Útvarpsguðsþjónusta frá Kópavogskirkju 5/1/25 í minningu dr. Karls, biskups

Sunnudaginn 5. janúar 2025 var útvarpað guðsþjónustu sem tekin var upp í Kópavogskirkju 17. október 2024.  Guðsþjónustan var í minningu dr. Karls Sigurbjörnssonar biskups.  Sr. Sigurður Arnarson þjónaði fyrir altari ásamt sr. Þorvaldi Karli Helgasyni, sem prédikaði (prédikunin fylgir hér að neðar). Svava Bernharðsdóttir lék á víólu og Óskar Sigurbjörn Guðjónsson lék á saxafón.  Elísa Elíasdóttir lék á orgel og stjórnaði félögum úr Kór Kópavogskirkju.  Ritningarlestra lásu þær: Svandís Kristjánsdóttir og Guðrún Finnbjarnardóttir.  Bænir voru eftir dr. Karl og: Einar Gottskálksson, Ásdís Kristjánsdóttir, Karl Guðjón Bjarnason og Gunnar Karl Sigurðsson báðu.  Lokabæn las: Anna María Hákonardótttir.

Predikun í Kópavogskirkju, sunnudaginn 17. nóv. 2024, næstsíðasta sunnudag kirkjuársins.

Til heiðurs Karli Sigurbjörnssyni, biskupi.

————————————————

Náð sé með ykkur og friður frá Guði föður og Drottni Jesú Kristi. Amen.

Sigurbjörn biskup var eitt sitt spurður hvort hann gæti með einni setningu sagt hvað Guð væri. Hann svaraði eitthvað á þessa leið: „Allt það góða sem Jesús sagðiog gerði“.

Í guðfræðideildinni nutum við þess að mega syngja í kór í miðnæturmessu á aðfangadagskvöldi í Dómkirkjunni þar sem Sigurbjörn biskup predikaði. Í þeim mögnuðu orðum hans,bæði þá og síðar, var hjálpræðisverk Krists boðað klárt og kvitt. Ætíð ættum viðsnúaokkur að Kristi Jesú til að öðlast hina bestu og réttu sýn á hvað Guð er.

Þessa sömu trúarsýnhafði Hallgrímur Pétursson sem orðaði það svo í þessu þekkta Passíusálmaversi (48:14):

Gegnum Jesú helgast hjarta

í himininn upp ég líta má,

Guðs míns ástar birtu bjarta

bæði fæ ég að reyna’ og sjá.

Hryggðarmyrkrið sorgar svarta

sálu minni hverfur þá.

Norski nóbelsverðlaunahafinn, Jan Fosse, var líka spurður um tilvist Guðs: „Nú talar þú mikið um Guð í bókum þínum, en segir ekki alveg til um hver Guð er.“Jan Fosse svaraði: „Það er ekki hægt að lýsa Guði. Guð er eitthvað allt annað og meira en svo að við getum náð að draga upp fullkomna mynd af Guði.“ En svo bætti hann við: „En það er svo merkilegt með vantrúarmenn að þeir vita nákvæmlega hvað Guð er – sem þeir svo hafna.“

Djúpthugsandi skáld, heimspekingar, siðfræðingar og allir vel hugsandi menn,skynja að tilvist Guðs er grundvallarspurning lífsins.Svar Sigurbjörns og Hallgrímsvar það sama, að horfa í gegnum hjarta Jesúog finna þar hlýja nærveru Guðs, skapara okkar og frelsara.

Í orðum Jesúgetum við fundið spakmæli og heilræðisem margir geta tekið undir, en fara oft ekki lengra, því miður. Því Jesús var ekki bara sá sem talaði fallega, fann að ýmsu sem betur mætti fara í mannlífinu og hvatti okkur til dáða. Með lífi sínu opnaði Kristur dyrnar til himinsog ef fylgjum honum eftirerum við leidd að krossi hans, dauða hans og upprisu.

