Guðsþjónusta 24. apríl kl.11:00

Guðsþjónusta verður sunnudaginn 24. apríl n.k. kl.11:00.  Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.Sandra Kangzhu spilar á koto – kínversk hljóðfæri frá kl 10.45 – 11. Þjóðlagahópur frá Tónlistarskóla Kópavogs spilar í upphafi guðsþjónustu.Barnakór frá rússneska félaginu syngur eftir prédikun.

Tónlistarveisla

Tónlistarveisla vor 16

Uppskeruhátíð barnastarfsins

Sunnudaginn 17. apríl var barna- og æskulýðsguðsþjónusta í Kópavogskirkju.  Skólakór Kársnes söng undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur.  Hljómsveit sunnudagaskólakennurum lék.  Að lokinni guðsþjónustu var uppskeruhátíð barnastarfsins, þar sem boðið var upp á pylsur og hoppukastala.  Meðfylgjandi myndir voru teknar.image-14 image-15 image-16 image-17 image-18 image-19

Kirkjuvörður – hlutastarf

Kársnessöfnuður óskar eftir að ráða í starf kirkjuvarðar Kópavogskirkju frá og með 1. júní n.k.

Um hlutastarf er að ræða, 60 prósent starfshlutfall með sveigjanlegum vinnutíma. Möguleiki er á að tveir gegni starfinu.

Starfssvið:

• Dagleg umsjón með kirkju og safnaðarheimili • Umsjón með búnaði
• Þjónusta við helgihald
• Þrif

• Önnur tilfallandi verkefni í samstarfi við sóknarprest og sóknarnefnd

Hæfniskröfur:

• Þjónustulund, snyrtimennska og sveigjanleiki
• Færni í mannlegum samskiptum
• Þekking og áhugi á starfi og hlutverki kirkjunnar

Rík áhersla er lögð á trúmennslu í starfi og metnað til þess að takast á við mismunandi verkefni. Umsóknarfrestur er til og með 26. apríl 2016 nk. Umsóknir sendist rafrænt á netfangið: kopavogskirkja@ kirkjan.is

Umsækjendur sendi inn ferilsskrá þar sem fram koma: persónulegar upplýsingar, menntun, starfsferill, með- mælendur og annað sem umsækjendur vilja að komi fram. Athuga skal að liggja þarf fyrir samþykki umsækj- enda til að afla sakavottorðs.

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu safnaðarins af sóknarpresti eða djákna, sími 5541898 virka daga á milli 11:00-13:00 eða með því að senda tölvupóst á netfangið kopavogskirkja@kirkjan.is

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta og uppskeruhátíð barnastarfsins

Barna- og fjölskylduguðsþjónusta verður í Kópavogskirkju 17. apríl n.k.  Sr. Sigurður Arnarson, Ásta Ágústsdóttir og starfsfólk sunnudagskólans leiða stundina.  Skólakór Kársnes syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur.  Hljómsveit tekur þátt.  Eftir guðsþjónustuna verður uppskeruhátíð barnstarfsins við safnaðarheimilið Borgir.  Boðið verður upp á grillaðar pylsur og hoppukastalar verða á svæðinu.   Allir hjartanlega velkomnir.

Kirkjustarf fyrir 1-4 bekk

Miðvikudaginn 13. apríl verður kirkjustarf fyrir 1-4 bekk í síðasta skipti á þessu vori.

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli 10. apríl

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 10. apríl n.k. kl. 11:00. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Sunnudagaskólinn hefst að venju í kirkjunni og flyst síðan í safnaðarheimilið Borgir.  Allir hjartanlega velkomnir.

Fermingar vorið 2017 í Kópavogskirkju

Sunnudaginn 1. maí n.k. kl.11:00 eru fermingarbörn vorsins 2017 og foreldrar þeirra boðuð til messu og á fund á eftir í Kópavogskirkju um fyrirkomulag fermingarfræðslu og fermingarnar framundan.

Fræðslukvöld í Kópavogskirkju á þriðjudagskvöldum 5. apríl – 3. maí

Kópavogskirkja mun standa fyrir fyrirlestrum öll þriðjudagskvöld í apríl sem og þriðjudaginn 3.maí. Þriðjudaginn 5.apríl verður fjallað um guðfræðistef í tónlist Nick Cave og Bob Dylan. 12.apríl verður rætt um mikilvægi trúaruppfræðslu í fjölmenningasamfélagi. 19.apríl verður helgað fyrirgefningunni. 26.apríl verður fjallað um tilurð þess að Biblían varð almenningseign á Íslandi og áhrif boðskaps hennar á sálmaskáldið Sr. Valdimar Briem. Að lokum verður þriðjudagskvöldið 3.maí helgað áhrifum úr boðskap Davíðssálma Gamla testamentisins á þýska guðfræðinginn Dietrich Bonhoeffer og á vistfræði samtímans. Öll fyrirlestrarkvöldin hefjast klukkan 20:00 að Borgum, safnaðarheimili Kópavogskirkju.

Allir velkomnir, ávallt velkomnir! Kaffi og kleinur í boði.”

Fyrsta kvöld 5. apríl : Guðfræði í nútímatónlist. Nick Cave & Bob Dylan.

Kristján Ágúst Kjartansson er framkvæmdastjóri Æskulýðssambands kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum. Hann hefur um árabil unnið að æskulýðsmálum innan þjóðkirkjunnar og stundar mag.theol nám við Guðfræðideild Háskóla Íslands. Henning Emil Magnússon starfar sem grunnskólakennari og stundar mag.theol nám við Guðfræðideild Háskóla Íslands.

Annað kvöld 12. apríl : Mikilvægi trúaruppfræðslu barna og unglinga.

Dr.Sigurður Pálsson er fyrrverandi sóknarprestur í Hallgrímskirkju í Reykjavík. Jafnhliða sinnti hann stundakennslu við Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands. Sigurður hefur ritað bækur og greinar um trúaruppeldi og kristindóms- og trúarbragðakennslu í skólakerfinu og hefur meðal annars komið að samningu námsefnis í kristnum fræðum fyrir grunnskóla.

Þriðja kvöld 19. apríl : Fyrirgefning

Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir er prestur í Keflavíkurkirkju og formaður Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar. Sr. Sveinn Alfreðsson safnaðarprestur í Lindakirkju í Kópavogi. Hann hefur um árabil starfað sem skólastjóri, deildarstjóri, kennari og sérkennari.

Fjórða kvöld 26. apríl : Biblían og menningin

Sigfús Jónasson er tölvunörd, útvarpsmaður og stundar mag.theol nám við Guðfræðideild Háskóla Íslands. Viðar Stefánsson hefur lokið mag.theol gráðu við Guðfræðideild Háskóla Íslands og stundar nú viðbótar meistaranám við sömu deild.

Fimmta kvöld 3. maí : Áhrif Davíðssálma. Bonhoeffer & vistfræði samtímans.

Aldís Rut Gísladóttir starfar sem æskulýðsfulltrúi í Guðríðarkirkju og stundar mag.theol nám við Guðfræðideild Háskóla Íslands. Arnór Bjarki Blomsterberg starfaði um árabil sem kjötiðnaðarmaður en lauk mag.theol gráðu við Guðfræðideild Háskóla Íslands í febrúar 2016.

Ljóðaguðsþjónusta

Sunnudaginn 3. apríl n.k. verður „ljóðaguðsþjónusta“ í Kópavogskirkju í samvinnu við ritlistarhóp Kópavogs.  Flutt verða ljóð með ýmsum hætti.  Sr. Sigurður Arnarson þjónar fyrir altari.  Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová.  Sunnudagaskólinn hefst að venju kl. 11:00 í kirkjunni.  Allir hjartanlega velkomnir.