20 ára afmæli “Mál Dagsins” 7. Nóv. 2023. Skrifað og flutt af Ásgeiri Jóhannessyni, einum af stofnendum „máls dagsins“
„Kæru áheyrendur gestir vinir og samstarfsfólk.
Mér hefur verið falið að rifja hér upp sögu þessa safnaðarstarfs hér við Kópavogskirkju, sem gefið hefur verið nafnið “Mál dagsins”, og hófst fyrir 20 árum síðan.
Þá var hér sóknarprestur sr. Ægir Sigurgeirsson, og hafði farið í ársfrí til Vesturheims að kynna sér kirkjustarf þar. Eftir heimkomuna kallaði hann okkur 4 sóknarbörn saman til að ræða nýjar hugmyndir í kirkjustarfinu. Þetta var folk frá ýmsum stöðum af landinu sem hafði sest að hér í Kópavogi: Pálína Jónsdóttir kennari frá Hesteyri, Óli Lúthersson bifreiðastjóri af Snæfellsnesi , Sigríður Pálsdóttir íþróttakennari úr Grundarfirði, og sá er hér talar frá Húsavík. Niðurstaða umræðna þessa hóps og sóknarprestsins var að reyna að stofna til nýbreytni í safnaðarstarfinu með því að efna til samkomu einu sinni í viku á þriðjudögum kl. 14,30 – 16. fyrir einkum eldra folk í söfnuðinum , starfstíminn væri frá miðjum September til Maimánaðar. Formið hefur ávallt verið það sama :
Samsöngur , – “Mál dagsins” sem er 20 mínúitna fræðslu erindi um ýmsa þætti og atburði í samfélaginu , og síðan sameiginlegar kaffiveitingar og spjall. Og að lokum stutt bænastund í lok hverrar samverustundar
Í upphafi stýrði söngnum Kópavogsbúinn Sigrún Þorgeirsdóttir, en hún var þá jafnfframt kórstjóri Kvennakórs Reykjavíkur og kór Seníóritanna sem eru eldri dömur Kvennakórsins, en Sigrún er jafnframt ágæt söngkona og leiddi sönginn af miklum krafti. Hún mótaði í upphafi söngstundirnar með því að blanda saman ættjarðarlögum, dægurlögum og hátíðalögum, allt eftir árstíðum og aðstæðum , en allir fengu söngtexta í hendur og gátu sungið sín gömlu og góðu lög af hjartans list og krafti. Þetta var býsna góður söngur, því margir sem sóttu þessar samkomur voru fyrrum kórfélagar í kirkjukórum úti á landi og Vanir að syngja í röddum.
Fyrsta árið annaðist undirleik á piano Natalia Show frá Kína sem var þá organisti við kirkjuna, en það reyndist ekki nógu heppilegt því oft vantaði nótur með dægurlögunum sem allir kunnu en hún þekkti ekki . Á öðru ári tók því við undirleik Aðalheiður Þorsteinsdóttir og annaðist hann þar til Sigrún hætti að leiða sönginn árið 2008 eftir 5 ára brautryðjanda starf.
Haustið 2008 tók svo við að leiða sönginn Friðrik Kristinsson stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur og okkar góði organisti Lenka hefur annast undirleik, og hefur verið svo allt þar til nú í haust að sú fræga Þórunn Björnsdóttir stjfórnandi Skólakóra Kársnesskóla stjórnar nú bæði söng og hljóðfæraleik af alkunnu tápi og fjöri.
Í upphafi þessa starfs vorum við til húsa í safnaðarheimili vestan kirkjunnar, þar voru nær enginn bílastæði. Þá sóttu 25 -35 manns samverustundirnar en eftir að nýtt safnaðarheimili reis hér fyrir nær 15 árum jókst aðsóknin og einnig kirkjusókn, en þá hafði vegspottinn upp að kirkjunni verið malbikaður. Í fyrstu messu eftir malbikun var kirkjan þétt setin orkti kórfélaginn Loftur Ámundason :
“ Hvílík breyting um helgar traðir, hefur ei sést um áraraðir. Til kirkjunnar allir geysast glaðir, því Guðsvegir eru nú mallbikaðir”.
Sem dæmi um vinsældir þessa starfs má nefna að 2014 – 2015 sóttu 2.112 manns Mál dagsins, og á 10 ára afmælinu flutti forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson minnisstæða ræðu
Starfsemin efldist mjög með nýju safnaðarheimili og sr. Sigurður Arnarson kom um líkt leyti til starfa sem sóknarprestur. Reyndist einstaklega hugmyndaríkur og snjall að fá áhugaverða fyir lesara til að flytja Mál dagsins, .
Telst mér til að á þessum 20 árum hafi verið flutt 500 erindi um hin margvíslegustu efni. Má segja að fyrirlesararnir hafi aukið þekkingu fólksins hér í söfnuðinum á hinum ólíkustu sviðum í okkar samfélagi og opnað okkur Kópavogsbúum nýja sýn á fjölþætta starfsemi í okkar þjóðfélagi sem við höfum ekki haft aðstæður til að kynnast svo náið fyrr. Segja má að flutt hafi verið inn stórfelld þekking í safnaðarstarf okkar hér á Kársnesinu. Skulu nú nefnd nokkur dæmi af þessu tilefni.: Fjallað var um Störf ljósmæðra, Ljósmyndasafn Íslands, Listdansflokk Íslands,, Pós tog fjarskiptastofnun, Fimleikasamband ÍslaNDS, Hafrannsóknarstofnfun og hafrannsóknir, um ævi sr. Magnúsar Guðmundssonar eins fjölhæfasta sóknarprests landsins á síðustu öld og olympíuleikana í Japan þar sem Ísland fékk silfurverðlaun í handknattleik, landsliðsmarkvörðurinn Einar Þorvarðarson sagði frá þeim atburði. Meðal annara fyrirlesara má nefna, Svein Einarsson, leikhússtjóra, Tómas Árnason ráðherra, Hjálmar Jónsson dómkirkjuprest, dr. Pál Mathíasson forstjóra Landspítalans, og Rögnu Karlsdóttur,verkfræðing svo dæmi séu nefnd. Og svona fyrirlestra veisla hefur farið fram hér árlega og þvílík þekking og fróðleikur hefur okkur borist í gegnum safnaðarstarfið með þessum hætti. Og hér hafa þátttakendur notið mikilvægra gleði og ánægjustunda, sem að starfsfólkið hér sr. Sigurður Arnarson, Ásta Ágústsdóttir djákni og sr. Grétar Halldór Gunnarsson hafa leitt af mikilli hugkvæmni“
Aðventuhlaup í Kópavogi
/in Fréttir, Frontpage Article, Images, News, Uncategorized/by Sigurður ArnarsonBarna- og fjölskylduguðsþjónusta 3/12/23
/in Fréttir, Frontpage Article, Images, News, Uncategorized/by Sigurður ArnarsonGuðsþjónusta 26/11/23
/in Fréttir/by Grétar Halldór GunnarssonÞann 26. nóvember verður guðsþjónusta við Kópavogskirkju kl. 11.00. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur og Elísa Elíasdóttir er organisti. Á sama tíma verður sunnudagaskólinn fyrir börnin á sínum stað kl. 11.00 í safnaðarheimilinu Borgum í umsjón æskulýðsleiðtoga Kópavogskirkju
Guðsþjónusta 19/11/23
/in Fréttir/by Grétar Halldór GunnarssonGuðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 19. nóvember kl. 11.00. Sr. Sigurður Arnarson prédikar og þjónar fyrir altari. Meðlimir í Kór Kópavogskirkju syngja og Elísa Elíasdóttir stjórnar. Á sama tíma verður sunnudagaskólinn á sínum stað í Borgum, safnaðarheimili.