Róðukrossinn sýnirJesúá föstudeginum langa þar sem frelsarinn hefur hneigt höfuð sitt og gefið upp andann. Þjáningar hans höfðu merkingu og dauði hans undirstrikun þess, að hann var maður eins og við, en með upprisu hans,undrinu mikla,sem er verk Guðs, verður það ekki skýrara sagt að hann var sannarlega sonur Guðs.

Kristin trú fjallar um margt og snertir mannlífið allt en trúarhugtakiðmá skýra með því að segja að það fjalli einmitt um samfylgd með Jesú Kristi frá fæðingu til dauða,með fullvissuum að ekkert muni gera okkur viðskila við kærleika Guðs. Þess vegna þarf að boða þennan fagnaðarboðskap í orði og verki og þjóna lífinu öllu í anda hins kærleiksríka Guðs.

————Við skulum þakka fyrir það að við höfum átt þessa menn orðsins eins og Hallgrím Pétursson,Sigurbjörnog sannarlega líka Karl biskupsem við viljum sérstaklega minnast og heiðra hér í dag og ekki hvað síst fyrir bækur hans og predikanir. Karlnærðist á því að boða, predika, biðja. Og eins og með aðra meistara orðsins var beðið eftir að hann talaði og predikaði, skrifaði eða birtist á skjánum í samfélagsmiðli sem hann gerði með dyggri aðstoð Kristínar konu sinnar.

Uppvöxtur hans ogtrúarlegar rætur voru í heimi bænarinnar hjá móður hansog nærri föðurnumþessum mikla listamanni hins helga orðs í ræðu og riti, og ekki hvað síst í sálmum. Karl dáði sálma kirkjunnar og söng sjálfur hæst allra. Sálmar væru andsvar safnaðarins við boðskapnum góða, eins og meistari Bach undirstrikaði í öllum sínum miklu kirkjulegu tónverkum, og því ætti að skerða sem minnst hinn almenna söng safnaðarins.

—Karl var mikill húmoristi en hann var ekki hrifinn af því að prestar væru með brandara í athöfnum bara til þess eins að slá um sig. Góð saga eða spaugilegt atvik setti hann í samhengi þess sem hæfði tilefninu, aldrei án afsláttar af hinu helga orði. Við sem áttum hann að vini og samferðarmanni nutum þess að vera nærri honum þegar sögurnar runnuupp úr honum, margar bráðfyndnar og oft sagðar með leikrænum hætti.

Það var ein af náðargáfum hans að geta tengt saman frásagnir við aðstæður á hverjum stað, eins og þegar hann settist við borðið með sóknarnefndum á visitasíum, já hvílíkt og annað eins. Hann átti sögur á lager, virtist þekkja allt og alla,gat dregið fram atvik, fólk og sögubrotum þessa tilteknu kirkju eða landsvæði eins og ekkert væri eðlilegra.

Maður komst ekki hjá því að fullyrða að hann væri með stálminni því hann virtist engu gleyma sem hann hafði einhvern tímann heyrt eða lesið, og hann las mikið, eða fólki sem hann ávarpaðimeð nafni næst þegar fundum þeirra bar saman.

Á visitasíum predikaði hann í öllum kirkjum á yfirferð sinni, aldrei með sömu ræðuna. Hvernig gat hann þetta allt?

Ég held að hann hafi sjaldan setið auðum höndum. Hann var vissulega skipulagðurog vildi hafa röð og reglu á hlutunum. Falleg hönnun, arkitektúr og skipulagsmál voru eitt af hans hugðarefnum.Hann hafði listrænt auga og það kom sér vel þegar hafist var handa við að innrétta Hallgrímskirkju, ákveða innviði hennarog fyrirkomulag. Margt sem þar gleður augað var gert að undirlagi hans, látlaust, hreint og vel gert, kirkjulegt. Hönnuðir vissu að þar fór saman prestur með víðtæka kirkjuþekkingunæmt fegurðarskin og kunnáttu um hin kirkjulegu tákn sem voru honum afar hugleikin.

