Sjöfn Jóhannesdóttir var þökkuð einstök þjónusta þann 28. ágúst 2022 fyrir Kársnessöfnuð 2020-2022. Í guðsþjónustunni flutti sr. Sjöfn eftirfarandi prédikun:
prédikun
kveðjumessa 28. ág. 2022
Náð sé með yður og friður frá Guði föður og syni og heilögum anda amen.
Í einum sálmi í sálmabókinni eftir Níels Steingrím Thorláksson eru þessi orð: “Drottinn ó
Drottinn vor, dagarnir líða, allt er að breytast en aldrei þú” Þessi orð ljóðsins koma í hugann í dag og tala til hjarta míns þegar kemur að þessari stund, þegar ég kveð Kársnessöfnuð og lýk um leið prestsþjónustu minni í þjóðkirkjunni.
Margt kemur í hugann á kveðjustund og við þessi tímamót og margar minningar leita á hugann.
Myndir minninga.
35 ár í lífi manneskjunnar er langur tími og þó, – margt frá alveg fyrstu stundu er svo ljóslifandi í hugskoti, það er sem það hafi nánast gerst í gær.
Og oft eru það litlu myndirnar sem dýpst geymast. Td. börnin og samtalið við þau. Skemmtilegar spurningar. Einu sinni spurði mig lítill drengur sem var í sunnudagaskólanum: Heitir þú Guð. Nei svaraði ég – þá spurði hann: Hvað heitir þú þá? Sjöfn – ha, það er nú skrýtið nafn sagði sá stutti – það var drengnum eðlilegra og sennilega einfaldara að presturinn héti bara Guð.
Eitt sinn við upphaf guðsþjónustu í sveitakirkjunni, þegar kirkjuklukkum var hringt, heyrðum við litla stelpu kalla hátt: Vei, er ísbíllinn kominn.
Já mörg gullkorn hef ég heyrt og ekki síst úr munni barnanna sem ófeimin spyrja og stundum getur reynst erfitt að gefa þeim góð svör.
Það er svo margt minnistætt eftir langa þjónustu.
Kirkuhúsin sjálf og umfram allt fólkið sem ég hef unnið með og sóknarfólkið sem ég hef þjónað.
Ég minnist organista sem ég þjónaði svo lengi með, hann var eins og sveitastúlkan Ugla í Atómsstöð Halldórs Laxness, —-sendur suður í nokkurra vikna nám í orgelleik og þjónaði svo 4 kirkjum í prestakallinu eftir það í meira en 40 ár, alltaf tilbúinn, alltaf svo sjálfsagt og allt unnið af heilum hug og trúmennsku. Bara gleðin yfir því að þjóna Guði og fólki. Vera með í kirkjustarfinu.
Þannig maður hefur djúp áhrif á mann, einlægur kirkjumaður, sem verður sem fyrirmynd kærleikans og trúarinnar. Og svo mörgum fleirum hef ég kynnst sem þykir vænt um kirkjuna sína og hafa þjónað henni af mikilli alúð.
Hér í Kópavogskirkju og í öllum kirkjum þar sem ég hef verið við störf.
Ég hef þjónað í sveitakirkjum þar sem bændur og fjölskyldur annast kirkjuhúsið af mikilli trúfesti og finnst það sómi en ekki skylda að hafa kirkjuna á staðnum og vilja svo vel, ryksuga flugurnar, opna kirkjurnar fyrir gestum, hafa hana klára fyrir helgihald og bjóða svo jafnvel öllum kirkjugestum til veislu á eftir.
Fólkið í sveitasöfnuðunum, – þau sem sögðu við mig fyrir 35 árum þegar ég kom fyrst til þeirra: Það þýðir ekkert fyrir þig að boða til messu um hvítasunnu. Þá stendur sauðburður hæst – og það þýðir heldur ekki að ætla að messa um hábjargræðistímann, þegar er þurrkur og fólk í heyskap. Og ekki á haustin þegar smalamennskan fer fram.
Góðu hirðarnir.
Svo sannarlega þarf að taka tillit til misjafnra þarfa safnaðarins í kirkjustarfinu og sýnir svo vel að kirkjan er fólkið, – söfnuðurinn og helgihaldið er samstarf sem margir koma að.
Já, það er svo margt fólk sem vill þjóna kirkjunni sinni af einlægni.
Við lok þjónustu minnar er mér kirkjan og kirkjustarfið efst í huga og hjarta.
Drottinn, ó drottinn vor, dagarnir líða, allt er að breytast en aldrei þú, segir í sálminum. Guð er hinn sami á það má treysta.
Margir segja að kirkjan breytist ekkert, og það þýðir —að þeirra áliti oft – að hún sé stöðnuð og gamaldags.
