Foreldrarmorgnar og barnastarf

Foreldramorgnar

Á hverjum fimmtudegi frá klukkan 10:00-12:00 í safnaðarheimilinu Borgum. Umsjón með starfinu hefur Magnea Tómasdóttir, söngkona. Allir foreldrar ungra barna velkomnir. Reglulega eru heimsóknir frá aðilum með fræðslu og kynningar á ýmsu, sem tengist börnum og barnauppeldi.

Starfið hefst 24. september n.k.

Sunnudagaskólinn

Hvern sunnudag klukkan 11:00. Lögð er áhersla á fræðslu um kristna trú, gleði og söng. Sagðar eru sögur, brúður koma í heimsókn og ýmislegt annað. Sunnudagaskólann annast þau: Þóra Marteinsdóttir, tónmenntakennari, Bjarmi Hreinsson, háskólanemi, Oddur Örn Ólafsson, menntaskólanemi og sr. Sigurður Arnarson.

Sunnudagaskólinn hófst 6. september síðastliðinn.

Starf fyrir börn í 1.-2. bekk

Á miðvikudögum klukkan 14:00-15:00 í safnaðarheimilinu Borgum. Með því að senda tölvupóst á netfangið kopavogskirkja@kirkjan.is geta foreldrar eða forráðamenn skráð og óskað eftir því að náð sé í börn þeirra í Dægradvöl í Kársnesskóla og farið með þau þangað aftur að kirkjustarfi loknu.

Starfið hefst 7. október n.k.

Starf fyrir börn í 3.-4. bekk

Á miðvikudögum kl.15:30-16:30 í safnaðarheimilinu Borgum. Með því að senda tölvupóst á netfangið kopavogskirkja@kirkjan.is geta foreldrar eða forráðamenn skráð og óskað eftir því að náð sé í börn þeirra í Dægradvöl í Kársnesskóla og farið með þau þangað aftur að kirkjustarfi loknu.

Starfið hefst 7.október n.k.

Æskulýðsstarf fyrir 8. bekk

Starfið er ætlað unglingum í 8. bekk. Fundir eru á þriðjudagskvöldum frá kl. 20:00-21:30 í safnaðarheimilinu Borgum. Umsjón með fundunum hafa: Helgi Steinn Björnsson, háskólanemi, Ýr Sigurðardóttir, háskólanemi og Ágústa Tryggvadóttir, menntaskólanemi.

Starfið hefst 6. október n.k.