Heimili þeirra hjóna Karls og Kristínar bar þess líka merki, eins og maður gengi inn í fagran helgidóm, allt var á sínum rétta stað smekklegt og vandað. Það sést líka á bókunum hans sem hann átti ríkan þátt í að hanna enda sjálfur prýðis teiknari, eins og margar bækur hansvitna um. Bænabókinhans er ómetanlegt hjálparrit fyrir presta og alla sem starfa innan kirkjunnar og auðvitað alla sem lifa í heimi bænarinnar eða vilja nálgast þann opna farveg trúarinnar. Samsvarandi bænabók hafði áður verið gefin útí Sænsku kirkjunni, en það veit ég að biskuparnir þar öfunduðu okkur af útgáfu Karls sem þeim þótti til mikillar fyrirmyndar.

Þegar hann hafði yfirgefið biskupsstólinn var hann kallaður af Agnesi biskupi til að þjóna í Dómkirkjunni (3 ár). Þarleið honum vel og þar eignaðist hann tryggan söfnuð sem kom til að hlýða á orðsnild hans og þanndjúpa kristindóm sem hann dró fram með skýrum hætti og af sannfæringu. Sem betur fer fyrir okkur og komandi kynslóðir komust margar þessardómkirkjupredikanirog aðrar meistaralega gerðar predikanir á prent. Um svipað leyti gaf hann út þykka bók með hugleiðingu fyrir hvern dag ársins, Dag í senn. Þarna hélt maður að nú væri hann sestur íhelgan stein, eins og predikunarsafnið hans heitir, en svo reyndist ekki vera.

Þá voru veikindinfarin að herja á hann en með óþreytandi löngun til að komaenn einhverju góðu frá sér á prenti, snaraði hann úr ensku,sögu af bandarískri fjölskyldu, fagurbókmenntaverkií fjórum bindum eftir einn virtasta rithöfund samtímans í Bandaríkjunum. Þessar fjórar bækur eru tæpar 1500 blaðsíður alls og hefði sumum þótt nóg að afreka slíkt á mörgum árum, fullfrískir. Þar með var þessu þýðingarstarfi og ritstörfum ekki enn lokið. Bókin um Fyrirgefninguna eftir Desmond Tutu leit dagsins ljós. Þá réðst hann í að þýða sögu frá Írak og aðra frá Eþíópíu, endurskoða Bænabókina o.fl. ogvannmeð góðum fræðimönnum að útgáfu á gríðarmiklu og vönduðu verki um handbók presta og þrjár sálmabækur 16.aldar. Þeir sem að því stóðu vissu vel hvert þeirættu aðleitasvo þetta bókmenntaverk stæði undir nafni.

—Við Karl ræddum mikið saman og oftar en ekki um kirkjuna okkar og kristna trú sem voru svo nærri hjarta hans. Hann var svo dyggur þjónn kirkjunnar, trúfastur prestur, sannur í sinni boðun að ég vil kalla hann meðal mestukennimanna kirkjunnar okkar. Í boðuninni vék hann ekki framhjá textum Biblíunnar sem reyndusterfiðir umfjöllunar, það væri eins og skauta framhjá því erfiða í lífinu. Og hann mætti eins og við öll raunum og mótbyr í lífinu. En hann hafði alltaf tíma til þess að sinna fjölskyldunni og vinum sínum og svo mörgum sem áttu um sárt að binda sem leituðu til hans. -Fátt særði hann meir en að þurfa að hverfa af biskupsstóli, svo mikið sem hann unni kirkju og kristni, hann sem hafði varið allri sinni starfsævi í hennar þjónustu afeljusemi og einlægni. Og það var mikillmissirfyrir kirkjuna okkar.

Í guðspjalli þessa sunnudags varar Jesús okkur við hræsnien þar segir líka að við skulum hræðast þann sem hefur vald til að deyða. En svo koma þessi orð: Eru ekki fimm spörvar seldir fyrir tvo smápeninga? Og þó gleymir Guð engum þeirra….Óttist ekki, þér eruð meira verðir en margir spörvar.