Barna- og fjölskylduguðsþjónusta 12/11/23 kl.11:00
/in Fréttir, Frontpage Article, Images, News, Uncategorized/by Sigurður ArnarsonRæða á 20. ára afmæli
/in Fréttir/by Grétar Halldór Gunnarsson20 ára afmæli “Mál Dagsins” 7. Nóv. 2023. Skrifað og flutt af Ásgeiri Jóhannessyni, einum af stofnendum „máls dagsins“
„Kæru áheyrendur gestir vinir og samstarfsfólk.
Mér hefur verið falið að rifja hér upp sögu þessa safnaðarstarfs hér við Kópavogskirkju, sem gefið hefur verið nafnið “Mál dagsins”, og hófst fyrir 20 árum síðan.
Þá var hér sóknarprestur sr. Ægir Sigurgeirsson, og hafði farið í ársfrí til Vesturheims að kynna sér kirkjustarf þar. Eftir heimkomuna kallaði hann okkur 4 sóknarbörn saman til að ræða nýjar hugmyndir í kirkjustarfinu. Þetta var folk frá ýmsum stöðum af landinu sem hafði sest að hér í Kópavogi: Pálína Jónsdóttir kennari frá Hesteyri, Óli Lúthersson bifreiðastjóri af Snæfellsnesi , Sigríður Pálsdóttir íþróttakennari úr Grundarfirði, og sá er hér talar frá Húsavík. Niðurstaða umræðna þessa hóps og sóknarprestsins var að reyna að stofna til nýbreytni í safnaðarstarfinu með því að efna til samkomu einu sinni í viku á þriðjudögum kl. 14,30 – 16. fyrir einkum eldra folk í söfnuðinum , starfstíminn væri frá miðjum September til Maimánaðar. Formið hefur ávallt verið það sama :
Samsöngur , – “Mál dagsins” sem er 20 mínúitna fræðslu erindi um ýmsa þætti og atburði í samfélaginu , og síðan sameiginlegar kaffiveitingar og spjall. Og að lokum stutt bænastund í lok hverrar samverustundar
Í upphafi stýrði söngnum Kópavogsbúinn Sigrún Þorgeirsdóttir, en hún var þá jafnfframt kórstjóri Kvennakórs Reykjavíkur og kór Seníóritanna sem eru eldri dömur Kvennakórsins, en Sigrún er jafnframt ágæt söngkona og leiddi sönginn af miklum krafti. Hún mótaði í upphafi söngstundirnar með því að blanda saman ættjarðarlögum, dægurlögum og hátíðalögum, allt eftir árstíðum og aðstæðum , en allir fengu söngtexta í hendur og gátu sungið sín gömlu og góðu lög af hjartans list og krafti. Þetta var býsna góður söngur, því margir sem sóttu þessar samkomur voru fyrrum kórfélagar í kirkjukórum úti á landi og Vanir að syngja í röddum.
Fyrsta árið annaðist undirleik á piano Natalia Show frá Kína sem var þá organisti við kirkjuna, en það reyndist ekki nógu heppilegt því oft vantaði nótur með dægurlögunum sem allir kunnu en hún þekkti ekki . Á öðru ári tók því við undirleik Aðalheiður Þorsteinsdóttir og annaðist hann þar til Sigrún hætti að leiða sönginn árið 2008 eftir 5 ára brautryðjanda starf.
Haustið 2008 tók svo við að leiða sönginn Friðrik Kristinsson stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur og okkar góði organisti Lenka hefur annast undirleik, og hefur verið svo allt þar til nú í haust að sú fræga Þórunn Björnsdóttir stjfórnandi Skólakóra Kársnesskóla stjórnar nú bæði söng og hljóðfæraleik af alkunnu tápi og fjöri.
