Messa 23/10/22 kl. 11:00

Fyrirbænastund

Mál Dagsins

Bleik guðsþjónusta – 9/10/22 kl.11:00

Sigríður Gunnarsdóttir forstöðumaður rannsókna- og skráningarseturs hjá Krabbameinsfélaginu og prófessor í krabbameinshjúkrun við Háskóla Íslands flytur hugleiðingu. Konur lesa ritningarlestra. Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová. Sr. Sigurður Arnarson þjónar fyrir altari.

Helgistund og Mál dagsins

Að eilífu ——Amen – námskeið um bænina í Árbæjarkirkju

Faðirvorið eða Bæn Drottins eins og hún er oft nefnd er bænin sem Jesús kenndi fólki þegar það bað hann um að kenna sér að biðja. Þessi bæn er beðin út um allan heim af milljónum manna og hefur verið beðin í u.þ.b. 2000 ár á ýmsum tungumálum. Margir hafa lært hana utan að sem börn en lítið velt fyrir sér merkingu hennar á fullorðinsárum. En þessi bæn er mjög innihaldsrík við nánari skoðun. Hún er góð fyrirmynd annarra bæna og því tilvalin til þess að byggja bænalíf sitt á.

Miðvikudaginn 10. febrúar hefst námskeið um Faðirvorið í Árbæjarkirkju. þar sem rætt verður um bæn og bænaiðkun út frá bæninni sem Jesús kenndi. Þetta námskeið er fyrir alla sem vilja vita meira um Faðirvorið og bænalíf eða hafa áhuga á kristindómnum og vilja dýpka skilning sinn á kristinni trú. Námskeiðið stendur yfir í 6 vikur, á miðvikudagskvöldum frá kl:19:30-21:30. Það hefst 10. febrúar og lýkur 16. mars. Námskeiðið er öllum opið og kostar 3000 krónur. Leiðbeinandi er sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir. Skráning fer fram á netfanginu: petrina@arbaejarkirkja.is og í gegnum síma Árbæjarkirkju: 587-2405