Og margt er týnt til. En þau sem þetta segja þekkja oft harla lítið til fjölbreyttrar þjónustu og starfs kirkjunnar.
Í hverri kirkju er: Messan, barna-og unglingastarfið, starf með eldri borgurum, bænahópar, prjónaklúbbar, þjónusta við hjúkrunarheimili, kórstarfið og sálgæslan. Og þetta er fyrir utan allar athafnir, eins og skírnir, fermingar, hjónavíglsur og útfarir.
Þjóðkirkjan starfar líka meðal flóttamanna og hefur presta sem þjóna þeim, það eru sjúkrahúsprestar og fangaprestur, prestur fatlaðra og Hjálparstarf kirkjunnar sem leitast við að hjálpa innanlands sem utan og svo Konukot fyrir heimilislausar konur – já svo fjölbreytt og víðfeðm þjónusta og ég gleymi líka örugglega einhverju.
Ég er stolt af þjóðkirkjunni okkar sem leitast við að þjóna fólki hvar sem er þörf, að vernda, virða og elska hvert mannslíf. Og íslenska þjóðkirkjan er opin og frjálslynd, við erum öll boðin velkomin, sama hver við erum.
Mér koma oft í huga orð bóndans sem kom sjaldan til messu í kirkjunni sinni. Presturinn, sem reyndar var elsku Gunnlaugur eiginmaður minn, var góður vinur bóndans og eitt sinn er hann kom í heimsókn til hans og þá lá á eldhúsborðinu auglýsing um messu næsta sunnudag. Bóndinn benti á auglýsinguna og sagði:
“Ef svona miði hættir að berast hingað á heimilið, þá er mér að mæta prestur góður”.
Prestur sagði undrandi:
“En kæri vinur þú kemur afar sjaldan til messu”.
“Alveg sama” sagði bóndinn. “Ég vil að í kirkjunni sé beðið bænar fyrir mér og mínum, fyrir sjúklingum og sorgmæddum, fyrir þjóðinni og heiminum. Og ég vil hafa kirkjuna mína á sínum stað og ég vil vita hvar ég get náð í prestinn minn, þegar á þarf að halda”.
Ætli þetta lýsi ekki viðhorfi margra til kirkjunnar. Við viljum hafa hana á sínum stað.
Eins og einn spekingur lýsti eitt sinn kirkjunni.
“Kirkjan á að vera eins og amma gamla í peysufötunum, hreyfir sig hægt, en er alltaf vinaleg og góð. Við gleymum alltof oft að heimsækja hana, en þegar við þurfum á henni að halda, þá er hún alltaf til staðar og full af kærleika og ástúð eins og klettur við hlið okkar”.
Og kirkjuhúsin. Kirkjuhúsið fallega hér á holtinu.
Grímseyjarkirkja sem brann, þar er einn fámennasti söfnuður landsins, en aftur skal byggja nýja kirkju, annað kom ekki til greina og það er ekki aðeins áhugamál heimamanna, heldur miklu fleiri leggja lið og söfnun hefur gengið vel. Sumir sem mest hafa barist fyrir kirkjubyggingu í Grímsey eru þó ekki endilega beinlínis þekktir fyrir kirkjurækni. Kirkja við hið ysta haf – og svo brann Notre Dame kirkjan í stórborginni París og þar gerðist það sama. Allir vilja endurbyggja hana, sama hvað það kostar.
Er kirkjan e.t.v eins og áttaviti í lífi nútímans?
Menningarkristni,nefna félagsfræðingar það, “culture christians” við nútímans vestræni heimur. Við stöndum í kristinni menningu, hún er “hafið” allt í kringum okkur, við höfum kristin gildi sem eru okkur flestum viðmið.
Við erum eins og bóndinn sem vildi fá sína tilkynningu um messu, en fór samt ekki endilega sjálfur.
Guðspjallið sem lesið var frá altarinu um faríseann og tollheimtumanninn í helgidómnum er þekkt saga. Tveir menn. Þeir eiga það sameiginlegt að fara báðir í helgidóminn að biðja. En fátt annað virðast þeir eiga sameiginlegt.
Myndir úr bíómyndum og sögum koma í hugann: Hetjan og skúrkurinn.
Hinn hrokafulli farísei og hinn auðmjúki tollheimtumaður. Þeim er lýst sem skörpum andstæðum. En undir yfirborðinu þessarar dæmisögu Jesú eru undirtónar og alls kyns litbrigði, sem við þekkjum í lífi manneskjunnar.
Við erum ekki eins og annar hvor þessara manna, en við þekkjum samt eitthvað í þeim báðum.
Hvað er að vera manneskja?
Hvað er skúrkur, hvað er hetja?
Hver þekkir ekki td. þá vellíðan að upphefjast þegar eitthvað gengur vel hjá okkur. Og í meðbyrnum fyllumst við þakklæti og beinum kannski þakklæti okkar til hins himneska. Guð, ég þakka þér að allt hefur gengið svo vel hjá mér. Já betur hjá mér en hinum.
En við segjum það ekki upphátt.
Við þekkjum líka þá líðan, að finnast við lítils megnug og þarfnast hjálpar. Að vera í sporum tollheimtumannsins.
Í kirkjunni, í samfélagi okkar þekkjum við báða þessa menn.
Og við sjálf þekkjum þá líka í eigin lífi.
Einhver tilbrigði við þá.
Fyrir nokkrum árum voru börn í sunnudagaskólanum hvött til að búa til stóran bænakassa til að hafa til staðar sunnudagaskólanum. Í mínum söfnuði gerðum við þetta og kassinn var vel skreyttur og með eyru, sem tákn um að Guð heyrir allar bænir.
Og í öllum stundum sunnudagaskólans þennan vetur spurði ég börnin í upphafi hvaða bænir þau vildu setja í bænakassann og senda Guði.
Þetta var svo gaman.
Ég skrifaði svo niður bænir þeirra og setti í kassann Þetta voru einlægar bænir, það bað enginn um nýja snjallsíma, eða nýjar tölvugræjur. Og það voru afar fáar bænir þar sem börnin báðu eingöngu fyrir sér sjálfum. Aldrei hroki. Heldur voru þetta nánast alltaf bænir fyrir öðrum. Bænir fyrir þeim sem voru veikir og áttu erfitt og það kom mér á óvart hvað börnin mörg fylgdust vel með fréttum og vissu um hörmungar og erfiðleika úti í heimi.
Börnin kunnu svo vel að biðja fyrir öðrum. Einlægar fallegar bænir.
Faríseinn og tollheimtumaðurinn báðu fyrir sér sjálfum. Annar horfði upp, hinn niður. Hroki eða auðmýkt.
Kannski vantaði hjá þeim báðum, þessum mönnum að þeir horfðu í augu annarra, horfðu í augu náungans og sæju hann með augum kærleikans.
Undanfarið hefur mikið verið fjallað í fréttamiðlum um að svo virðist sem aukist hafi mjög erfið samskipti fólks og ókurteisi í garð náungans.
Einn sagði: Við höfum gleymt hvernig við eigum að vera kurteis og góð.
Önnur fyrirsögn var: Það sem fólk leyfir sér í samskiptum er rosalegt.
Í liðinni viku var í pistli á ruv var sagt að þetta vandamál væri einnig mikið til umfjöllunar í Noregi og ekki síst um stöðugt erfiðari samskipti milli foreldra og skóla.
Svo virðist sem fólk kunni ekki lengur að setjast niður og eiga samtal og horfast í augu og hlusta á hvert annað.
Getur verið að við sjáum ekki hvert annað og kunnum ekki lengur að setja okkur í spor annarra? Og sjóndeildarhringurinn – bara ég sjálf og mitt nánasta.
Þú skalt elska Drottinn Guð þinn af öllu hjarta þínu, öllum huga þínum og allri sálu þinni og náunga þinn eins og sjálfan sig sagði Jesú Kristur.
Að þjóna og biðja fyrir náunganum. Þetta er hið æðsta boðorð Krists.
Samfélag í Kristi, kallar okkur til að sjá hvert annað, vera með hvert öðru. Biðja saman, vera saman, horfa til sömu áttar, styðja hvert annað.
Eftir 33 ár í prestkap austur á landi kom ég hingað í Kópavogskirkju. Það hefur verið dásamleg reynsla. Að fá að þjóna í þessu fallega guðshúsi, með gluggunum hennar Gerðar, þessu sérstaka kirkjuhúsi á háa holtinu sem sést svo víða að hér á höfuðborgarsvæðinu. Sem nú á aðventu á 60 ára vígsluafmæli.
En eitt er kirkjuhúsið, annað er starfið, þjónusta kirkjunnar, fólkið sjálft. Og þar á Kársnessöfnuður mikinn auð. Góðvild, kærleikur, einlægni og umhyggja eru orð sem koma í hugann. Þið öll sem starfið hér og þjónið. Markið eitt: Að þjóna náunganum af kærleika.
Já hér hefur verið gott að starfa og mikið hlegið, ég held að það hafi vart liðið dagur án þess að eitthvað skemmtilegt hafi borið á góma. Jafnvel á erfiðum dögum.
En umfram allt er ég þakklát að hafa fengið að njóta þess að starfa með ykkur – sr. Sigurður, Ásta djákni, Lenka kantor, Hannes kirkjuvörður og svo kórinn flotti og kirkjuþjónarnir trúföstu, Anna María og Egill og Guðrún Lilja.
Og samstarfið við sóknarnefndina hefur verið frábært, gaman að fylgjast með stórhug þeirra og áhuga og svo sóknarfólkið allt,sem ræktar kirkjuna, börnin og unglingarnir Hér hefur oft verið fullt hús og eitt er víst, það hef ég alltaf fundið að fólki þykir einstaklega vænt um kirkjuna sína og þjónustu hennar alla.
Sr. Grétar Halldór sem tekur við af mér veit ég að verður kirkjunni og kirkjustarfinu til farsældar og ég vona að honum eigi eftir að farnast hér vel með öllu því góða fólki sem hér þjónar.
Ég bið og vona að hér haldi áfram það frábæra starf og þjónusta sem verið hefur. Guði séu þakkir fyrir það allt og ég þakka ykkur öllum allt það sem ég hef notið í samvinnu við ykkur. Dýrð sé Guði föður og syni og heilögum anda.
Kyrrðarstundir í Kópavogskirkju á þriðjudögum kl.12:15
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonKyrrðarstundir hefjast í Kópavogskirkju þriðjudaginn 6. september n.k. kl.12:15 og eru vikulega. Fyrirbænir, tónlist og íhugun. Léttur hádegisverður á eftir í safnaðarheimilinu Borgum.
Helgihald í Kópavogskirkju sept-des 2022
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonDagskrá helgihalds í Kópavogskirkju
4. sept. Barna og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00. Skólakór Kársness syngur. Sr. Sigurður Arnarson.
11. september. Messa kl. 11.00. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson settur inn í embætti prests við Kópavogskirkju.
18. september Guðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson.
25. september Messa kl. 11.00. Sr. Sigurður Arnarson.
2. október Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00. Skólakór Kársness syngur. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson.
9. október Guðsþjónusta kl. 11.00. Bleikur október. Sr. Sigurður Arnarson.
16. október Guðsþjónusta kl. 11.00.Þýskur kór heimsækir kirkjuna. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson.
23. október Guðþjónusta kl. 11.00. Sr. Sigurður Arnarson.
30. október Guðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson.
6. nóvember Allra heilagra messa kl. 11.00. Þeirra minnst sem jarðsungnir hafa verið síðastliðið ár
Sr. Sigurður Arnarson og sr. Grétar Halldór Gunnarsson þjóna.
13. nóvember Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00. Skólakór Kársness. Sr. Sigurður Arnarson.
20. nóvember Guðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson.
27. nóvember Guðsþjónusta kl. 11.00. 1. sunnudagur í aðventu. Sr. Sigurður Arnarson.
27. nóvember Aðventukvöld kl.20:00.
4. desember Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00. Skólakór Kársness syngur. Báðir prestar. Jólaball á eftir í safnaðarheimilinu Borgum – „Hátíð barnanna“.
11. desember Guðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson. „Listin í Kópavogskirkju“.
18. desember Hátíðarguðsjónusta kl. 11.00 vegna 60 ára vígsluafmæli Kópavogskirkju. Agnes M. Sigurðardóttir biskupÍ Íslands vísiterar Kársenssöfnuð, prédikar og þjónar ásamt prestum og djákna safnaðarins.
24. desember Beðið eftir jólunum á aðfangadag kl.15:00. Skólakór Kársness syngur. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson
24. desember Aftansöngur á aðfangadag kl. 18.00 Sr. Sigurður Arnarson.
24. desember Aftansöngur kl. 23.30. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson.
25. desember Hátíðarguðsþjónusta kl.14:00. Sr.Sigurður Arnarson og Ásta Ágústdóttir, djákni.
25. desember Hátíðarguðsþjónusta á jóladag kl.15:15 á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Sr.Sigurður Arnarson og Ásta Ágústdóttir, djákni.
31. desember Aftansöngur á gamlársdag kl.18:00. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson
1.janúar 2023 Hátíðarguðsþjónusta á nýársdag kl14:00.Sr.Sigurður Arnarson
Lenka Mátéová organisti leikur í öllum athöfnum og Kór Kópavogskirkju syngur nema annars sé getið.
Barna- og fjölskylduguðsþjónusta 4. september kl.11:00
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonKveðjuguðsþjónusta sr. Sjafnar Jóhannesdóttur
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonSjöfn Jóhannesdóttir var þökkuð einstök þjónusta þann 28. ágúst 2022 fyrir Kársnessöfnuð 2020-2022. Í guðsþjónustunni flutti sr. Sjöfn eftirfarandi prédikun:
prédikun
kveðjumessa 28. ág. 2022
Náð sé með yður og friður frá Guði föður og syni og heilögum anda amen.
Í einum sálmi í sálmabókinni eftir Níels Steingrím Thorláksson eru þessi orð: “Drottinn ó
Drottinn vor, dagarnir líða, allt er að breytast en aldrei þú” Þessi orð ljóðsins koma í hugann í dag og tala til hjarta míns þegar kemur að þessari stund, þegar ég kveð Kársnessöfnuð og lýk um leið prestsþjónustu minni í þjóðkirkjunni.
Margt kemur í hugann á kveðjustund og við þessi tímamót og margar minningar leita á hugann.
Myndir minninga.
35 ár í lífi manneskjunnar er langur tími og þó, – margt frá alveg fyrstu stundu er svo ljóslifandi í hugskoti, það er sem það hafi nánast gerst í gær.
Og oft eru það litlu myndirnar sem dýpst geymast. Td. börnin og samtalið við þau. Skemmtilegar spurningar. Einu sinni spurði mig lítill drengur sem var í sunnudagaskólanum: Heitir þú Guð. Nei svaraði ég – þá spurði hann: Hvað heitir þú þá? Sjöfn – ha, það er nú skrýtið nafn sagði sá stutti – það var drengnum eðlilegra og sennilega einfaldara að presturinn héti bara Guð.
Eitt sinn við upphaf guðsþjónustu í sveitakirkjunni, þegar kirkjuklukkum var hringt, heyrðum við litla stelpu kalla hátt: Vei, er ísbíllinn kominn.
Já mörg gullkorn hef ég heyrt og ekki síst úr munni barnanna sem ófeimin spyrja og stundum getur reynst erfitt að gefa þeim góð svör.
Það er svo margt minnistætt eftir langa þjónustu.
Kirkuhúsin sjálf og umfram allt fólkið sem ég hef unnið með og sóknarfólkið sem ég hef þjónað.
Ég minnist organista sem ég þjónaði svo lengi með, hann var eins og sveitastúlkan Ugla í Atómsstöð Halldórs Laxness, —-sendur suður í nokkurra vikna nám í orgelleik og þjónaði svo 4 kirkjum í prestakallinu eftir það í meira en 40 ár, alltaf tilbúinn, alltaf svo sjálfsagt og allt unnið af heilum hug og trúmennsku. Bara gleðin yfir því að þjóna Guði og fólki. Vera með í kirkjustarfinu.
Þannig maður hefur djúp áhrif á mann, einlægur kirkjumaður, sem verður sem fyrirmynd kærleikans og trúarinnar. Og svo mörgum fleirum hef ég kynnst sem þykir vænt um kirkjuna sína og hafa þjónað henni af mikilli alúð.
Hér í Kópavogskirkju og í öllum kirkjum þar sem ég hef verið við störf.
Ég hef þjónað í sveitakirkjum þar sem bændur og fjölskyldur annast kirkjuhúsið af mikilli trúfesti og finnst það sómi en ekki skylda að hafa kirkjuna á staðnum og vilja svo vel, ryksuga flugurnar, opna kirkjurnar fyrir gestum, hafa hana klára fyrir helgihald og bjóða svo jafnvel öllum kirkjugestum til veislu á eftir.
Fólkið í sveitasöfnuðunum, – þau sem sögðu við mig fyrir 35 árum þegar ég kom fyrst til þeirra: Það þýðir ekkert fyrir þig að boða til messu um hvítasunnu. Þá stendur sauðburður hæst – og það þýðir heldur ekki að ætla að messa um hábjargræðistímann, þegar er þurrkur og fólk í heyskap. Og ekki á haustin þegar smalamennskan fer fram.
Góðu hirðarnir.
Svo sannarlega þarf að taka tillit til misjafnra þarfa safnaðarins í kirkjustarfinu og sýnir svo vel að kirkjan er fólkið, – söfnuðurinn og helgihaldið er samstarf sem margir koma að.
Já, það er svo margt fólk sem vill þjóna kirkjunni sinni af einlægni.
Við lok þjónustu minnar er mér kirkjan og kirkjustarfið efst í huga og hjarta.
Drottinn, ó drottinn vor, dagarnir líða, allt er að breytast en aldrei þú, segir í sálminum. Guð er hinn sami á það má treysta.
Margir segja að kirkjan breytist ekkert, og það þýðir —að þeirra áliti oft – að hún sé stöðnuð og gamaldags.
Og margt er týnt til. En þau sem þetta segja þekkja oft harla lítið til fjölbreyttrar þjónustu og starfs kirkjunnar.
Í hverri kirkju er: Messan, barna-og unglingastarfið, starf með eldri borgurum, bænahópar, prjónaklúbbar, þjónusta við hjúkrunarheimili, kórstarfið og sálgæslan. Og þetta er fyrir utan allar athafnir, eins og skírnir, fermingar, hjónavíglsur og útfarir.
Þjóðkirkjan starfar líka meðal flóttamanna og hefur presta sem þjóna þeim, það eru sjúkrahúsprestar og fangaprestur, prestur fatlaðra og Hjálparstarf kirkjunnar sem leitast við að hjálpa innanlands sem utan og svo Konukot fyrir heimilislausar konur – já svo fjölbreytt og víðfeðm þjónusta og ég gleymi líka örugglega einhverju.
