Fermingarfræðsla
Þann 28. september verður í safnaðarheimilinu Borgum fyrsta sameiginlega fermingarfræðsla vetrarins klukkan 16:00-16:40 (í fræðsluna eiga að mæta þau sem sóttu síðsumarsfræðslu og þau sem sækja fræðsluna í vetur).
- Unglingarnir skulu mæta með hefðbundin námsgögn ( „Con Dios“, „Kirkjulykilinn“, Nýja testamenntið, skriffæri og vinnubók).
- Í fermingarfræðslunni verður látin ganga listi, þar sem fermingarbörnin geta skráð sig, sem guðsþjónustu- og messuþjóna í helgihaldinu á sunnudögum í vetur.
- Foreldrar eru hjartanlega velkomnir að taka þátt í þeirri þjónustu með unglingunum sínum ef tök eru á.
Æskulýðsfundir fyrir 8. bekk hefjast í næstu viku á þriðjudeginum 6. október í safnaðarheimilinu Borgum.
- Fundirnar standa frá kl. 20:00-21:30 og eru hugsaðir sem hluti af fermingarfræðslunni í vetur.
- Fundirnar hafa verið afar vel sóttir af fermingarbörnunum.
- Leiðtogar í þessu starfi eins og síðustu ár eru þau: Ýr Sigurðardóttir, Ágústa Ágústsdóttir og Helgi Steinn Björnsson.
Miðvikudaginn 7. október er fermingarfræðsluferð í Vatnaskóg.
- Farið verður frá Kópavogskirkju kl. 08:15 (ekki kl. 08:00 eins og áður var auglýst) og komið heim um 21:00 sama dag.
- Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og Kársnessöfnuður niðurgreiða ferðina að hluta til fyrir hvern og einn.
- Kársnesskóli óskar eftir að sótt sé um leyfi til skólans vegna ferðarinnar.