifstofu kirkjunnar, á virkum dögum á milli 9-13 (5541898).

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta 10. september n.k.

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 10. september n.k. klukkan 11:00.  Sunnudagaskólinn tekur þátt í guðsþjónustunni.  Allir að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir.

Mál dagsins

Mál dagsins hefur aftur göngu sína eftir sumarfrí þriðjudaginn 5. september n.k.  Starfið hefst kl.14:30 í safnaðarheimilinu Borgum með samsöng undir stjórn Lenku Matéová og Friðriks Kristinssonar.  Kl.15:10 segir Unnur Þóra Jökulsdóttir frá nýlegri bók sinni um Mývatn.  Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og með því.  Stundinni lýkur kl.16:00 með bæn og blessun.  Allir hjartanlega velkomnir.

Vorvísur að hausti og Kór Kópavogskirkju

Þann 13. september n.k. kl.20:00 ætlar Kór Kópavogskirkju að fagna liðnu sumri og syngja inn haustið með vorvísum og fleiri fallegum lögum.  Tónleikagestum veður boðið upp á kaffi og kökur undir söng kórsins.

Kór Kópavogskirkju hefur starfað undir stjórn Lenku Matéová frá hausti 2008. Aðal tilgangur kórsins er að syngja við helgihald Kópavogskirkju en auk þess heldur kórinn tvenna tónleika á ári.  Meðal stórra verkefna kórsins á undanförnum árum eru: Messa í dúr eftir Dvorak ásamt Kór Hjallakrikju, Stabat Mater eftir Pergolesi og Messa í g dúr eftir Schubert.

Einkunnarorð kórsins eru gleði og gæði þar sem allir fá að njóta sín.  Meðal kórfélaga er að finna bæði menntaða söngvara og áhugafólk.  Meðleikari á tónleikunum verður Peter Maté.

Sunnudagaskólinn

Sunnudagaskólinn hefur aftur starfsemi sína sunnudaginn 10. september nk. kl.11:00 í barna- og fjölskylduguðsþjónustu í Kópavogskirkju.  Allir að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir.

Guðsþjónusta 3. september kl.11:00

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 3. september n.k. kl.11:00.  Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.

Guðsþjónusta 27. ágúst kl.11:00

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 27. ágúst n.k. kl. 11:00.  Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari.  Félagar úr kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová.