„Jól í skókassa“ er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Með slíkum gjöfum er þeim sýndur kærleikur Guðs í verki. Gjafirnar eru settar í skókassa og til þess að tryggja að öll börnin fái svipaða jólagjöf er mælst til þess að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa. Skókassarnir verða sendir til Úkraínu. Í Úkraínu búa um 46 milljónir manna. Atvinnuleysi er þar mikið og ástandið víða bágborið. Á því svæði þar sem jólagjöfunum verður dreift ríkir mikil örbirgð.
Tekið er á móti skókössum í safnaðarheimilinu Borgum, föstudaginn 13. nóvember kl. 10:00-12:00 eða í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg 28 alla virka daga kl. 9:00 – 17:00 fram að síðasta skiladegi, sem er 14. nóvember. Allar upplýsingar um móttökustaði og síðustu skiladaga er hægt að finna á síðunni undir „Móttökustaðir“ á www.skokassar.is
Hvernig á að ganga frá skókassanum?
- Finnið tóman skókassa og pakkið honum inn í jólapappír. Athugið að pakka lokinu sérstaklega inn þannig að hægt sé að opna kassann. Hægt er að nálgast skókassa í skóbúðum og mælt er með að fólk tryggi sér kassa í tæka tíð.
- Ákveðið hvort gjöfin sé ætluð fyrir strák eða stelpu og fyrir hvaða aldur: (3-6), (7-10), (11-14) eða (15-18).
- Setjið 500-1.000 krónur í umslag og leggið efst í kassann. Peningurinn er fyrir kostnaði sem fylgir verkefninu.
- Lokið kassanum með því að setja teygju utan um hann.
Gjafir í skókassana
Í kassann skal setja a.m.k. einn hlut úr hverjum eftirtalinna flokka:
- Leikföng, t.d. litla bíla, bolta, dúkku, bangsa eða jó-jó. Athugið að láta auka rafhlöður fylgja rafknúnum leikföngum.
- Skóladót, t.d. penna, blýanta, yddara, strokleður, skrifbækur, liti, litabækur eða vasareikni.
- Hreinlætisvörur. Óskað er eftir því að allir láti tannbursta, tannkrem og sápustykki í kassann sinn. Einnig má setja greiðu, þvottapoka eða hárskraut.
- Sælgæti, t.d. sleikjó, brjóstsykur, pez, tyggjó eða karamellur.
- Föt, t.d. húfu, vettlinga, sokka, trefil, bol eða peysu.
Hvað má ekki fara í skókassana?
- Mikið notaðir eða illa farnir hlutir.
- Matvara.
- Stríðsdót, t.d. leikfangabyssur, leikfangahermenn eða hnífar.
- Vökvar, t.d. sjampó, krem eða sápukúlur.
- Lyf, t.d. vítamín, hálsbrjóstsykur eða smyrsl.
- Brothættir hlutir, t.d. speglar eða postulínsdúkkur.
- Spilastokkar. Þar sem spilastokkar eru tengdir fjárhættuspilum í Úkraínu, óskum við eftir að þeir séu ekki gefnir í skókassana.
Athugið!
Ef þú vilt getur þú sett mynd af þér ásamt nafni og heimilisfangi og/eða netfangi efst í skókassann. Það gefur viðtakanda skókassans möguleika á að setja sig í samband við þig. Þannig geta myndast vinatengsl sem varað geta lengi.
Stuðningur við verkefnið
Hægt er að styðja við verkefnið með fjárframlagi með því að leggja inn á reikning 117-26-100000, kennitalan er 690169-0889.
Með þínu framlagi tryggir þú að barn, sem annars fengi ekki jólagjöf, fái gjöf sem færir því gleði, von og hinn raunverulega boðskap jólanna, kærleika Jesú Krists.
Nánar um verkefnið á www.skokassar.is
„Jól í skókassa“
/in Fréttir/by Sigurður Arnarson„Jól í skókassa“ er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Með slíkum gjöfum er þeim sýndur kærleikur Guðs í verki. Gjafirnar eru settar í skókassa og til þess að tryggja að öll börnin fái svipaða jólagjöf er mælst til þess að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa. Skókassarnir verða sendir til Úkraínu. Í Úkraínu búa um 46 milljónir manna. Atvinnuleysi er þar mikið og ástandið víða bágborið. Á því svæði þar sem jólagjöfunum verður dreift ríkir mikil örbirgð.
Tekið er á móti skókössum í safnaðarheimilinu Borgum, föstudaginn 13. nóvember kl. 10:00-12:00 eða í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg 28 alla virka daga kl. 9:00 – 17:00 fram að síðasta skiladegi, sem er 14. nóvember. Allar upplýsingar um móttökustaði og síðustu skiladaga er hægt að finna á síðunni undir „Móttökustaðir“ á www.skokassar.is
Hvernig á að ganga frá skókassanum?
