Fermingarfræðslan

Síðsumars-fermingarfræðslan er vinsælasta fermingarfræðslunámskeiðið sem Kópavogskirkja býður upp á. Núna í næstu viku hefst námskeiðið og fer það fram dagana 20., 21, og 22. ágúst í kirkju og safnaðarheimili Kópavogskirkju. Ef þú átt eftir að skrá þitt barn þá getur þú gert það með því að ná í eyðublað (sjá skjalið hér að neðan) fylla það út og skila því til okkar í tölvupósti (kopavogskirkja@kirkjan.is) eða í póstkassa safnaðarheimilisins okkar. Við hlökkum til að taka á móti hópnum í næstu viku 🙂

Guðsþjónusta 07/07/24

Guðsþjónusta við Kópavogskirkju sunnudaginn 7. júlí kl. 11.00. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson prédikar og þjónar fyrir altari og Þóra Marteinsdóttir leikur fyrir safnaðarsöng.

Messa 30/06/24

Sunnudaginn 30. júní kl. 11.00 verður messa í Kópavogskirkju. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar fyrir altari. Hrönn Helgadóttir spilar fyrir safnaðarsöng, Anna María Hákonardóttir og Haukur Freyr Viktorsson sinna messuþjónustu og Dóra Þorvarðardóttir kirkjuvörslu.

Guðsþjónusta 23/06/2024

Sunnudaginn 23. júní kl. 11.00 verður Guðsþjónusta í Kópavogskirkju. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar fyrir altari, Þóra Tómasdóttir leikur á píanó fyrir safnaðarsöng.

Guðsþjónusta 16/06/24

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 16. júní kl. 11.00. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar fyrir altari og Elísa Elíasdóttir er organisti.

Guðsþjónusta 09/06/24

Sunnudaginn 9. júní kl. 11.00 verður guðsþjónusta við Kópavogskirkju. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar fyrir altari.  Ólafía Linberg Jensdóttir leiðir söng og Elísa Elíasdóttir er organisti.