Mál dagsins 22. nóvember

Mál dagsins hefst að venju kl. 14:30 þriðjudaginn 22. nóvember með samsöng undir stjórn Lenku Mátéová og Friðriks Kristinssonar.  Kl. 15:10 flytur Inga Lára Baldvinsdóttir fyrirlestur um Ljósmyndasafn Íslands.  Kl. 15:30 verður drukkið kaffi.  Starfinu lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun.  Allir hjartanlega velkomnir.

Aðventa og jól í Kópavogskirkju

29. nóvember. Fyrsti sunnudagur í aðventu.  Kl. 11:00 Tónlistarmessa. Fluttir verða aðventu- og jólasálmar. Friðarlogi frá skátum afhenntur.

  1. desember. Annar sunnudagur í aðventu Barna – og fjölskylduhelgistund með þátttöku Skólakórs Kársnes undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur. Jólaball verður í safnaðarheimilinu Borgum að lokinni guðsþjónustu. Engin aðgangseyrir. Allir velkomnir
„Kom engill til mín“.  Miðvikudagur 7. desember kl. 20:00-21:00.Aðventutónleikar Kórs Kópavogskirkju í safnaðarheimilinu Borgum. Fjölbreytt hátíðleg og hlýleg aðventu- og jólalög flutt.  Stjórnandi Lenka Mátéová.  Meðleikari Peter Máté. Engin aðgangseyrir og boðið upp á heitt kakó og smákökur eftir tónleika.
11. desember. Þriðji sunnudagur í aðventu Barna- og fjölskylduguðsþjónusta. Börn úr leiksskólanum Kópasteini flytja helgileik.
14. desember kl. 17:30 í Hjallakirkju. Kirkjuhlaupið í Kópavogi. Fyrst sungnir jólasálmar og hlaupið hefst kl. 17:40 með kirkjuklukknahringingu, hlaupið verður á milli nokkurra kirkna í Kópavogi. Eftir hlaupið er boðið upp á hlaupavænar veitingar í Hjallakirkju.
18. desember. Fjórði sunnudagur í aðventu Kl. 11:00 Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, prédikar og þjónar fyrir altari
24. desember. Aðfangadagur. Kl. 15:00. Beðið eftir jólunum.  Fjölskylduhelgistund
24. desember. Aðfangadagur. Kl. 18:00. Aftansöngur á Aðfangadag. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar flutt. Ásta Ágústsdóttir, djákni prédikar og sr. Sigurður Arnarson, þjónar fyrir altari.
25. desember. Jóladagur. Kl. 14:00. Hátíðarguðsþjónusta.  Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar flutt,
25. desember. Jóladagur. Kl 15:15. Hátíðarguðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð.
31. desember. Gamlársdagur. Kl. 18:00. Aftansöngur. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar flutt.
1.janúar. Nýjársdagur. Kl. 14:00. Hátíðarguðsþjónusta.  Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson þjónar fyrir altari.  Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar.

Sóknarprestur, prédikar og þjónar í öllum guðsþjónustum nema annað sé tekið fram. Kór Kópavogskirkju syngur í öllum guðsþjónustum undir stjórn Lenku Mátéová nema annað sé tekið fram. Nánar á www.kopavogskirkja.is

Ljósmyndir af Kópavogskirkju

Meðfylgjandi eru ljósmyndir, sem Lasse Olson tók nýverið af og í Kópavogskirkju.lof-2968lof-2975lof-2973lof-2977lof-2978lof-2985lof-2984lof-2981

Sameiginleg fermingarfræðsla 17. nóvember kl. 19:30

Fermingarfræðsla fyrir allan hópinn verður fimmtudaginn 17. nóvmeber n.k. kl. 19:30 í safnaðarheimilinu Borgum.  Sýnd verður kvikmyndin Málmhaus eftir Ragnar Bragason.  Eftir sýningu mun Ragnar fjalla um myndina og viðfangaefni hennar.  Sr. Sigurður mun ræða um sorg og sorgarviðbrögð vegna andláta.  Foreldrar fermingarbarna eru hvött til að koma til fræðslunnar ásamt sínum unglingum.

Guðsþjónusta 20. nóvember kl. 11:00

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 20. nóvember kl. 11:00.  Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Sunnudagssmiðja fyrir börn á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum.  Allir hjartanlega velkomnir.

Mál dagsins

Næsta Mál dagsins verður þriðjudaginn 15. nóvember n.k. kl. 14:30 og hefst með samsöng undir stjórn; Lenku Mátéová og Friðriks Karlssonar.  Um kl. 15:10 flytur Kristján Schram erindi um hvernig auglýsingar verða til.  Klukkan 15:30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn og blessun.  Allir hjartanlega velkomnir.

Fyrirbænastundir á þriðjudögum kl. 12:10 í Kópavogskirkju

Á þriðjudögum kl. 12:10 eru bænastundir í Kópavogskirkju.  Eftir bænastundir er boðið upp á hádegisverð gegn vægu gjaldi.  Þriðjudaginn 8. nóvember var boðið upp á arabískan mat sem hjónin Nazim og Linda frá Sýrlandi bjuggu til ásamt Steinunni Ólafsdóttur, kirkjuverði.  Eldri félagar úr Karlakór Reykjavíkur voru á sama tíma að æfa í safnaðarheimilinu og komu við á leið til kirkju og sungu fyrir viðstadda við mikinn fögnuð.img_4063

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður sunnudaginn 13. nóvember n.k. kl. 11:00.  Skólakór Kárnes syngur undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur.  Allir hjartanlega velkomnir.

Mál dagsins 8. nóvember

Mál dagsins 8. nóvember hefst að venju kl. 14:30 með samsöng undir stjórn Lenku Mátéová og Friðriks Kristinssonar.  Klukkan 15:10-15:30 heldur Gestur Jónsson, hæstarréttarlögmaður erindi.  Kl.15:30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með bæn.  Allir hjartanlega velkomnir.

Sunnudagasmiðja

Við erum gríðarlega ánægð með þann áhuga sem skapast hefur í kringum sunnudagssmiðju kirkjunnar en um er að ræða starf sem er frábrugðið hefðbundna sunnudagaskólanum. 
 
Krakkarnir sem mæta í Borgir klukkan 11.00 á sunnudagsmorgnum hafa verið að vinna með ýmis listform, nú síðast leiklist. Þemað í vinnunni er kærleikur og hefur margt fallegt fæðst í þessari yndislegu stund. 
 
Tvo síðustu sunnudaga höfum við búið til sögur saman þar sem hver og einn leggur af mörkum eina setningu til að mynda eina heild. Einu fyrirmælin í sögustundinni er að sagan eigi að snúast um kærleik. Það hefur ekki vafist fyrir krökkunum og hafa þau til dæmis sagt sögu af dreng sem óhlýðnaðist móður sinni, fór einn að ganga út í skógi og hjálpaði litlum kettling og eignaðist úlf að vin. 
 
Síðasta sunnudag kenndum við krökkunum að það væri vel hægt að búa til sínar eigin bænir, en við biðjum alltaf í byrjun og lok smiðjunnar. Krakkarnir bjuggu til alveg hreint yndislega bæn og við stöndumst ekki mátið að sýna ykkur hana: 
 
Góði Guð
Ég vil biðja þig um að blessa þessa sunnudagssmiðju.
Viltu blessa alla sem mér þykir vænt um,
og alla sem eiga bágt. 
Viltu blessa alla sem eru á ferðinni í umferðinn
því það er orðið svo dimmt.
Amen
 
Endilega kíkið við í kærleikssmiðjuna í Borgum klukkan 11.00 á sunnudagsmorgnum.