Gjafir í skókassana
Í kassann skal setja a.m.k. einn hlut úr hverjum eftirtalinna flokka:
Hvað má ekki fara í skókassana?
Athugið!
Ef þú vilt getur þú sett mynd af þér ásamt nafni og heimilisfangi og/eða netfangi efst í skókassann. Það gefur viðtakanda skókassans möguleika á að setja sig í samband við þig. Þannig geta myndast vinatengsl sem varað geta lengi.
Stuðningur við verkefnið
Hægt er að styðja við verkefnið með fjárframlagi með því að leggja inn á reikning 117-26-100000, kennitalan er 690169-0889.
Með þínu framlagi tryggir þú að barn, sem annars fengi ekki jólagjöf, fái gjöf sem færir því gleði, von og hinn raunverulega boðskap jólanna, kærleika Jesú Krists.
Nánar um verkefnið á www.skokassar.is
Barna- og fjölskyldustund á netinu 8. nóvember kl.11:00
/in Fréttir/by Sigurður ArnarsonSunnudaginn 8. október kl. 11:00 verður barna- og fjölskyldustund á netinu. Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir, leiðir ásamt sunnudagaskólakennurum. Börn úr Skólakór Kársnes syngja undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur.
Fermingar 2021
/in Fréttir/by Sigurður ArnarsonFyrirhuguðu fermingarferðalagi sem fara átti í Vatnaskóg þann 4. nóvember n.k. er frestað um óákveðinn tíma vegna Covid 19.
Vetrarfermingarfræðsluhópurinn, sem átti að hittast aftur mánudaginn 2. nóvember frestast einnig af sömu ástæðum (tilkynnt síðar).
Sunnudagaskóli 1. nóvember 2020
/in Fréttir/by AdministratorSunnudagaskólinn verður á sínum stað á netinu hjá Kópavogskirkju þann 1. nóvember. Hann verður aðgengilegur hér að neðan og á Facebook síðu Kópavogskirkju klukkan 11:00 sunnudaginn 1. nóvember.
https://www.facebook.com/watch/387710974680/395727458101391
Helgistund 1. nóvember kl. 11:00 á netinu
/in Fréttir, Frontpage Article/by Sigurður ArnarsonVegna samkomutakmarkanna vegna Covid19 verður helgistund á netinu á Allra heilagra messu 1. nóvember kl.11:00 . Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir, sr. Sigurður Arnarson og Ásta Ágústsdóttir, djákni munu leiða stundina og Lenka Mátéová, kantor flytur tónlist. Minnst verður þeirra, sem eru látin og beðið fyrir þeim með nafni, sem prestar Kópavogskirkju hafa jarðsungið frá 1. nóvember 2019 til 15. okóber á þessu ári.
https://www.facebook.com/K%C3%B3pavogskirkja-387710974680
Rafrænn sunnudagaskóli 25. október
/in Fréttir/by AdministratorHér er hægt að nálgast rafrænan sunnudagaskólann sem birtist á Facebook síðu Kópavogskirkju síðastliðinn sunnudag þann 25. október.
Rafrænn sunnudagaskóli 18. október
/in Fréttir/by AdministratorHér er hægt að spila annan sunnudagaskóli á rafrænu formi þann 18. október 2020. Einnig er hægt að finna það á Facebook síðu Kópavogskirkju.
Rafrænn sunnudagaskóli
/in Fréttir/by AdministratorHérna er hægt að horfa á rafræna sunnudagaskólann sem birtist á Facebook síðu Kópavogskirkju þann 11. október.
Rafrænn Sunnudagaskóli
/in Fréttir/by AdministratorÞar sem hefðbundinn sunnudagaskóli fellur niður vegna Covid-19 munum við hafa í staðinn rafræna sunnudagaskóla.
Myndbandi verður þá aðgengilegt á Facebook síðu Kópavogskirkju og á kopavogskirkja.is þar sem krakkar og foreldrar geta horft á og tekið þátt í sunnudagaskólanum að heiman.
Fyrsti rafræni sunnudagaskólinn verður birtur klukkan 11:00 þann 11. október 2020.
Barna- og æskulýðsstarf fellur niður
/in Fréttir/by Ásta ÁgústsdóttirÍ ljósi aðstæðna fellur allt barna- og æskulýðsstarf niður, frá og með deginum í dag 8. október og um óákveðinn tíma. Gætum öll að sóttvörnum og hugum hvert að öðru, sameinuð stöndum við þetta af okkur.