Óperuganga á Borgarholti
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður Arnarson1. – 5. júní 2016
Óperudagar í Kópavogi er ný óperuhátíð skipulögð af ungu tónlistarfólki. Hátíðin er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi.
Á hátíðinni geta gestir farið í Óperugöngu og Krakkagöngu í hjarta bæjarins; ný íslensk FótboltaÓpera verður frumflutt og tvær stuttar óperuuppfærslur, Selshamurinn og Poppea Remixed, líta dagsins ljós í Leikfélagi Kópavogs.
Í Gerðarsafni er boðið upp á fjölbreytta dagskrá, þar á meðal hollenska popp-dúóið Sommerhus, sem leikur hugljúf lög í Garðskálanum í kvöld, miðvikudaginn 1. júní, og kabarettkvöld í Garðskálanum á föstudaginn 3. júní. Óperuganga og Krakkaganga með óvæntum atriðum hefst einnig í Gerðarsafni og fara göngurnar fram á föstudag til sunnudags.
Hér að neðan má sjá alla dagskrá Óperudaga en allir viðburðir eru ókeypis fyrir utan hádegistónleika í Salnum.
|
|
Guðsþjónusta 29. maí 2016
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonGuðsþjónusta verður í Kópavogskirkju 29. maí n.k. kl. 11:00. Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.
Guðsþjónusta 22. maí, kl. 11:00
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonGuðsþjónusta verður í Kópavogskirkju 22. maí n.k. kl. 11:00 í Kópavogskirkju. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéóvá.
Fermingar vorið 2017
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonSíðsumarnámskeið verður 15. til 19. ágúst, 2015 frá kl. 9:15-12:00 í safnaðarheimilinu Borgum
Messa 28. ágúst og fundur með foreldrum eftir messu.
Fermingarnámskeið í Vatnaskógi miðvikudaginn 2016.
Vetrarfermingarfræðsla (þau sem eru ekki í síðsumarfermingarfræðslunni)
Tímar í september,5,12,19,26, 2016
Tímar í október 3,10, 24 31, 2016
Tímar í nóvember, 7,14,21 og 28 ,2016
Tímar í desember, 5, 2016
Tímar í janúar, 16, 23, 2017
Tímar í febrúar, 6,13,20,27, 2017
Tímar í mars, 6, (próf) ,2017
Sameiginlegir fermingarfræðslutímar (fyrir bæði síðsumarfræðslu- og vetrarfræðsluhóp):
- september, 10. október, 28. nóvember og 5. desember, 2016.
23, janúar, 27. febrúar og 7. mars, 2017.
Kennt er frá kl. 16:00-16:40
Aukatímar gætu orðið á laugardögum kl. 11:00 ef einhverjir komast ekki á fyrirframskipulögðum fræðslutímum.
Það yrði auglýst síðar.
Í haust förum við í Vatnaskóg og dveljum þar í einn dag. Farið verður í Vatnaskóg 17. október kl. 8:30 frá Kópavogskirkju og komið til baka að Kópavogskirkju eftir kvöldmat í Vantaskógi.
Bækurnar sem eru notaðar heita: Con Dios og Kirkjulykill (fást í bókabúðum og Kirkjuhúsinu á Laugarvegi). Gott að eiga Sálmabók Þjóðkirkjunnar og Nýja testamenntið.
Einnig getið þið samið við fermingarbörn frá því á síðasta ári um not eða kaup á bókinni.
Mikilvægt er að eignast bókina strax, svo við getum verið samferða í tímunum. Einnig skal hafa með sér í alla tíma A4 verkefnabók.
Messur í vetur!
Fermingarbörnin eru hvött til að sækja helgihald eins vel og unnt er.
Messur og guðsþjónustur eru á sunnudögum kl. 11:00 í Kópavogskirkju.
Sunnudagaskólinn hefst að öllu jöfnu í kirkjunni nema annað sé auglýst á www.kopavogskirkja.is
Í helgihaldið eru fermingarbörnin beðin um að taka með sér „Kirkjulykilinn“ og fylla út sérstök kirkjusóknarblöð í bókinni.
Fermingarbörn skrá sig hjá kirkjuverði eftir hverja messu.
Foreldrar eru einnig hvött til að sækja helgihaldið með sínum unglingum.
Í messunum og guðsþjónustunum er beðið um að fermingarbörn taki tillit til annarra kirkjugesta og hafa í huga að þau eru á helgum stað. Beðið eru um að farsímar séu ekki í notkun á meðan helgihaldinu stendur, það sé slökkt á þeim.
Næsta vetur verða tveir fundir með foreldrum fermingarbarna.
Fyrri fundurinn verður sunnudaginn 28. ágúst, 2016 eftir messu kl. 11:00.
Seinni fundurinn verður eftir messu kl.11:00 sunnudaginn 29. janúar, 2016 og þá verður rætt um fermingarathöfnina og framkvæmd hennar.
Mikilvægt er að foreldrar og fermingarbörn komi á þessa fundi.
Við, sem söfnuður, eigum saman kirkjuhúsið og safnaðarheimilið. Íbúar sóknarinnar, sem eru skráðir í þjóðkirkjuna, greiða til kirkjunnar sóknargjöld sem standa undir öllum rekstri hennar. Göngum þess vegna vel um kirkjuna okkar og hugsum vel um hana.
Fermingardagar 2017 verða sem hér segir:
Sunnudagurinn 2. apríl, 2017, kl.11:00
Pálmasunnudagur 9. apríl , 2017, kl. 11:00
Skírdagur 13. apríl, 2017, kl.11:00
Fermingarbörn geta valið fermingardaga eins og undanfarin ár.