Í upphafi þessa starfs vorum við til húsa í safnaðarheimili vestan kirkjunnar, þar voru nær enginn bílastæði. Þá sóttu 25 -35 manns samverustundirnar en eftir að nýtt safnaðarheimili reis hér fyrir nær 15 árum jókst aðsóknin og einnig kirkjusókn, en þá hafði vegspottinn upp að kirkjunni verið malbikaður. Í fyrstu messu eftir malbikun var kirkjan þétt setin orkti kórfélaginn Loftur Ámundason :
“ Hvílík breyting um helgar traðir, hefur ei sést um áraraðir. Til kirkjunnar allir geysast glaðir, því Guðsvegir eru nú mallbikaðir”.
Sem dæmi um vinsældir þessa starfs má nefna að 2014 – 2015 sóttu 2.112 manns Mál dagsins, og á 10 ára afmælinu flutti forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson minnisstæða ræðu
Starfsemin efldist mjög með nýju safnaðarheimili og sr. Sigurður Arnarson kom um líkt leyti til starfa sem sóknarprestur. Reyndist einstaklega hugmyndaríkur og snjall að fá áhugaverða fyir lesara til að flytja Mál dagsins, .
Telst mér til að á þessum 20 árum hafi verið flutt 500 erindi um hin margvíslegustu efni. Má segja að fyrirlesararnir hafi aukið þekkingu fólksins hér í söfnuðinum á hinum ólíkustu sviðum í okkar samfélagi og opnað okkur Kópavogsbúum nýja sýn á fjölþætta starfsemi í okkar þjóðfélagi sem við höfum ekki haft aðstæður til að kynnast svo náið fyrr. Segja má að flutt hafi verið inn stórfelld þekking í safnaðarstarf okkar hér á Kársnesinu. Skulu nú nefnd nokkur dæmi af þessu tilefni.: Fjallað var um Störf ljósmæðra, Ljósmyndasafn Íslands, Listdansflokk Íslands,, Pós tog fjarskiptastofnun, Fimleikasamband ÍslaNDS, Hafrannsóknarstofnfun og hafrannsóknir, um ævi sr. Magnúsar Guðmundssonar eins fjölhæfasta sóknarprests landsins á síðustu öld og olympíuleikana í Japan þar sem Ísland fékk silfurverðlaun í handknattleik, landsliðsmarkvörðurinn Einar Þorvarðarson sagði frá þeim atburði. Meðal annara fyrirlesara má nefna, Svein Einarsson, leikhússtjóra, Tómas Árnason ráðherra, Hjálmar Jónsson dómkirkjuprest, dr. Pál Mathíasson forstjóra Landspítalans, og Rögnu Karlsdóttur,verkfræðing svo dæmi séu nefnd. Og svona fyrirlestra veisla hefur farið fram hér árlega og þvílík þekking og fróðleikur hefur okkur borist í gegnum safnaðarstarfið með þessum hætti. Og hér hafa þátttakendur notið mikilvægra gleði og ánægjustunda, sem að starfsfólkið hér sr. Sigurður Arnarson, Ásta Ágústsdóttir djákni og sr. Grétar Halldór Gunnarsson hafa leitt af mikilli hugkvæmni“
Söfnun fermingarbarna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar
/in Fréttir, Frontpage Article, Images, News, Uncategorized/by Sigurður Arnarson„Mál dagsins“ 20 ára
/in Fréttir/by Grétar Halldór Gunnarsson„Mál dagsins“ verður á sínum stað, þriðjudaginn 7. nóvember kl. 14.30-16.00 í safnaðarheimilinu Borgum. En vegna þess að „Mál dagsins“ er 20 ára um þessar mundir þá verður afmælisgleði þema dagsins. við fáum góða heimsókn vina úr sambærilegu starfi í Grafarvogskirkju. Saman syngjum við, njótum tónlistar, erinda, félagsskapar og góðs matar. Og að sjálfsögðu afmælistertu!
Guðsþjónusta 5/11/23 kl.11:00
/in Fréttir, Frontpage Article, Images, News, Uncategorized/by Sigurður ArnarsonGuðsþjónusta 29/10/23 kl.11:00
/in Fréttir, Frontpage Article, Images, News, Uncategorized/by Sigurður Arnarson