Ég er stolt af þjóðkirkjunni okkar sem leitast við að þjóna fólki hvar sem er þörf, að vernda, virða og elska hvert mannslíf. Og íslenska þjóðkirkjan er opin og frjálslynd, við erum öll boðin velkomin, sama hver við erum.
Mér koma oft í huga orð bóndans sem kom sjaldan til messu í kirkjunni sinni. Presturinn, sem reyndar var elsku Gunnlaugur eiginmaður minn, var góður vinur bóndans og eitt sinn er hann kom í heimsókn til hans og þá lá á eldhúsborðinu auglýsing um messu næsta sunnudag. Bóndinn benti á auglýsinguna og sagði:
“Ef svona miði hættir að berast hingað á heimilið, þá er mér að mæta prestur góður”.
Prestur sagði undrandi:
“En kæri vinur þú kemur afar sjaldan til messu”.
“Alveg sama” sagði bóndinn. “Ég vil að í kirkjunni sé beðið bænar fyrir mér og mínum, fyrir sjúklingum og sorgmæddum, fyrir þjóðinni og heiminum. Og ég vil hafa kirkjuna mína á sínum stað og ég vil vita hvar ég get náð í prestinn minn, þegar á þarf að halda”.
Ætli þetta lýsi ekki viðhorfi margra til kirkjunnar. Við viljum hafa hana á sínum stað.
Eins og einn spekingur lýsti eitt sinn kirkjunni.
“Kirkjan á að vera eins og amma gamla í peysufötunum, hreyfir sig hægt, en er alltaf vinaleg og góð. Við gleymum alltof oft að heimsækja hana, en þegar við þurfum á henni að halda, þá er hún alltaf til staðar og full af kærleika og ástúð eins og klettur við hlið okkar”.
Og kirkjuhúsin. Kirkjuhúsið fallega hér á holtinu.
Grímseyjarkirkja sem brann, þar er einn fámennasti söfnuður landsins, en aftur skal byggja nýja kirkju, annað kom ekki til greina og það er ekki aðeins áhugamál heimamanna, heldur miklu fleiri leggja lið og söfnun hefur gengið vel. Sumir sem mest hafa barist fyrir kirkjubyggingu í Grímsey eru þó ekki endilega beinlínis þekktir fyrir kirkjurækni. Kirkja við hið ysta haf – og svo brann Notre Dame kirkjan í stórborginni París og þar gerðist það sama. Allir vilja endurbyggja hana, sama hvað það kostar.
Er kirkjan e.t.v eins og áttaviti í lífi nútímans?
Menningarkristni,nefna félagsfræðingar það, “culture christians” við nútímans vestræni heimur. Við stöndum í kristinni menningu, hún er “hafið” allt í kringum okkur, við höfum kristin gildi sem eru okkur flestum viðmið.
Við erum eins og bóndinn sem vildi fá sína tilkynningu um messu, en fór samt ekki endilega sjálfur.
Guðspjallið sem lesið var frá altarinu um faríseann og tollheimtumanninn í helgidómnum er þekkt saga. Tveir menn. Þeir eiga það sameiginlegt að fara báðir í helgidóminn að biðja. En fátt annað virðast þeir eiga sameiginlegt.
Myndir úr bíómyndum og sögum koma í hugann: Hetjan og skúrkurinn.
Hinn hrokafulli farísei og hinn auðmjúki tollheimtumaður. Þeim er lýst sem skörpum andstæðum. En undir yfirborðinu þessarar dæmisögu Jesú eru undirtónar og alls kyns litbrigði, sem við þekkjum í lífi manneskjunnar.
Við erum ekki eins og annar hvor þessara manna, en við þekkjum samt eitthvað í þeim báðum.
Hvað er að vera manneskja?
Hvað er skúrkur, hvað er hetja?
Hver þekkir ekki td. þá vellíðan að upphefjast þegar eitthvað gengur vel hjá okkur. Og í meðbyrnum fyllumst við þakklæti og beinum kannski þakklæti okkar til hins himneska. Guð, ég þakka þér að allt hefur gengið svo vel hjá mér. Já betur hjá mér en hinum.
En við segjum það ekki upphátt.
Við þekkjum líka þá líðan, að finnast við lítils megnug og þarfnast hjálpar. Að vera í sporum tollheimtumannsins.
Í kirkjunni, í samfélagi okkar þekkjum við báða þessa menn.
Og við sjálf þekkjum þá líka í eigin lífi.
Einhver tilbrigði við þá.
Fyrir nokkrum árum voru börn í sunnudagaskólanum hvött til að búa til stóran bænakassa til að hafa til staðar sunnudagaskólanum. Í mínum söfnuði gerðum við þetta og kassinn var vel skreyttur og með eyru, sem tákn um að Guð heyrir allar bænir.
Og í öllum stundum sunnudagaskólans þennan vetur spurði ég börnin í upphafi hvaða bænir þau vildu setja í bænakassann og senda Guði.
Þetta var svo gaman.
Ég skrifaði svo niður bænir þeirra og setti í kassann Þetta voru einlægar bænir, það bað enginn um nýja snjallsíma, eða nýjar tölvugræjur. Og það voru afar fáar bænir þar sem börnin báðu eingöngu fyrir sér sjálfum. Aldrei hroki. Heldur voru þetta nánast alltaf bænir fyrir öðrum. Bænir fyrir þeim sem voru veikir og áttu erfitt og það kom mér á óvart hvað börnin mörg fylgdust vel með fréttum og vissu um hörmungar og erfiðleika úti í heimi.
Börnin kunnu svo vel að biðja fyrir öðrum. Einlægar fallegar bænir.
Faríseinn og tollheimtumaðurinn báðu fyrir sér sjálfum. Annar horfði upp, hinn niður. Hroki eða auðmýkt.
Kannski vantaði hjá þeim báðum, þessum mönnum að þeir horfðu í augu annarra, horfðu í augu náungans og sæju hann með augum kærleikans.
Undanfarið hefur mikið verið fjallað í fréttamiðlum um að svo virðist sem aukist hafi mjög erfið samskipti fólks og ókurteisi í garð náungans.
Einn sagði: Við höfum gleymt hvernig við eigum að vera kurteis og góð.
Önnur fyrirsögn var: Það sem fólk leyfir sér í samskiptum er rosalegt.
Í liðinni viku var í pistli á ruv var sagt að þetta vandamál væri einnig mikið til umfjöllunar í Noregi og ekki síst um stöðugt erfiðari samskipti milli foreldra og skóla.
Svo virðist sem fólk kunni ekki lengur að setjast niður og eiga samtal og horfast í augu og hlusta á hvert annað.
Getur verið að við sjáum ekki hvert annað og kunnum ekki lengur að setja okkur í spor annarra? Og sjóndeildarhringurinn – bara ég sjálf og mitt nánasta.
Þú skalt elska Drottinn Guð þinn af öllu hjarta þínu, öllum huga þínum og allri sálu þinni og náunga þinn eins og sjálfan sig sagði Jesú Kristur.
Að þjóna og biðja fyrir náunganum. Þetta er hið æðsta boðorð Krists.
Samfélag í Kristi, kallar okkur til að sjá hvert annað, vera með hvert öðru. Biðja saman, vera saman, horfa til sömu áttar, styðja hvert annað.
Eftir 33 ár í prestkap austur á landi kom ég hingað í Kópavogskirkju. Það hefur verið dásamleg reynsla. Að fá að þjóna í þessu fallega guðshúsi, með gluggunum hennar Gerðar, þessu sérstaka kirkjuhúsi á háa holtinu sem sést svo víða að hér á höfuðborgarsvæðinu. Sem nú á aðventu á 60 ára vígsluafmæli.
En eitt er kirkjuhúsið, annað er starfið, þjónusta kirkjunnar, fólkið sjálft. Og þar á Kársnessöfnuður mikinn auð. Góðvild, kærleikur, einlægni og umhyggja eru orð sem koma í hugann. Þið öll sem starfið hér og þjónið. Markið eitt: Að þjóna náunganum af kærleika.
Já hér hefur verið gott að starfa og mikið hlegið, ég held að það hafi vart liðið dagur án þess að eitthvað skemmtilegt hafi borið á góma. Jafnvel á erfiðum dögum.
En umfram allt er ég þakklát að hafa fengið að njóta þess að starfa með ykkur – sr. Sigurður, Ásta djákni, Lenka kantor, Hannes kirkjuvörður og svo kórinn flotti og kirkjuþjónarnir trúföstu, Anna María og Egill og Guðrún Lilja.
Og samstarfið við sóknarnefndina hefur verið frábært, gaman að fylgjast með stórhug þeirra og áhuga og svo sóknarfólkið allt,sem ræktar kirkjuna, börnin og unglingarnir Hér hefur oft verið fullt hús og eitt er víst, það hef ég alltaf fundið að fólki þykir einstaklega vænt um kirkjuna sína og þjónustu hennar alla.
Sr. Grétar Halldór sem tekur við af mér veit ég að verður kirkjunni og kirkjustarfinu til farsældar og ég vona að honum eigi eftir að farnast hér vel með öllu því góða fólki sem hér þjónar.
Ég bið og vona að hér haldi áfram það frábæra starf og þjónusta sem verið hefur. Guði séu þakkir fyrir það allt og ég þakka ykkur öllum allt það sem ég hef notið í samvinnu við ykkur. Dýrð sé Guði föður og syni og heilögum anda.