Spörvar sem Jesús vísar til eru meðal minnstu fugla og gráspörvinn heitir á latínu heimilisspörvinnaf því að hann vill gjarnan halda sig nærri mannabyggð, í sveit eða borg. Þeir syngja fagurlega og saman standa karl- og kvenfuglinn að hreiðurgerðinni. Með lítillæti sínu sýna þessir smávöxnu fuglarokkur yndisleika og fegurðsköpunarinnar. Þessir litlu fuglar voru ekki mikils metnir en Jesús segir okkur að enginn þeirra falli til jarðar án vitundar Guðs. Þarna sjáum við enn eina myndina af skapara himins og jarðar, – Guð er sá sem vakir yfir allri sköpun sinni og ekkert barna hans lifir og deyrán hans vitundar og nærveru.

Við erum öll dauðleg, breysk, gölluð og smá. Það er fyrir verk Krists sem við megum gleðjast og fagna, þrátt fyrir allt, en ekki með hroka og sjálfselsku.Jesús segir í Fjallræðunni: Sælir eru hógværir því að þeir munu jörðina erfa.Kirkju Krists ber að forðast stærilæti en sýna auðmýkt minnug þess að enginn er fullkominn nema Guð.

Karl biskup hafði af miklu að miðla okkur, boðberi semsá allt lífið„í gegnum Jesú helgast hjarta“.Þangað vildi hann leiða okkurtil lausnar á mannsins böli, og þiggja blessun Guðs um eilífð.

Maðurinn lifir fyrir náð Guðs. Hin himneska birta sem lýsti upp Betlehemsvelli forðum streymir áfram til okkar með birtu vonar og kærleika.Í þeirri birtutökumst við á við lífið í barnslegri og einlægri trú á handleiðslu Guðs. Svo yrkir Hallgrímur:

Víst er ég veikur að trúa,
veistu það, Jesú, best,
frá syndum seinn að snúa,
svoddan mig angrar mest.
Þó framast það ég megna
þínum orðum ég vil
treysta og gjarnan gegna.
Gef þú mér náð þar til. (Pass.15:12)

Hirðisbréf Karlsbiskups nefndi hann „Í birtu náðarinnar“. Það lýsir honum vel. Látum hann eiga hér lokaorðin er hannútlistar heiti hirðisbréfsins:

„Náð og friður eru yndisleg orð. Merkingu þeirra orðaskynjum við með hjartanum fremur en að við skiljum til hlítar eða getum skilgreint. Af þeim stafar hlýju, mildi og birtu. Birta náðarinnar berst til þín í brosi barnsins og elsku ástvinar þíns, í sérhverju því sem þú þiggur af yndi og gleði í lífinu, gæfu og blessun, ókeypis og óverðskuldað. Tærust blikar birta náðarinnar gegnum móðu og mistur trárvotra augna yfir því sem miður fer, auðnubrigðum, mistökum, synd. Náð er sú undursamlega fegurð, mildi og birta sem brosir við þér þegar þú lítur til Guðs og svarar laðan hans sem vill umfaðma þig eins og þú ert og þrátt fyrir allt. Og friður er það sem hann vill gefa hjarta þínu, lífi og sál“.

Amen.

Meðfylgjandi er slóð á guðsþjónustuna:https://www.ruv.is/utvarp/dagskra/ras1/2025-01-05/5280292

15 ár frá frá því safnaðarheimilið var tekið í notkun

Nú eru liðin 15 ár frá því safnaðarheimili Kársnessóknar (nefnt Borgir í daglegu tali) var tekið í notkun.  Árni Tómasson, formaður bygggingarnefndar hússins rakti söguna og afhennti sóknarnefnd á sóknarnefndarfundi nýverið skýrslu þar sem hann fjallar meðal annars um: aðdraganda að byggingunni, verkefni nefndarinnar, undirbúning, framkvæmdir, fjármögnun, samninga, uppgjör og stöðu og framtíðarhorfur.   Frá vinstri á myndinni eru:  Rafn Árnason, sóknarnefnd, Árni Tómasson, sr. Grétar Halldór Gunnarsson, Margrét Birna Skúladóttir, Ásta Ágústsdóttir, djákni, Guðmundur Jóhann Jóhannsson, formaður sóknarnefndar og sr. Sigurður Arnarson.