Messa 20. ágúst kl.20:00

Messa verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 20. ágúst n.k. kl. 20:00.  Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur og Ásta Ágústsdóttir, djákni þjóna.  Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová.  Þór Arnarson og félagar leika á orgel og fleiri hljóðfær.  Til messunar eru fermingarbörn vestursins boðuð ásamt foreldrum og forráðafólki.

Guðsþjónusta 6. ágúst kl.11:00

Guðsþjónusta verður sunnudaginn 6. ágúst kl. 11:00 í Kópavogskirkju.  Sr. Sigfús Kristjánsson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Guðný Einarsdóttir leikur á orgel.

Helgihald í sumar

Helgihald sumarið 2017 í Kópavogi

Þjóðkirkjusöfnuðurnir í Kópavogi verða eins og undanfarin ár í samstarfi um helgihald frá og með 11. júní til og með 13. ágúst í sumar. Í júní verða guðsþjónustur í Hjallakirkju, í júlí í Digraneskirkju og í ágúst í Kópavogskirkju og hefjast þær kl. 11:00.

Sunnudagaskóli verður á hverjum sunnudegi kl.11:00 í Lindakirkju ef frá er skilin verslunarmannahelgin.

Hjallakirkja 11. júní kl. 11:00.  Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson og sr. Sigurður Arnarson

Hjallakirkja 18. júní kl.11:00 Sr. Guðni Már Harðarson

Hjallakirkja 25. júní kl. sr. Gunnar Sigurjónsson.

Digraneskirkja 2. júlí kl.11:00.  Sr. Karen Lind Ólafsdóttir.

Digraneskirkja 9. júlí kl. 11:00. Sr. Gunnar Sigurjónsson

Digraneskirkja 16. júlí kl. 11:00. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson

Digraneskirkja 23. júlí kl. 11:00. Sr. Magnús B. Björnsson

Digraneskirkja 30. júlí kl. 11:00.  Sr. Sigurður Arnarson

Kópavogskirkja 6. ágúst kl. 11:00. Sr. Sigfjús Kristjánsson

Kópavogskirkja 13. ágúst kl. 11:00. Sr. Karen Lind Ólafsdóttir.

„Þar sem ég má næðis njóta“

Annan í hvítasunnu, mánudaginn 5. júní kl. 18:00 verður opnuð listsýning Guðbjargar Lindar Jónsdóttur í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Borgum (skáhalt gengt Gerðarsafni).  Sýningin samanstendur af úrvali verka úr eigu listamannsins.  Kór unglinga frá Lúxemborg mun syngja nokkur lög í tilefni opnunarinnar.  Viðfangsefni Guðbjargar Lindar hafa löngum tengst vatni, fyrst fossum og síðar sjávarfletinu þar sem eyjar og bátar fljóta á yfirborðinu eða fjallshlíðar og eyrar teyja sig út á hafflötinn.  Í verkum Guðbjargar Lindar segir af ferðalagi á vit veraldar þar sem skyna má hið upphafna í sjálfum einfaldleikanum.  Sýningin er opin virka daga á milli 09:00-13:00 (lokað í júlí) og eftir samkomulagi (kopavogskirkja@kirkjan.is) www. gudbjorglind.is

Allir hjartanlega velkomnir.

 

Guðsþjónusta á Hvítasunnudag 4. júní kl.11:00

 

Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors.  Barnakór frá Luxemborg syngur.  Lesnir verða ritningarlestrar og bæna beðið á nokkrum tungumálum.  Allir hjartanlega velkomnir.

Engin guðsþjónusta verður 28. maí

Engin guðsþjónusta verður 28. maí í Kópavogskirkju.  Næsta guðsþjónusta verður á hvítasunnudag 4. júní kl. 11.00.

Guðsþjónusta á Uppstigningardegi 25. maí. Dr. Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar

Guðsþjónusta verður kl. 14:00 á Uppsigingardegi, degi aldraðra í Þjóðkirkjunni 25. maí í Kópavogskirkju.  Dr. Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar.  Sr. Sigurður Arnarson og Ásta Ágústsdóttir, djákni þjóna fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Eftir guðsþjónustuna býður sóknarnefnd Kópavogskirkju viðstöddum að þiggja veitingar í safnaðarheimili Kópavogskirkju.  Í kaffinu mun Kór Kópavogskirkju syngja nokkur lög.  Rútuferð verður fyrir guðsþjónustu frá hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð.  Allir hjartnalega velkomnir.

Mál dagsins 23. maí

Mál dagsins verður 23. maí og hefst með samsöng kl. 14:30 undir stjórn Friðriks Kristinssonar og Lenku Mátéová.  Klukkan 15:10-15:30 flytur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri á Sjónvarpinu erindi um fréttastofuna.  Kl. 15:30 verður drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun.  Allir hjartanlegar velkomnir.

Mál dagsins 16. maí

Mál dagsins þann 16. maí n.k. hefst að venju kl.14:30 með samsöng undir stjórn Lenku Mátéová og Friðriks Kristinssonar í safnaðarheimilinu Borgum.  Um kl. 15:10-15:30 flytur sr. Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur í Lindakirkju erindi um ljóðlist.  Kaffi er drukkið kl.15:30 og stundinni lýkur með bæn og blessun kl. 16:00.  Allir hjartanlega velkomnir.