Hver ferming tekur mislangan tíma en það fer eftir fjölda fermingarbarna hverju sinni. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir í fermingarnar.
Æfingar fyrir fermingarmessur eru í Kópavogskirkju:
Sunnudaginn 2. apríl, kl. 11:00, þá verður æft 30 og 31. mars kl. 16:00-17:00
Pálmasunnudag 9. apríl, kl. 11:00, þá verður æft 6 og 7. apríl kl. 16:00-17:00.
Skírdag 13. apríl, kl.11:00, þá verður æft 10 og 11. apríl, kl. 16:00-17:00.
VIÐ NOTUM TÖLVUPÓST Í SAMSKIPTUM
MIKILVÆGT AÐ FÁ NETFÖNG FERMINGARBARNA OG FORELDRA TIL AÐ ALLAR UPPLÝSINGAR BERIST GREIÐLEGA.
Allar upplýsingar varðand safnaðarstarfið verða birtar á www.kopavogskirkja.i
Guðsþjónunsta á Uppstigningardegi
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonGuðsþjónusta verður á Uppstigningardegi 5. maí kl.14:00 í Kópavogskirkju. Í Þjóðkirkjunni er dagurinn tileinkaður eldra fólki. Ásta Ágústsdóttir, djákni prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Arnarsyni, sóknarpresti. Samkór Kópavogs syngur undir stjórn Friðriks Kristinssonar. Organisti er Lenka Mátéová. Að lokinni guðsþjónustu er kirkjugestum boðið að þiggja veitingar í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Borgum. Samkórinn mun taka þar nokkur lög. Allir hjartanlega velkomnir.
Magús „frater“
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonÞriðjudaginn 3. maí n.k. verður Mál dagsins í safnaðarheimilinu Borgum. Stundin hefst að venju kl.14:30 með samsöng undir stjórn Lenku Mátéová og Friðriks Kristinssonar. Um kl.15:10 heldur Auðólfur Gunnarsson, læknir erindi um Magnús „frater“. Um kl.15:30 er drukkið kaffi og stundinni lýkur kl.16:00 með bæn og blessun. Allir hjartanlega velkomnir.
Messa 1. maí
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonMessa verður sunnudaginn 1. maí n.k. í Kópavogskirkju kl. 11:00. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ástu Ágústsdóttur, djákna. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová. Til messunar eru boðuð sérstaklega fermingarbörn vorsins 2017 og foreldrar þeirra. Eftir messu verður stuttur fundur í kirkjunni um fermingarstarfið framundan.
Mál dagsins 26. apríl, 2016
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonAð venju hefst Mál dagsins kl. 14:30 í safnaðarheimilinu Borum með samsöng undir stjórn Lenku Mátéová og Friðriks Kristinssonar. Um kl. 15:10-15:30 munu félagar í Bókmenntaklúbbnum Hana – nú lesa ljóð. Um kl. 15:30 verður drukkið kaffi og stundinni lýkur kl. 16:00 með stuttri helgistund. Félagar í klúbbnum sem lesa eru:
UPPLESTUR
félaga í Bókmenntaklúbbi Hana – nú í Borgum, safnaðarheimili Kópavogskirkju, þriðjudaginn 26. apríl 2016 – sem Mál dagsins.
Lesinn verður ljóðaflokkur eftir Guðmund Böðvarsson: 1974
Þeir sem lesa hann eru
1. Sigurlaug Sigurðardóttir
2. Hermann Guðmundsson
3. Hulda Jóhannesdóttir
4. Þóra Elfa Björnsson
5. Lúðvík A. Halldórsson
6. Margrét Guðmundsdóttir
7. Valborg E. Baldvinsdóttir
8. Olga Ólafsdóttir
9. Auður Jónsdóttir
10. Elísabet Stella Sveinsdóttir
11. Hrafn A. Harðarson
12. Sigurður Flosason
Aðrir sem lesa ljóð að eigin vali:
Arnhildur Jónsdóttir
Kristjana H. Guðmundsdóttir
Geirlaug Egilsdóttir
Sigurður Kjartansson
Unnur Kristinsdóttir
Um Kópavogskirkju
Skrifstofa safnaðarins er í Safnaðarheimilinu Borgum, Hábraut 1a og er opin virka daga á milli 09:00-13:00. Símanúmer kirkjunnar og safnaðarheimilis er: 554 1898. Póstfang safnaðarins er Hábraut 1a, 200 Kópavogur. Netfang: kopavogskirkja@kirkjan.is.
Sóknarprestur: Sr. Sigurður Arnarson: sigurdur.arnarson@kirkjan.is
Prestur: Sr. Grétar Halldór Gunnarsson: gretar.halldor.gunnarsson@kirkjan.is
Djákni Kópavogskirkju: Ásta Ágústsdóttir, netfang: asta.agustsdottir@kirkjan.is
Tónlistarstjóri: Elísa Elíasdóttir: elisaeliasdottir@gmail.com
Kirkjuvörður er Dóra Guðrún Þorvarðardóttir, netfang kirkjuvordur@kopavogskirkja.is
Kirkjan er opin eftir samkomulagi.
Nýjustu Fréttir
- Upphaf aðventu í Kópavogskirkjunóvember 26, 2024 - 9:19 e.h.
- Messa & sunnudagaskóli 24/11/24nóvember 21, 2024 - 12:03 e.h.
- „Dag í senn“ – messa 17. nóvember 2024nóvember 12, 2024 - 3:33 e.h.
- Barna og fjölskylduguðsþjónusta 10/11/24nóvember 6, 2024 - 11:04 f.h.
- Guðsþjónusta 3. nóvember kl. 11:00 í Kópavogskirkjuoktóber 30, 2024 - 9:50 f.h.