Fermingar í ágúst, 2021
Fermt verður sunnudaginn 22. ágúst kl.11:00 í Hjallakirkju og þann 29. ágúst kl. 11:00 í safnaðarheimilinu Borgum (skáhalt gengt Gerðarsafni).
Æfingar fyrir fermingar eru sem hér segir:
Föstudaginn 20. ágúst kl. 16:00-17:00 í Hjallakirkju (ekki 10:00 eins og var búið að auglýsa) fyrir þau sem fermast 22. ágúst og
Föstudaginn 27. ágúst kl.16:00-17:00 í safnaðarheimilinu Borgum fyrir þau sem fermast 29. ágúst.
Fermingarbörn skulu mæta í Hjallakirkju (22. ágúst) og í safnaðarheimilið Borgir (29. ágúst) kl. 10:30.
Upplýsingar um sóttvarnir má finna á vef Heilbrigðisráðuneytisins. Allar takmarkanir ná til landsins alls og almenna reglan um fjöldatakmörkun er 200 manns. Minnum á persónubundnar sóttvarnir.Grímuskylda er innandyra þar sem ekki er unnt að tryggja 1 metra nálægðarmörk milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum. Skráning þátttakenda á allar athafnir og viðburði er í gildi, og fer hún fram fyrir athöfnina í Hjallakirkju þann 22. ágúst n.k. og í anddyri safnaðarheimilisins Borga sunnudaginn 29. ágúst. n.k. Ákvæði um fjöldatakmörkun og nálægðartakmörkun taka ekki til barna sem fædd eru 2016 og síðar.
Grímuskylda á ekki við börn sem fædd eru 2006 og síðar.