Dagskrá á aðventu
Kópavogskirkja
29. nóvember. Fyrsti sunnudagur í aðventu.
Kl. 11:00 Tónlistarmessa. Fluttir verða aðventu- og jólasálmar. Friðarlogi frá skátum afhenntur.
Miðvikudagur 2. desember kl. 20:00-21:00.
Aðventutónleikar Kórs Kópavogskirkju í safnaðarheimilinu Borgum. Flutt verða jólalög frá Íslandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Stjórnandi Lenka Mátéová. Erna Vala Arnardóttir leikur á píanó og einsöng syngja söngvarar úr kórnum. Sr. Sigurður Arnarson segir frá aðventu- og jólahaldi í Bandaríkjunum og Bretlandi. Boðið verður upp á „aðventuveitingar“ eftir tónleikanna. Engin aðgangseyrir.
6. desember. Annar sunnudagur í aðventu
Barna – og fjölskylduhelgistund með þátttöku Skólakórs Kársnes undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur. Sunnudagaskólinn tekur þátt í helgistundinni. Jólaball verður í safnaðarheimilinu Borgum að lokinni guðsþjónustu. Sunnudagaskólakennarar leiða stundina. Enginn aðgangseyrir. Allir velkomnir
13. desember Þriðji sunnudagur í aðventu
Barna- og fjölskylduguðsþjónusta. Börn úr leiksskólanum Kópasteini flytja helgileik.
16. desember kl. 17:30 í Kópavogskirkju.
Kirkjuhlaupið í Kópavogi. Fyrst sungnir jólasálmar og hlaupið hefst kl. 17:40 með kirkjuklukknahringingu, hlaupið verður á milli nokkurra kirkna í Kópavogi. Eftir hlaupið er boðið upp á hlaupavænar veitingar í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Borgum.
20. desember. Fjórði sunnudagur í aðventu
Kl. 11:00 Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, prédikar og þjónar fyrir altari. Sigrún Harðardóttir leikur á fiðlu.
Sóknarprestur, prédikar og þjónar í öllum guðsþjónustum nema annað sé tekið fram. Kór Kópavogskirkju syngur undir í öllum guðsþjónustum undir stjórn Lenku Mátéová nema annað sé tekið fram. Nánar á vef Kópavogskirkju.