Fermingarmessa og sunnudagaskóli 17/03/24
Á sunnudaginn kl. 11.00 verður fermingarmessa í Kópavogskirkju. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson og sr. Sigurður Arnarson leiða messuna. Kór Kópavogskirkju leiðir söng, Katrín Rós Harðardóttir syngur einsöng og Elísa Elíasdóttir er organisti. Á sama tíma, kl. 11.00 verður sunnudagaskólinn í Borgum safnðarheimili á sínum stað, leiddur af æskulýðsleiðtögum Kópavogskirkju.