Kveðjuguðsþjónusta sr. Sjafnar
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonGuðsþjónusta og fundur um fermingarstarfið framundan
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonFermingarfræðsla, guðsþjónusta 21. ágúst kl.11:00 og fundur
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonKópavogskirkju 17. Ágúst, 2022
Sæl verið þið öll
Foreldrar og forráðamenn fermingarbarna sem ætla að fermast vorið 2023. Hér eru nokkrar upplýsingar um fermingarstarfið framundan:
Síðsumarsfermingarnámskeið:
Mörg barnanna hafa valið sér að sitja síðsumarsfermingarnámskeiðið. Það verður 18. 19. og 22. ágúst. Mæting er á morgun, fimmtudag kl. 9.15 í Kópavogskirkju. Nánari upplýsingar um dagskrá fylgja í viðhengi.
Vetrarfermingarfræðslunámskeiðið:
Upphaf og tímasetningar vetrarfermingarfræðslunnar verða tilkynntar síðar. Það námskeið er vikulega, styttra í senn:
Guðsþjónusta og fundur
Öllum fermingarbörnum og forráðamönnum þeirra er boðið til guðsjónustu í Kópavogskirkju sunnudaginn 21. ágúst n.k. kl. 11.00. Eftir guðsþjónustuna verður síðan fundur í kirkjunni þar sem fermingarbörn og foreldrar fá upplýsingar um fræðsluna og fermingarnar.
Við í Kópavogskirkju erum orðin spennt að taka á móti ykkur öllum í kirkjunni.
Sr. Grétar Halldór Gunnarsson hefur störf í Kársnesprestakalli
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonSr. Grétar Halldór Gunnarsson hóf 15. ágúst síðastliðinn störf, sem prestur í Kársnesprestakalli við hlið sr. Sigurðar Arnarsonar, sóknarprests. Meðfylgjandi myndir voru teknar 15.ágúst þegar sr. Grétar Halldór hitti samstarfsfólk sitt í Kársnessöfnuði þau: Ástu Ágústsdóttur, djákna, Lenku Mátéová, kantor og Hannes Sigurgeirsson, kirkjuvörð og sr. Sigurð. Við bjóðum sr. Grétar Halldór hjartanlega velkomin til starfa.
Síðssumarsfermingarfræðsla og fermingar vorið 2023
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonSíðsumarnámskeið verður 18,19 og 22. ágúst, 2022 frá kl. 9:15-13:00 í safnaðarheimilinu Borgum.
Messur verða 21. ágúst 2022 og 29. janúar 2023 kl.11:00 í Kópavogskirkju og fundur með foreldrum eftir messu.
Mikilvægt er að foreldrar og fermingarbörn komi á þessa fundi.
Í haust förum við í Vatnaskóg og dveljum þar í einn dag. Farið verður í Vatnaskóg og komið til baka að Kópavogskirkju eftir kvöldmat í Vatnaskógi (dagsetning nánar tilknnt síðar)
Sameiginlegir fermingarfræðslutímar (fyrir bæði síðsumarfræðslu- og vetrarfræðsluhóp) verða 17. nóvember 2022 og 3. janúar 2023 kl.9:30-13:00 í safnaðarheimilinu Borgum.
Messur!
Áríðandi er að fermingarbörn sæki helgihald eins vel og unnt er og að sjálfsögðu allir velkomnir með þeim. Í helgihaldið eru fermingarbörnin beðin um að taka með sér „Kirkjulykilinn“ og fylla út sérstök kirkjusóknarblöð í bókinni. Fermingarbörn skrá sig hjá kirkjuverði eftir hverja messu. Foreldrar eru einnig hvött til að sækja helgihaldið með sínum unglingum.
Kópavogskirkja á heimasíðu:
www.kopavogskirkja.is Þar leitumst við að hafa allar upplýsingar um starfið og ýmsa aðra þætti.
.
Krafa kemur í heimabanka annars forsjársaðila í ágúst, 2022 (merkt fermingarfræðsla) og fyrir vetrarfermingarfræðsluna seinna í vetur.
Ef óskað er eftir að greiða gjaldið síðar vinsamlega sendið tölvupóst á netfagnið: sigurdur.arnarson@kirkjan.is
VIÐ NOTUM TÖLVUPÓST Í SAMSKIPTUM
MIKILVÆGT AÐ FÁ NETFÖNG FERMINGARBARNA OG FORELDRA TIL AÐ ALLAR UPPLÝSINGAR BERIST GREIÐLEGA. Allar upplýsingar varðand safnaðarstarfið verða birtar á www.kopavogskirkja.is
Guðsþjónusta 14.ágúst kl.11:00
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður Arnarson