15 ár frá frá því safnaðarheimilið var tekið í notkun

Nú eru liðin 15 ár frá því safnaðarheimili Kársnessóknar (nefnt Borgir í daglegu tali) var tekið í notkun.  Árni Tómasson, formaður bygggingarnefndar hússins rakti söguna og afhennti sóknarnefnd á sóknarnefndarfundi nýverið skýrslu þar sem hann fjallar meðal annars um: aðdraganda að byggingunni, verkefni nefndarinnar, undirbúning, framkvæmdir, fjármögnun, samninga, uppgjör og stöðu og framtíðarhorfur.   Frá vinstri á myndinni eru:  Rafn Árnason, sóknarnefnd, Árni Tómasson, sr. Grétar Halldór Gunnarsson, Margrét Birna Skúladóttir, Ásta Ágústsdóttir, djákni, Guðmundur Jóhann Jóhannsson, formaður sóknarnefndar og sr. Sigurður Arnarson.